Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Page 17
UNDRAMALMURINN RADIUM.
233
þrjá flokka, og hefur hver flokkaana fengið
nafn eftir grískum stöfum œ (alfa), B (beta) og
V (gamma).
Til þess að geislaröðin skiljist betur hefur
frú Curie teiknað myndina, sem hér fer á eftir,
sem táknar hvernig geislarnir haga sér undir
áhrifum segulmagns.
Radíum í Iítlu blýhylki og geislarnir,
sem út frá þvi stafa. — A B liggur í
segulfleti (Magnetisk Plan).
Alfageislarnir beygjast lítið eitt til hliðar
°g eiga því bágt með að komast í gegnum
Þétta líkama, geta t. d. hvorki komizt í gegn-
um pappír né gler. Ef radíumsalt er geymt í
glerhylki, þá komast engir alfageislar út. Und-
*r beru lofti hverfa þeir svo fljótt, að í fárra
sentimetra fjarlægð hafa þeir enga verkun.
Rannsóknii síðustu ára hafa leitt í ljós, að alfa-
geislarnir eru smáagnir (elektrónur) hlaðnar
með pósitívu rafmagni, en þessar agnir eru
a stærð við vatnsefnisatóm, og þeytast út frá
radíumsatóminu með 28000 kílómetra hraða á
sekúndu. Retta hefur þótt sæta miklum tíð-
'ndum.
Efnafræðingurinn Crooks hefur upphugsað
h'tið verkfæri, sem spinthariskóp kallast. Rað
er mjög einfalt og er í því ofurlítil málmnál,
sem hangir niður í upplausn af radíumssalti.
^ verkfærið er látið í nánd við plötu, sem
Þakin er með lýsandi brennisteinssinki, í myrkri,
N má í stækkunargleri sjá yfirborð hennar
'iómandi af ótal smálogum, sem kvikna og
slokna aftur á víxl. Retta eru smáagnir alfa-
geislanna, sem þeytast á móti plötunni og
framleiða eilífar eldglæringar þegar smáagnirn-
ar kastast gegn brennisteinssinkinu. Ef platan
er *ærð hl fáeina sentimetra fækkar neistunum;
og við takmörk geislaáhrifanna, sjást aðéins
örfá stjörnuhröp. — Þetta fyrirbrigði hefur
verið útskýrt á þá leið, að radíumatómin séu
stöðugt að splundrast í sundur í ótal smá-
parta, og með mjög hugvitssömum aðferðum
hefur tekizt að telja þessa smáparta, og niður-
staðan er sú að 1 gramm af radíum þeytir frá
sér hérumbil 136 millíarða af alfasmápörtum
á hverri sekúndu. Rað er að kenna smáögnum
alfageislanna að radíum brennir frá sér, þar
sem það snertir eitthvað. Komi radíum við
hörund, veldur það djúpum og illkynjuðum
brunasárum.
Betageislarnir hafa að ýmsu leyti öldungis
gagnstæða náttúru við alfageislana. Peir eru
samsettir af smápörtum eða elektrónum, sem
eru hlaðnir með negatívu rafmagni. Þeir þeyt-
ast út frá radíumatóminu með feikna flýti.
Eins og myndin sýnir, hafa þeir mismun-
andi stefnu, sumir bogna meira, en sumir
minna. Hinir síðarnefndu eru hraðastir, næstum
eins og sólargeislarnir, en þeir sem mest bogna
hindrast á göngu sinni af þunnu aluminium-
blaði, þar sem hinir géta komist í gegnum
margra millímetra þykka málmplötu. Pessi
hæfileiki þeirra að geta farið í gegnum önnur
efni er að líkindum að þakka því hvað flýtir
þeirra er mikill og smápartarnir litlir.
Pað hefir verið reiknað út, að hver smá-
partur sé V2000— Viooo partur af stærð vatns-
efnisatómsius, og hefur eðlisfræðingurinn Kauf-
mann því til skýringar bent á, að ein betaögn
sé í hlutfalli við eina bakteríu eins og baktería
við jarðarhnöttinn.
Gammageislarnir, sem geisla bein.t út og
verða ekki fyrir áhrifum neins segulmagns, eru
að öllum líkindum ekki efniskendir, heldur
bylgjuhreyfingar í eternum, sem framleiðast
af hinum smágjörvu betaelektrónum. Reir eru
öllum hinum geislunum fremri í því að kom-
ast í gegnum önnur efni, því þeir geta farið
í gegnum margra sentímetra þykt blý, og
menn hafa fundið að fáein sentígrömm af
brómradíum senda geisla í gegnum 30 sentí-
metra þykka járnplötu. 30