Nýjar kvöldvökur - 01.10.1913, Page 24
240
NYJAR KVÖLDV0KUR.
Og reynum að halda í horfinu vel
því hugarins fleyinu veika,
þó móti oss standi oft stormur og él,
frá stefnunni látum ei skeika,
en öllu því ryðjum sem ekki er hreint
og innbyrðis má ekki hæfa;
og lærum að reyna, þó sæum of seint
að samtaka-máttur er gæfa.
Sigurður Pálsson.
Dúfan.
Aður út um glugga
arkardúfan smaug,
hulin skýja skugga
skelfd um loftið flaug.
Ekkert laufblað eygði,
aðeins bylgjuflóð;
inn í örk sér fleygði
aftur vegamóð.
Er vor augu líta
ekkert vonarstrá,
horfa’ á brimið hvíta
hafi tímans á;
ótt vor önd þá flýgur
yfir bylgjuflóð,
Guðs að hjarta hnígur
hrædd og vegamóð.
S. S.
Búmannsþula.
Fátækir þegar byrja bú
bresta vill efnin flést:
Jörðina, stúlku, ker og kú,
kvikfénað, reipi og hest;
fötu, trog, ausu, steðja og strokk,
stelpu, sem hirðir fé,
laupana, kláfa, reizlu og rokk,
rekkvoðir, kodda og beð;
skaröxi, hamar, sög og sekk,
sil, bækur, klyfberann,
skinnklæði, leður, röskan rekk,
reku, pál, torfskerann;
hrífu, orf, kláru, hefilbekk,
hundrakka viljugan;
kistu þarf líka, kopp og nál,
kerald og heykrókinn,
askana, reiðing, skafa og skál,
skyrgrind, pott, vefstólinn,
vetlinga, prjóna, snældu og snúð,
snúist á kvörnum mél,
baðstofu þá með brattri súð,
bæði þarf spón og skel,
hnakk og söðui, með klafa á kú,
kamb og vinstur, sem drýgir bú;
hnappeldu, vöggu, beizli og bönd,
brýni, hníf, járn og tré;
síu og kamb, — um svarðarlönd,
sízt mun þá blómgast fé. —
Hvíli eg mína haukaströnd;
hvað hef eg nú í té?
» * * *
» * * * •
Þulu þessa lærði eg mjög ungur af gömlum
manni, sem hafði lært hana í æsku, en var ó-
kunnugt um höfund hennar; en líklega er hún
ort á Suðurlandi. Af því mér virðist þulan að
sumu leyti talsvert merkileg, og af því, að hún
hefur líklega aldrei verið prentuð áður, datt
mér í hug að láta prenta hana í Nýjum Kvöld-
vökum.
Eg ímynda mér að einhverjir af lesendum
N. Kv. hefðu gaman af að lesa þuluna, og
svo væri alls ekki úr vegi, að ungu mennirnir,
sem eru í þann veg að byrja búskapinn, kyntu
sér hana, þar sem allflest búsgögn munu vera
talin hér upp. Auðvitað saknar maður nokk-
urra þeirra, sem nú þykja nauðsynleg, t.
d. allra kaffi-áhalda, og bendir það á, að
þulan muni vera gömul, og ort áður en kaffi-
drykkjan hófst á íslandi.
/. H.