Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 23
ÆFINTÝRI. ÚR ÍSHAFINU
69
öryggis hjuggu þeir merki í ísinn, sem
.átti að vísa þeim veg til sleðans, svo að
þeir lentu ekki á villigötum.
Er þeir höfðu gengið eina enska mílu,
án þess að finna nokkra breiða sprungu
í ísinn, nam Ranworth staðar.
Heimsskautsfararinr leituðu skjóls
gegn kuldanum undir jaka einum og
hvíldu sig í fjórðung stundar. Það var
varla nokkurt orð talað á meðan. Menn-
irnir voru of þrekaðir eftir ferðina um
hrjónóttan ísinn í þessum nístingskalda
norðangjósti.
Aftur lögðu þeir af stað. Þegar þeir
höfðu enn farið tvær mílur, komu þeir
auga á auðan sjó. Loks höfðu þeir fundið
leiðina, eftir þreytandi göngu þá vega-
lengd, sem sleðinn mundi hafa runnið á
fimm eða sex mínútum.
— Ég hygg það sé bezt að við flýtum
okkur til baka, sagði Rogers hásum rómi
og benti til norðurs. Það snjóar þarna.
það virðist vera reglulegur kafaldsbylur.
Hásetinn hafði verið nærfærinn.
Áður en þeir höfðu gengið mílufjórð-
ung til baka, huldist hin daufa sólkringla
og vindurinn færðist i aukana. Hann
hvein tilbreytingarlaust og sópaði ísflák-
ann.
Sama hugsunin lagðist yfir þá alla, en
enginn þeirra hætti á að segja neitt.
Nú, þegar veðrið óx svo skyndilega,
var sleðinn í hættu staddur. Ef stjórarn-
ir losnuðu eða kaðlarnir slitnuðu, mundi
sleðann reka frá ísnum og leiðangurs-
rnennirnir vera glataðir.
Og nú kom kafaldsbylurinn þjótandi.
Hann hófst með sterkri vindhviðu, er
hafði nálega feykt þeim öllum flötum.
X.
Danðasvefninn,
Það var heppilegt að flokkur Ran-
'Worths átti undan vindi að sækja, því að
það hefði verið ógerlegt að hafa sig á
móti. Þeir sáu varla handaskil, og innan
skanmis mundu merkin í snjónum vera
afmáð.
Stefnan var nú eingöngu á ábyrgð
litla áttávitans, sem Ranworth hélt á í
hendinni.
Þeir runnu í spori og duttu hvað eftir
annað.
Einu sinni rasaði Guy og valt út af í
snjóskafli. Hann var dauðþreyttur og
virtist snjórinn svo þægilegur. Hann á-
kvað þá að hvíla sig ofurlítið og ná fé-
lögum sínum síðar. Hann var þegar hálf-
sofandi. Þegar hann lagði höfuðið ofan
á handlegg sér, var svo dásamlegt að
liggja þannig.
í sama bili leit Leslie við af tilviljun.
Guy var horfinn.
Leslie kallaði til hinna og benti aftur
fyrir sig á einhverja dökka þústu, sem
óljóst sást gegn um kófið.
Hinir stönzuðu ósjálfrátt, meðan Leslie
sneri við og flýtti sér þangað, er Guy
lá.
— Komdu nú, — fljótt! sagði hann.
Hann kraup niður við hlið félaga síns
og kallaði inn í eyra hans: — Þú mátt
ekki leggjast hér til svefns.
Eina svarið frá Guy var syfjuleg
höfuðhreyfing.
Leslie leit örvilnaður í áttina til sam-
ferðamannanna. Þrjár hvítar verur
stríddu móti veðrinu.
— Hefur hann meitt sig? spurði Ran-
worth.
— Ekki held ég, svaraði Leslie.
Foringinn gaf Rogers og Payne bend-
ingu, og þeir hjálpuðu Leslie til að koma
Guy á fætur. En þrátt fyrir það vildi
drengurinn ekki hreyfa sig.
Ranworth sá, að þetta ástand þurfti
ákveðinna úrræða. Iiann lyfti hendinni
og sló Guy í andlitið.