Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Side 7
JAKOB ÆRLEQUR.
223
unni. Sumum hásetanum, sem ekki voru synd-
ii", lá við druknun, svo varaforingi varð að
setja út bát til þess að slæða þá upp; svo
náðust þeir allir upp aftur.
»Hann ’er altaf fremstur í flokki með alla
hrekki, strákskrattinn,« sagði kapteinninn við
varaforingja; »fylgið foringjanum* — það get-
ur stundum orðið nógu gott. Látið Tuma Be-
aseley koma.«
Við héldum allir að Tumi væri búinn að
vera.
»Heyrðu, kunningi,« sagði kapteinninn,
»leikur er leikur, en það eru ekki allir eins
vel syndir og þú. Eg hef ekki ráð á að missa
menn fyrir gapaskapinn úr þér. Gerðu þetta
ekki aftur. Eg óska þess ekki.«
Öllum þótti Tumi sleppa vel — en .það
v‘ssu líka allir, að hann var eftirlætisgoð kap-
teinsins.
*Bið forláts, herra,« svaraði Tumi með
uPPgerðar auðmýkt; »en mér sýndust þeir
svo skitnir, þegar þeir voru búnir að sverta
s,g v>ð skorsteininn, að mér fanst ekki veita
að skola af þeim.«
»Já, farðu og mundu, hvað eg hef sagt,«
sagði kapteinninn, sneri sér undan og glotti
svo skein í tennurnar.
En varaforingjann heyrði eg segja við kap-
teininn: »Hann er vel á við tíu aðra háseta í
skipinu, strákurinn. Hann heldur þeim kátum
°g fjörugum og gengur á undan þeim með
góðu eftirdæmi.«
ÁTJÁNÐI KAPITULI.
Meiri æfintýri. Eg losast.
Einn daginn var Tumi að klifrast upp í
reiða, 0g æpti hátt: >Skip, ó-hó.«
»Sagt til skips.«
»Hvar?« sagði varaforingi.
»Undir sól.«
*Elpp hærra—sérðu það ?«
*Já, herra, eg held það sé skonnorla, en
eg sé ekki lengra en ofan að stjórnrá.«
»Pað er einn þeirra,* sagði kapteinninn,
»hver sá hana?«
»Tumi Beaseley.«
»Altaf er hann heppinn sá strákur —nú verð
eg að gefa honum fimm gíneur í fundarlaun.
Hvernig er hún útlits, WiIson?«
»Lág skonnorta, svört, tortryggileg. Eg get
ekki séð portin, en eg býzt við hún hafi góð-
ar tennur. Hún liggur kyr í logninu eins og
við.«
»Svo verðum við að blístra eftir byr. En
við skulum samt vera við öllu búnir, hr. Knight
(varaforinginn).«
Ef nógu lengi er blístrað, kemur byrinn,
og hann kom að stundu liðinni. En skonnort-
an hafði horfið oss í myrkrinu eftir sólarlag-
ið. í dögun sást hún nálægt því í fjögra mílna
fjarlægð í norðvestri; það var eg sem sá hana
og flýtti mér að segja til þess.
Pegar birti mátti sjá að hún hafði sextán
fallbyssur og var því óárennilegt að ráða á
hana með bátum, og lágum við svo viðbúnir
með árarnar á lofti. Um hádegið fór ögn að
kula, en þó lítið, svo leið til kl, eitt, en ekki
kom byrinn. Svo lét kafteinninn bátana fara.
Rérum við svo nærri að við komumst í skot-
færi kaparans, og lét hann þegar heila hliðar-
hryðju skella á okkur með stórum kúlum. Kúl-
urnar fluttu kerlingar yfir bátana og við bjugg-
umst altaf við að vérða fyrir þeim. í sömu
svifum bar hæga golu yfir; hún fylti segl skonn-
ortunnar, svo að fjarlægðin jókst, en svo féll
golan og við færðumst nær. Skonnortan sner-
ist enn við okkur og fór að skjóta. Ein kúlan
kom í bátinn, sem eg var í, braut gat á hann
og særði tvo menn sem voru næstir mér. í
bátnum var bæði fallbyssa og skotfæri; fyltist
hann þegar af þunganum og hvolfdi, og einn
drengur fórst, en hinir komu úr kafinu og
héldu sér í bátinn. Hinir særðu menn urðu
skjótt máttvana af blóðmissi, sleptu tökum og
sukku, en hinum öllum bjargaði sá af okkar
bátum, er nær var.
Eg hafði fengið tréflís inn í vinstri hand-
legginn á mér, og þó eg héngi lengur á bátn-