Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Page 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1912, Page 17
PRESTURINN í TWEED. 233 PRESTURINN í TWEED. Smásaga frá Kanada eftir A. R. Broby. í Ontaris er lítill, laglegur bær, sem heitir Tweed; Moirafljótið rennur rétt neðan við hann, en til hliðanna og á bak við hann gnæfa háir, dimmir skógar. íbúarnir rækja nú störf sín í allri spekt á virkum dögum og fara tvisvar í kirkju á sunnudögum. En svona var það ekki í Tweed fyrir 7 eða 8 árum, þegar eg kom þangað í fyrsta sinn. Pá var »bærinns ekki annað en ein 50 klunna- leg timburhús, ómerkilegur barnaskóli, þrír eða fjórir veitingaskálar og stór og mikill dans- salur. Og íbúarnir voru engir sérlegir spektar- menn; það voru flest karlmenn, sem hjuggu skóg á vetrum, fluttu svo á vorin timburflek- ana niður eftir fljótinu til Belleville og gerðu sér á sumrin alt far um að láta eigendur veit- ingaskálanna og danssalarins njóta .sem bezt af vetrarkaupinu — og svo einstöku sinnum karlinn, sem sá um grafreitinn litla hinumeg- in skógarins. Á haustin drukku þeir og döns- uðu upp á það að borga, þegar betur stæði á; annars voru þeir við fiskiveiðar og dýra- veiðar, þangað til fór að snjóa. Pá tóku þeir aftur til skógarhöggsins'. — — Svo bar við einn góðan veðurdag snemma vors, að ókunnur maður kom ti! Tweed, og þá mátti nú segja að fólkið færi að sperra brýnnar og glápa. í fyrsta lagi kvaðst hann vera prestur, — og flytjendur orðsins sá- ust ekki oft þar um slóðir — og í öðru lagi gekk hann í síðum, svörtum frakka með háan hatt, og af þessu fór póstmeistarinn, sem ann- ars var álitinn að vera einna helzti maður í bænum, að klóra sér vandræðalega í höfðinu. Eg man eftir því, að einn sunnudagsmorg- un, stuttu eftir að eg kom til Twéed, þá spíg- sporaði eg niður götuna í tárhreinni manséttu- skyrtu; það voru einu leifarnar af almenni- legum fötum, sem eftir voru í koffortinu mínu. Pá mætti eg eina lögregluþjóuinum, sem til var í bænum; hann rak upp langt blístur, þegar hann sá mig, svo kom hann til mín, drap fingrinum á skyrtubrjóstið, dró annað augað í pung og sagði dræmt, en ákveðið: »Pú ættir að fara úr þessu, greyið mitt, annars gætu þínir heiðruðu meðborgarar hald- ið, að þetta væri ein af þessnm stálhlífum, sem þola skot, og færu svo að reyna hvað mikið hún þolir, og þá væri ekki gott að segja um afleiðingarnar.« Eg tók á rás heim til mín og fór í blóðrauða baðmullarskyrtu í slað hinnar. — Eg var því hálfhræddur um prestinn og afdrif hans og var að reikna út í huganum, hvað marga daga hái hatturinn hans yrði ó- skaddaður. »Hann kemnr vfst frá einhverri guðfræð- inga-smiðjunni þarna niðri í Ottawa,« sagði þriggja-fingra-VilIi og spýtti hæðilega um tönn, »það er »trúboðið« sem hefur borgað farið hans hingað; við erum heiðingjat, skiljið þið, drengir góðir, römmustu og argvítugustu heið- ingjar, sem þurfa að iðrast og gera yfirbót, og svo á þessi uppdubbaði gleiðgosi að blása trú og anda inn í okkar forhertu hjörtu; en við skulum sjá til, — við skulum bara sjá til,« og svo spýtti hann aftur og glotti íbygginn. Og áheyrendurnir, sem höfðu hlustað á með fulla gúlana af munntóbaki og blótsyrð- um, drukku úr glösunum, litu hver á annan og tautuðu: »Já, við skulum bara sjá til.« Presturinn, hann var ungur, fölur, hár og holdgrannur, eins og svo margir nýútskrifaðir guðfræðingar eru; hann fór að rækja köllun sína, hægt og hljóðlega, næstum því eins og hann væri feiminn. Hann hélt samkomu i barna- skólanum, en fáir komu þangað og þeir, sem komu, voru að reykja pípur sínar og skvaldra saman á samkomunni, taka fram í fyrir prest- inum, ýmist klappa honum lof í lófa eða þá 30

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.