Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Síða 19
UNDRAMALMURINN RADIUM. 235 sér radíumemanatíón. Rað hefur nú komið í Ijós að margar af þeim lindum og ölkeldum, sem notaðar hafa verið til lækninga, eins og lindirnar í Karlsbad, Baden-Baden og Gastéin mnihalda töluvert af radíumemanatíón og halda fflenn nú að hin gagnlegu og læknandi áhrif þeirra séu að mestu radíum að þakka. Sérstak- lega hefur þetta vakið eftirtekt um Gasteinlind- nnar. Raer eru svo efnasnauðar, að þær virðast engu líkari en blávatni. Ressvegna hefur verið erfitt að skilja, hvernig var hægt að nota þær t'I lækninga. Svo er sagt, að einhverjusinni, er hinn frægi efnafræðingur Liebig var veikur, réðu vinir hans honum til að fara til Gastein, en hann vildi fyrst fá að rannsaka vatnið. Reg- ar hann hafði séð, hve efnasnautt það var, kvaðst hann ekki sjá neitt gagn í því að fara þangað. Hann lét þó tilleiðast og batnaði al- veS af að drekka vatnið. Karl sagðist ekkert ?hilja f hvernig á þessurn skolla stæði, en ver- 'ð gæti þó að vatnið væri gætt einhverju raf- magnsafli og sýnist svo, sem honum hafi rat- asf þar satt á mpnn. I Noregi hefur fundist radíum emanatíón með meira móti í lindum ýmsra baðstaða, eins og Lárvíkur, Modums og Sandfjarðar. Uér á landi hefur Rorkell kennari Porkels- s°n rannsakað með aðstoð Sigurðar læknis Jónssonar radíumemanatíón í hverum, laug- um og lindum, og hefir hann komizt að Þe'rri niðurstöðu að bæði í vanalegum upp- sPettulindum og í heitu lindunum sé emanat- 'onin svipuð og tíðkast í öðrum Iöndum. Eru Þv* iitlar horfur á að hér muni finnast fleiri radíumsnámur en erlendis. Meira. * Olánssamur innbrotsþjófur. Klukkan var þrjú um morguninn. í veit- mgahúsinu var alstaðar búið að slökkva, spila- húsið var harðlokað og allir í fastasvefni. *Nú er tækifærið komið,« sagði Arthúr Duksman við sjálfan sig. Hann stökk upp úr rúminu, þar sem hann lá í öllum fötunum, læddist út að glugganum á sokkaleistunum og opnaði hann. Úti var níðamyrkur og hann heyrði þytinn í laufi ttjánna úti í garðinum. Hann sá ekki handaskil. Síðan gekk hann að skápnum, tók úr hatt- tösku einni háan, gljáandi silkihatt. En upp úr honum tók hann tvo væna snærisstiga. Öðrum stakk hann í vasa sinn, en öðrum rendi hann út um gluggann og ofan á veggsvalirnar fyrir utan glugga á fyrsta lofti veitingahússins. Öðr- um endanum batt hann við gluggapóstinn sinn. »Nú verður það að ske,« sagði hann við sjálfan sig og byrjaði með mjög mikilli var- kárni að klifra niður stigann. Hann var þur í kverkunum og óttasleginn, eins og hann var vanur að vera, líkt og margir listamenn eru í i fyrstu skiftin, þegar þeir koma fram fyrir fólk- ið að sýna því listir sínar. Nú hafði hann æft þessa list við og við í 5 ár, og hafði aldrei verið tekinn fastur og eigi einusinni grunaður um slíkt athæfi. En altaf hafði hann gert það með þessum ótta, sem gerði líf hans næstum óbærilegt. Annars var Arthúr bezti drengur og vel upp alinn. Stúd- entspróf hafði hann tekið með bezta vitnisburði. Næstum allir félagar hans voru ríkra manna synir og dætur og faðir háns, gami Duksman, var vellauðugur byssukaupmaður, sem rakaði saman peningum og gaf syni sínum ótalið skot- silfur. Arthúr hafði þessvegna snemma lært það, hvernig ungir menn, sem fylgjast vel með tímanum, fara að því að sóa miklu, en vinna sér aldrei inn eyris virði. Hann var einungis búinn undir það að skemta sér alt Iífið, þegar faðir hans dó. Arthúr hafði nýlega lokið herskyldu sinni, þegar banka- hrun dundi yfir. í því misti gamli maðurinn allar eigur sínar á einum sólarhring. Rað þoldi gamli maðurinn ekki, svo dauðann bar snögg- lega að höndum til allrar hamingju fyrir sjálfan hann. í peningum lét hann eftir sig 2628 krónur, en skuldirnar voru tvær og hálf miljón, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.