Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 21
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU
67
skrúfurnar úr sambandi og lét sleðann
nálgast ísinn með hægri ferö, eða um
tíu mílufjórðunga hraða.
Það var auðséð, að ísflákinn var víða
rofinn af þröngum álum.
íshellubrúnin var nálega lóðrétt og
það virtist hrein og bein fásinna, að sleð-
inn kæmist þar upp.
— Hefðum við getað flogið, væri auð-
velt að sigra þessa örðugleika, hrópaði
Ranworth. En þar sem sleðinn getur
hvorki flogið né kafað, verðum við að
finna önnur úrræði.
— Kannske við getum fundið nógu
breiðan ál fyrir hann, sagði Guy.
— Það er hugsanlegt. Ég ætla að
spyrja Rogers um álit hans.
En er hinn reyndi heimskautsfari
heyrði hugmyndina, hristi hann höfuðið
ákveðinn.
•— Það er of mikil áhætta, sagði hann.
ísinn er alltof óáreiðanlegur. Ef sleðinn
klemdist inni í einhverjum álnum, mundi
hann molna eins og eggskurn.
-— Hverju stingið þér þá upp á? spurði
Ranworth óþolinmóður. Þér hafið reynsíu
í þessu efni.
— Jæja, það bezta, sem við getum
gert, er að fara nokkrar mílur vestur.
Rekísinn nær aldrei mjög langt — senni-
lega ekki lengra en klukkustundar ferð.
— Þetta ráð líkar mér, Rogers, sagði
Ranworth.
Þá var haldið af stað meðfram ísnum.
hraðinn var minnkaður til muna, ef vera
kynni að fyndist leið geg'num ísinn.
Payne tók við stjórn, meðan Ranworth
athugaði hina löngu og lágu ísrönd í
sjónauka. Leslie og Guy settust við einn
gluggann og horfðu út yfir sjóinn.
Allt í einu steig vatnssúla í loft upp,
svo sem þrjátiu til fjörutíu metra há, á
að gizka í hundrað metra fjarlægð á
stjórnborða.
Þá kallaði Rogers upp, svo hátt, að
drengirnir hrukku saman:
— Þarna blæs hann!
Þegar hásetinn mundi hvar hann var
staddur, bætti hann við í afsökunartón:
—- Mér fannst ég vera um borð I
gömlu »Söru Ann« frá Hull aftur. Þetta
þarna er hvalur. Og við höfum ekki svo
mikið sem skutul meðferðis!
— Er ekki bezt, að þér breytið stefnu,
Payne ? spurði Ranworth. Við viljum
helzt ekkert við hvalinn eiga.
— Þarf ekki, svaraði stýrimaðurinn
sannfærandi. Þetta eru huglausir aum-
ingjar. Þeir flýja eins og...
Einhverri dökkri þústu skaut upp tæp-
um fimmtíu feturn frá þeim. Það kom í
ljós, að þetta var sporður á heljarmikl-
um hval.
Hann löðrungaði sjóinn og hvarf í iðu
af löðri og freyðandi öldum, sem olli
veltu og ruggi á vélsleðanum.
— Það var gott, að við vorum ekki
nær sporðinum á þrælnum, hrópaði Guy.
Þetta var þó, svei mér, skellur!
■— Nú er hann farinn í bráðina, sagði
Payne. Það mun líða hálftími eða meira,
þangað til hann kemur upp aftur. til að
anda.
Guy var alls ekki viss um það, eftir
hina fyrri misheppnuðu spásagnartilraun
Paynes. Efi hans var fljótlega staðfest-
ur, er Rogers rak upp aðvörunaróp og
sagði, að hvalurinn væri aftur kominn
uiDp nokkur hundrum metra fyrir aftan
þá.
— Nei, annað eins hef ég aldrei séð,
hrópaði hann. Þetta hef ég aldrei séð
hval gera. Aukið hraðann; hann kemur
á eftir okkur!
Gamli hvalveiðamaðurinn hafði á réttu
að standa. Skepnan, sem hélt sleðann
vera einn úr sínum hóp, gerði sig líklega
til að ráðast á hann.
Leslie setti loftskrúfurnar í samband
Q*