Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 26
72 NÝJAR KVÖLDVÖKTJR — Það er Payne, var svarað. Hlaupið hingað svo fljótt sem þið getið. Hér er sleðinn' og ekkert að honum. — Guði sé lof! hrópaði Rogers. Okkur er borgið. Herra Ranworth, heyrið þér, — Payne hefur fundið sleðann. Hann segir að hann sé í lagi. 'Svör Ranworths voru djúpar hrotur. Þó að þeir héldu honum uppi steinsvaf hann. — Geturðu ekki komið með sleðann hingað? kallaði Rogers. — Nei, ertu frá þér? svaraði Paype. Ég kann ekkert að fara með svona farar- tæki. Takið nú til fótanna og komið. — Getur verið að það sé réttast, sagði Rogers við félaga sína. Taktu undir ann- an handlegginn, Leslie. Guy getur hvílt þig bráðum. Við skulum fá hann til að ganga. Hásetinn og Leslie leiddu Ranworth milli sín og knúðu hann til að ganga,. þar til blóðrásin örvaðist. Þá tók hann að mótmæla, fyrst sljólega, en smám saman ákafara, þar til hann fékk fulla rænu. Hinir þrír urðu þó að styðja hann. Það voru nærri þrjár enskar mílur fyrir endann á flóanum og þangað, er Payne hafði staðið. Þegar þeir áttu eina mílu ófarna, kom hásetinn á móti þeim. — Það var heppni fyrir ykkur,. að ég fór, drengir, byrjaði Payne. — Ég skal þakka þér ennþá meira, ef þú villt hjálpa mér hérna, sagði Rogers hvasst. Hann hafði neitað, að láta dreng- ina komá í sinn stað. Þú skuldaðir mér fimm krónur, svo að það var ekkert fall- egt af þér að hlaupa frá okkur. —Látum fortíðina eiga sig, sagði Pa- yne og tók undir handlegg Ranworths. Þeir gengu þegjandi um stund. — Nú erum við komnir, sagði Payne að lokum. Það er bezt að ganga hægt, hér er svo hált. Hann benti á allbreiða brekku, er hall- aði niður að sjávarmáli. Varla tólf fet frá ísnum lá sleðinn, bundinn að framan og aftan, hér um bil í sömu stöðu og þegar leiðangursmennirnir gengu frá honum. Hann hafði Iegið í skjóli við ísbrúnina, og sú ein breyting var orðin, að brekkan var lítið eitt brattari en áður, því að ís- inn hafði eyðst neðan, undir vatnsborð- inu. — Ég hef gert ný þrep, hélt Payne á- fram. Kannske ég hlaupi um borð eftir kaðli. Það gæti ef til vill bjargað sum- um okkar frá baði. Tíu mínútum síðar var allur hópurinn kominn út í hið litla skip. í hálfgerðri leiðslu fengu þeir sér ögn að borða,, og köstuðu sér síðan algjörlega máttvana upp í rekkjurnar. Nú gátu þeir hvílzt, án þess að eiga á hættu að sofna dauðasvefni. X. Yftr íshafftð. — Sprettið á fætur, piltar! Leslie opnaði augun, þegar þessi á- kveðna skipun ómaði um litla klefann. Skipunin kom frá John Ranworth. Svefninn hafði styrkt hann svo, að harin hafði að fullu náð sínum gamla vilja- þrótti. Leiðangurinn hafði ekki tíma til að eyða einu einasta augnabliki framar. Guy var enn jafn-syfjaður, þegar h'ann var vakinn. Rogers og Payne voru óá- nægðir og værukærir. Sleðinn Iá enn við ísbrúnina, 'festur við kaðlana tvo, en meðan piltarnir höfðu sofið, óx halli brekkunnar, og var hún nú orðin eins brött og rishátt húsþak. — Við megum engan tíma missa, sagði Ranworth. Við skulum koma sleðanum upp á ísinn. Svo getum við borðað morg- unverð á leiðinni. Meöan hásetarnir drógu inn kaðlana.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.