Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 20
66
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
jafn hátt og um fullan hraða væri að
ræða, mjakaðist sleðinn ergilega hægt.
Loks tók hann að þokast upp eftir
jakahaftinu. Ranworth hafði valið létt-
færustu leiðina; en samt varð sleðimi að
klifra upp ísvegg, sem hallaðist að
minnsta kosti þrjátíu gráður.
Það svarraði í ísnum, þegar tinda-
keðjurnar grófu sig niður í hann. Stund-
um ætlaði sleðinn að renna; en hann hélt
ótrauður áfram upp á við, líkt og fluga,
sem skríöur upp stofuvegg.
Aftur gaf Ranworth merki um, að
hreyflana skyldi stöðva. Sleðinn var nú
úti á yztu ísbrún. Leslie sá sjóinn breiða
úr sér tutugu fetum fyrir neðan þá.
— Þetta verður vandasamt verk, sagði
Ranworth. Heldurðu að hann þoli það?
— Það gerir hann sjálfsagt, svaraði
Leslie öruggur.
— Bara að hann brjóti sig nú ekki
okkar vegna, svaraði Ranworth og hló
hranalega. Það er gagnslaust að stanza,
þegar komið er fram af brúninni.
— Viö verðum að hætta á það, sagði
Leslie.
Hann hafði örugga trú á útreikningum
og áætlunum föður síns. Eftir þeim átti
sleðinn að þola vel tuttugu og fimm feta
hátt stökk ofan í sjóinn.
— Jæja, sagði Ranworth. En það er
engin ástæða til að við hættum allir líf-
inu, ef tveir nægja.
Guy og hásetarnir fengu skipun um að
fara úr sleðanum og bíða á ísbrúninni,,
þrátt fyrir mótmæli þeirra. Ef svo illa
tækist til, að hliðarnar brotnuðu, mundi
sleðinn sökkva eins og steinn, og Leslie
og Ranworth mundu ekkert tækifæri
hafa að sleppa lífs frá því. En þá gætu
þó Guy og hinir tveir snúið aftur til >Po'-
larity«.
Leslie fannst það mesta ranglæti gegn
Guy að hrekja hann út úr þessu notalega
farrými og út í svo bitran kulda.
Guy horfði hvíðafullur á sleðann, sem
hreyfðist hægt áfram. A blábrúninni
hékk hann andai-tak og hélt jafnvægi.
Svo stakkzt hann fram af og skauzt eins
og ör ofan í sjóinn.
Það leið drykklöng stund unz sleðinn
kom aftur í ljós. Guy til gleði leit hann
út fyrir að vera óskemmdur.
Sjórinn fór að ólga undir hvössum aft-
urenda hans. Leslie hafði sett sjóskrúf-
una af stað. Að reyna til að nálgast ís-
brúnina aftur með hjálp loftskrúfanna,.
hefði verið óðs manns æði.
Sleðanum var stýrt gætilega inn að ís-
brúninni. Guy og hásetarnir festu kaðal
við haka, sem þeir höfðu vandlega skorð-
að í sprungu, og þannig renndu þeir sér
niður á sleðaþakið. Þaðan fóru þeir ofan
um op, er var á lofti farrýmisins.
Þegar sleðinn varð laus við ísinn,
stefndi hann norður á bóginn. Loftskrúf-
urnar voru settar af stað, og farartækið
rann eftir haffletinum eins og sjóflug-
vél með tuttugu og fimm mílufjórðunga
hraða á klukkustund.
Sjórinn var auður, og Leslie gat ekið
fullum hraða. Það var engin hætta á, að
loftskrúfurnar gætu rekizt á rekís. Ran-
worth hafði ákveðið að nota þær til að
ná þeim mesta hraða sem auðið væri. Ef
þær unnu með sjóskrúfunni, gátu þær
aukið hraðann um 25 af hundraði.
— Þetta gengur bærilega, Leslie, sagði
Ranworth hrifinn. Þú kannt, svci mér,
Iagið á hreyflunum.
— Það gengur hreint ekki svo illa,
svaraði Leslie yfirlætislaust.
Ferðinni var samt ekki langt komið,
þegar Ranworth kallaði skyndilega:
— Líttu upp, Leslie! ís fram undan!
Á að gizka mílu fyrir framan þá virt-
ist hinn opni sjór vera þrotinn. Svo
langt sem séð varð, lá ísrönd, sem vera
mundi tíu feta há yfir vatnsborð.
Leslie dró óðar úr hraðanum, tók loft-