Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Blaðsíða 16
232 NYJAR KVÖLDVÖKUR. inn,<' sagði Smiður. »F*að mundi hver Goti gera í þínum sporum.« »Vertu ekki að kvelja manngarminn að ó- þörfu, vinur. Ef hann vill reyna að betra hana í staðinn fyrir að refsa henni, má hann það fyrir okkur. Ætlar þú að koma? En það segi eg þér, að eg gef ekki þrjátíu silfurpeninga fyrir b'f þitt, ef þú ætlar þér að koma annað kvöld án þess að hafa duglega varðmenn. Alb ur bærinn er í uppnámi, og Óðinn einn veit hvað úr því verður og hverjir verða lífs að tveim sólarhringum liðnum. En farðu hyggilega að og bældu niður reiði þína — og hafðu munka með þér.« »Þetta er ekki rétt, Úlfur höfðingi,« sagði Smiður, »þú rausar í ofmiklu.« Fílammon bældi niður reiði sína og svar- aði: »það skal verða svo.« »Eg hef unnið veðféð, Smiður,« sagði karl- inn og neri ánægjulega saman lófunum. Svo hlömmuðu þeir út. Urðu allir hræddir er sáu til þeirra, börnin hljóðuðu og hundarnir geltu, þegar þessir risavöxnu menn gengu hjá, »Rað er ekki komið allra daga kvöld enn, Úlfur. Við sjáum til á morgun.« Eg vissi hann mundi standa sig,« sagði Úlfur, »og hann er góður drengur.« »Og hvergi smeikur að ganga í bardagann. Nú það verður sitt hvað til að gera Og hann er drengskaparpiltur. Rað hef eg vitað iengi. En að standa sólarhring á sama stað átti aldrei við hann. Nú mundi hann varpa frá sér sverði sínu, ef þessari Pelagíu tækist að ná honum aftur í vébönd sín.« »Pað er engin hætta. Hennar örlög eru nú ákveðin. En sjáum til — þarna er mannþyrp- ing við hliðið. Við verðum að fara inn um bakdyrnar.« A? Skríða fram með skurðinum eins og rotta? Eg held eg fari beina leið. Bregð þú sverði þínu, gamli rekkur, eða flý þú ella.« »Ekki i þetta sinn« — og með sverðin nakin á lofti óðu þeir í gegn um mannþyrp- inguna, sem sundraðist fyrir þessum jötnum eins og lambahópur. (Meira.) Nótt. (Ljóð í lesmáli.) Einn var eg — aleinn. Rökkurdimman litlaus og skolgrá _dróst jafnt og þétt fastara_og fastara saman utanum mig éins og sorgirnar utan um raunamæddan mann. Og að sama skapi þrengist mér um hjarta- ræturnar eins og einhver köld hönd tæki ut- anum hjartað í mér og kreisti — kreisti — kreisti — —. Mér varð svo þungt — svo þungt — —. Pað var eins og ótal iilir andar sveimuðu í kringum mig og hvísluðu að mér orðum, sem eg var hræddur við. — Rökkurdimman hnipraði sig utanum mig — mér fanst eg vera í fangelsi og veggirnir færast nær og nær mér — ætla að kremja mig í sundur. Og svo rann hún saman í svart myrkur — veggirnir komu að mér — svo fast að mér — að mér fanst eg sitja fastur í myrkrinu. Og þá leið mér betur — rökkrið boðaði einhvern voða, og mér óaði við honum — nú var hann kominn — og þá vissi eg hvað hann var. Pað var nóttin — dimma, þögula, svip- þunga nóttin. En eg hræddist hana ekki. Kyrðin hennar sefaði hugann, friðaði hjartað, stilti geðsmunina. Eg fann einhvern frið undir klæðafaldi þessarar miklu og voldugu drotningar, móður dagsins — móður lífsins. Og eg dirfðist að líta upp. Og eg sá þá sveipast um höfuð hennar Ijósblæju, blikandi ótal röðulskærum litum, fljúgandi með Ijóss- hraða um herðar hennar. En á bak við þessa glitblæju himinbjarm- ans sá eg ótölulegan grúa tindrandi Ijósa — eins og það væru altsaman Ijós sem kveikt væru til þess að lýsa mér á leið minni í ein- verunni. Daginn hafði eg aldrei óttast — og aldrei hafði hann birt mér slíka dýrð himinsins. Nei — nóttin varð til þess að sýna mér dyrð himnanna, alveldi guðs. Eg hafði séð inn í himininn. - séð guð. - — séð að hann var með mér. Og eg fór óhræddur leiðar minnar. X.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.