Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 9
ÓLAFUR DAVÍÐSSON 55 snörum snillisvörum«,. segir vinkona hans, Ólöf á Hlöðum í erfiljóðum um hann. Þessarar gamansemi hans og fyndni gætir einkennilega lítið í ritum hans, þeim sem pi’entuð eru, enda er stíll hans með litlum séreinkennum. En í bréfum, er ég hef séð gætir þess aftur mjög. Eru þau oft skemmtileg með af- brigðum. Ólafur var tryggur maður og vinfastur, enda treguðu hann allir, sem nokkur kynni höfðu af honum haft. Eins og hann var barngóður var hann og hlýr og ástúðlegur gamalmennum þeim, er á vegi hans urðu. Mun það eigi lítið hafa létt honum starfið við þjóð- sagnasöfnunina, hversu auðveldlega hann vann hug og hjarta þeirra, sem hann kynntist. Á störf hans og starfshætti er áður minnzt að nokkru. Öllum ber saman um að hann hafi verið starfsmaður með af- brigðum og afkastamaður miklu meiri en almennt gerist. En hann vann mjög í skorpum og sló slöku við á milli. Einkum fara sögur af því, að á Hafnarárunum hafi líf hans verið allóreglusamt og slarkfengið með köflum, »þrekvirkin í þurrki heims, þorstlát verða stundum«, segir Fomólfur, og mun það rétthermi. Um þenna þátt æfi hans segir Einar Kvaran í áður nefndri grein: »Allt af vann hann þó með köflum eins og vík- ingur. Heilsan bilaði ekki á hverju sem gekk. Og hann spilltist ekki — alltaf var hann jafnáreiðanlegur í loforðum sínum, jafn hreinskilinn, sannorður og hrein- hjartaður.----------Það var eðli hans að vera sívinnandi, eins og hann gæti ekki 'Verið iðjulaus, og hann lék sér að því að vinna hvíldarlaust 16 stundir i sólar- hring við hvað sem var«. Aldrei spurði hann um það í störfum sínum, hvort nokkuð væri upp úr þeim að hafa. Auður og metorð voru ekki keppikefli hans í lifinu. Ég hygg að við- horfi hans til lífsins sé bezt lýst í niður- lagserindi erfiljóða þeirra, er Ólöf á Hlöðum kvað um hann: Þín tilhneiging þráði ekki tignarnafn, ei titlanna og auðs þér fékkstu safn, þér mátti vera hver maður jafn í metorða alríkinu. En allt sem nú yfir þér stynur þú eignaðist, fallni hlynur, barnanna og blómanna vinur. Akureyri 14. júlí 1935. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Skrítlur. Piltur, sem mikið barst á, en þótti ekki ráðdeildarsamur, kom að bæ, þar sem voru tvær heimasætur gjafvaxta. Gekk hann fyrir föður þeirra og bað yngri dótturinnar. Ekki er þess getið, að hann hafi haft orð á slíku við stúlk- una sjálfa. Bóndi svarar ekki öðru en þessu: »Ég skal segja þér góðurinn minn; hún getur farið á sveitina, þótt hún hafi ekki mann í eftirdragi«. Kona nokkur, sem uppi var í Breiða- fjarðareyjum fyrir síðustu aldamót,, hafði eitt sinn lent í skipstapa og komust allir lífs af nema einn, sem Jón hét. — Mörgum árum seinna komst hún þannig að orði: — »Nú eru allir dauðir, sem drukknuðu, þegar ég drukknaði, nema Jón heitinn, sem dó«. Hún átti við, að allir, sem í skiptapanum lentu væru dauðii' nema hún.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.