Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Page 18
234
NYJAR KV0LDV0KUR
Radíum er hið eina af þeim efnum, sem
menn nú þekkja, sem án finnanlegra ytri á-
hrifa greinir stöðugt frá sér rafmagn. Radíum
er ennfremur sjálflýsandi og að þessu leyti
einstætt i sinni röð, þar sem það sjálfkrafa, án
þess að nokkur birta hafi á það fallið, getur í
sífellu framleitt ljós. Ljósið kemur ekki einung-
>s frá yfirborði þess, heldur frá öllu efnismagni
þess, og er jafngreinilegt í 200° frosti eins og
við vanalegan hita.
Radíum er ennfremur frábrugðið öllum öðr-
um efnum í því, að það framleiðirsjálfkrafa og
stöðugt hita. Sölt þess eru nokkrum gráðum
heitari en umhverfið, og 1 gramm af radíum
framleiðir hérumbil 100 hitaeiningar (kalóríur)
á klukkutíma.
Ef að hver 1000 kílógrömm af sólinni
hefðu inni að halda 2^/a gr. af radíum, þá
væri það nóg til að samsvara allri hitaútgeisl-
un sólarinnar. Menn hafa fundið radíum í
stjörnusteinum (meteórum) og af því er víst,
að það hlýtur að vera í himinhnöttunum.
Ef mikið væri af radíum á jörðinni, þá
hlyti jörðin að vera heitari en hún er; bendir
þetta á að lítið sé af radíum á jörð vorri.
Geislamögnun. *) (Induceret radíóaktívitet).
Sérhver hlutur í nánd við radíum eða radíum-
sölt verður eftir nokkurn tíma radíóaktív, eða
geislamagnaður og tekur að senda frá sér
geisla, jafnvel þó hluturinn verði ekki beint
fyrir radíumgeisluninni og þó að engar radíutn-
agnir geti með ryki borist á hlutinn.
Ressi mögnun geislanna er þó aðeins um
stundarsakir. Um leið og hluturinn sendir frá
sér geislana, eyðist hæfileikinn, þar sem hins-
vegar radíum sýnist geta stöðugt sent frá sér
geisla. Rannsóknir Curie’s og Rutherford’s
benda á að hlutirnir, sem fyrir áhrifunum verða,
séu á yfirborðinu, huldir ósýnilegri slæðu af
áhrifamiklu efni. Með viðkvæmustu vog er eigi
unt að finna að hlutirnir þyngist, og með
skörpustu smásjá er ekki hægt að sjá neinar
agnir; en það sem bendir á að hér sé um efn-
*) Sbr. segulmögnun það, að segulmagna t. d.
jám:
isslæðu að ræða er það, að éiginleikinn hverf-
ur ef að hluturinu er núinn með rýju eða
sandpappír. Eins fer ef sterk saltsýra eða brenni-
steinssýra verkar á yfirborð hlutarins. Pó’hverf-
ur ekkert, heldur leysast efnisagnirnar upp í
sýrunum, því ef þær eru látnar gufa upp, þá
verður seinast eftir geislandi afgangur, sem
hverfur við upphitun.
Þessi fjarvirku áhrif, sem streyma út frá rad-
íum í allar áttir iíkt og hiti út frá ofni hafa
menn kallað emanatíón, þ. e. útstreymi.
Sé radíumsalt eða upplausn þess geymd í
luktu íláti t. d, glerhylki, þá ljómar loftið í
glerhylkinu og veggir þess fá radiumshæfileika.
Sé glerhylkið opnað, þá breiðist útstreymið út
um alt herbergið og stöðvast við veggina, sem
fá radíumsverkanir eins og alt annað.
Ef hármjó pípa liggur útúr glerhylkinu, þá
streymir emanatíónin út með flýti, sem er í
réttu hlutfalli við vídd pípunnar og gagnstæðu
hlutfalli við lengd hennar, en það er sama
lögmálið og öll loftkend efni fylgja.
Einnig í öðrum eiginleikum hagar eman-
atíónin sér eins og loftefni. Hún leysist upp í
vökvum, eins og t. d. vatni, og síðan er hægt
að rýma henni burt með suðu. Ennfremur
helst hún, þó glerhylkið kólni niðri 150° frost
og Ijómar eftir sem áður. Að öllu samtöldu
leiðir þetta oss til að skoða emanatíónina eins
og ósýnilegt loftefni, hlaðið með pósitivu raf-
magni, sem streymir stöðugt út frá radium, og
þetta loftefni legst yfir alla hluti, sem það
kemur í nánd við, eins og nokkurskonar dala-
læða, sem gæðir hlutina sömu verkunum og
radíum hefur.
Vegna rafmagnseiginleika emanatíónarinnar
getum vér nú fundið radíum, þó mjög lítið sé
til af því. Slikar rannsóknir hafa nú leitt í ljós
að radíum er víðasthvar í jarðskorpunni, því
emanatíón hefur fundizt á yfirborði jarðarinnar
bæði niðri við sjó og uppi á fjöllum, en
einkum niðrí brunnum og djúpum gryfjum.
Emanatíónin kemst uppúr jörðinni, þó hún sé
þakin þykkum ís og snjó.
Næstum allar uppsprettulindir flytja með