Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 13
í AUSTFJARÐAÞOKUNNI
59
Gvend! Víst áttirðu erindi við mig, piltur
minn, og það er að koma þér í kristna
jörð til forfeðra þinna«. Og Jón gamli
er ekki sá maður, að hann skorist undan
að gera manni greiða. Lífs eða liðnum.
»Jú, jú. — Þetta skal verða gert, pilt-
ur minn, og það ósvikið! — Nú kemur að
góðu haldi rekatréð mikla, sem forsjónin
sendi hérna á fjörurnar á þorranum! —•
Það var svo sem ekki að ófyrirsynju, að
ég réðist í að fletta því hérna í vor, þó
í nógu öðru væri að snúast. — En þetta
hefur lagzt í mig, frændi sæll! Já, víst
hefur það svo. Og fjalirnar eru þér vel-
komnar. Þessar líka fjalirnar! Umandi
viðurinn, 10 og 12 tonmiu borð! — Það
skal fara vel um þig, frændi sæll!«
Jón gamli kinkar vingjarnlega kolli til
segldúksströngulsins í afturskutnum. —-
Hann er ekkert að velta þessu fyrir sér
frekar, né brjóta heilann um það. Þetta
er honum nægileg skýring og úrlausn
málsins. Allt verður að hafa sinn gang.
Og viðburðirnir um nóttina höfðu svo
sem haft sinn sýnilega tilgang. Ekki bar
á öðru. Hver gat svo sem efast um það?
Undir morguninn sviptir sundur þok-
unni, eins og fortjaldi. Jón gamli fær
landsýn og sér Höfðatindinn stinga koll-
inum upp í heiðan himininn. Snýr hann
nú stafni að landi og leggst fast á árarn-
ar. —
Morgunsólin kveikir í þokuslæðunum
og brennir þær af hafinu. Flóinn liggur
blikandi bjartur, eins og geysivítt hring-
svið með þokutjöldum á alla vegu.
En nú fer Austfjarðaþokan að hugsa
sér til hreyfings. Hún lyftir í pilsin og
stikar léttstíg og sólljúf upp fjallahlíð-
arnar. Uppi á brúnunum nemur hún
staðar dálitla stund og glettist við smala-
strákana. Hún felur fyrir þeim ærnar og
slekkur á sólinni sem allra snöggvast. Nú
er hún eintómur gáski og ungmeyjar-
ærslar. Hún tyllir sér hátt á tá. Dansar
upp eftir liæstu tindunum, hvirflast út í
bláinn og hverfur.
---- i—--♦--—-------
Austfirzkar ambögur.
Þeim fækkar óðum sérfræðingunum í ambög-
um og »einkennilegheitum«, og' munu nú flest-
allir þeirra til moldar gengnir. Að lokum verð-
um við »jafnaðarmennirnir« einir eftir. En
skörðin liinna standa tóm og' verða ekki fyllt,
því miður. — Frá smalaárum mínum man ég'
eftir kalli fjörgömlum, víðfrægum bögubósa.
Eru hér tvær g'lefsur eftir honum, og' þarf sú
fyrri engrar skýringar við: —
»Aumingja Jóna Þolleifarasonur, búinn að
fjúka báða báta sína. Skrattinn gefi henni það,
eins gott að binda betur!«
Einu sinni lenti karl í snjóflóði, og' varð það
honum til bjargar, að hann sneri upp í loft »og
náði andanum«, en taldi sig mundu hafa kafn-
að, »hefði andlitið snúið niður. Sagðist Gísla
ganila svo frá:
»Ég datt og drap mig'. Það var guðslukka að
ég slasaði mig. Andinn sneri niður, ég kafnaði
strax«. — —
»Bar’ ef ég' lofa guði að lifa, meðan ég' klæði
mig' í fótinn, þá skal ég lúskra ykkur, piltar«,
sagði Hallgrímur heitinn Víglundsson, er strák-
ar voru að erta hann.
Alkunn er þessi klausa um land allt, en í
mismunandi útgáfum:
»Barn fæddist á Birnufelli á laugardaginn
kemur. Var piltur hét stúlka, Oddur eftir ömmu
sinni, minnti mig' það dó«.
Karl nokkur frétti af manni, sem orðið hafði
bráðkvaddur. Varð honum þá að orði:
»Það vild’ égj að guð minn almáttugur gæfi,
að ég verð’ ekki sjálfdauður«. —
H. V.
8*