Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 28
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
— Það er eins gott að fá kúlu í höfuð-
ið eins og —
— Fjórir.
— Að deyja smám saman í þessari —
— Fimm.
— Að deyja smám saman, segi ég —
—■ Sex.
—• 1 þessari ömmiegu líkkistu.
— Sjö.
— Héma, á ég við.
— Átta.
— Verið þér rólegir. Ég- sagði —
— Níu.
— Burt með þessa skammbyssu. Ég
slaka til. Hvað er það, sem þér viljið
láta okkur gera?
— Það var skynsamlegt, sagði Ran-
worth hvasst. Ef þér verðið fljótir að
komast að verki, þá mun ég gefa yður
upp sakir í þetta sinn. Þið tveir verðið
að fara í land og festa tvo stjóra í
brekkubrúnina og bíða svo frekari skip-
ana.
Hásetarnir tveir hjuggu nú ný þrep
í ísinn og unnu verk sitt sómasamlega,
þótt þeir sýndu ekki neinn áhuga fyrir
því.
Og nú, Leslie, hélt Ranworth áfram,
verðurðu að hjálpa mér við að rekja
sundur segidúksstrangana. Það var sorg-
legt, að þetta skyldi koma fyrir. Við get-
um ekki treyst hásetunum. Við getum
ekki framar sofið allir samtímis. Meðan
ég man, — þessi skammbyssa er ekki
hlaðin. Nú, ég skal hlaða hana snöggvast.
Segldúkurinn var breiddur á ísinn og
festur við stjórana. Hreyflarnir voru aft-
ur settir af stað, hjólin látin falla,. og
sleðinn tók að hreyfa sig.
Hœgt mjakaðist hann upp á ísinn.
Hjólin fengu góða viðspyrnu í segldúkn-
um, og sleðinn skreið upp brekkuna. Til
allrar hamingju var dúkurinn nýr og
sterkur, svo að hann dugði. Það leið ekki
á löngu, þangað til sleðinn náði efri
brekkubrúninni og var kominn heiiu og'
höldnu upp á tiltölulega flatan ís.
Þegar búið var að losa stjórana og*
vefja segldúkinn saman, komu Rogers
og Payne inn aftur. Þeir voru ennþá fúl-
ir í skapi, og er þeir höfðu fengið sinn
hluta af máltíðinni, sem Guy hafði mat-
búið, drógu þeir sig út úr hópnum og
inn í aftasta klefann.
— Ef til vill verða þeir í betra skapi,
er þeir hafa matazt, sagði Ranwoi*th,
eins og sakir standa læt ég eins og þeir
væru hér ekki.
Sjö mínútum eftir brottför þeirra frá
suðurbrún íssins, rann sleðinn niður
sléttann halla og út í sjóinn.
Tuttugu mílna breitt sund lá nú milli
þeirra og nálægasta hlutans af Nova Ca-
nia.
— Svo að það er þetta, sem þeir eiga
við, þegar þeir segja, að ísinn ryðji sig
snemma, sagði Ranworth, þegar hann
leit aftur í áttina til íshellunnar, sem
stöðugt fjarlægðist. Það verður erfitt
fyrir »Polarity« að komast gegnum þetta
íshaft. Við erum heppnir, ef við finnum
hana við Desolation Inlet, þegar við kom-
um aftur.
Leslie og Guy höfðu nú náð sér að
fullu eftir hralcningana á ísnum.
— Guy, sagði Ranworth stuttu síðar.
Þú getur ef til vill hvílt mig við stýrið.
Hafðu vakandi auga á ísreki. Ég hef þeg-
ar mátt sneiða hjá nokkru af því. Þú
æfist fljótt í að stýra.
Guy, sem ekkert hafði á móti því, að
fá eitthvað að gera, tók nú við stýrinu.
— Hérna er stefnan, hélt Ranwortli á-
fram og benti á áttavitann, norð 88°
aust. Ég ætla að hvíla mig um hríð.
Segðu mér til, óðar og þú kemur auga á
land.
Ranworth hafði afhent Guy stýrið af
tveim ástæðum. Hann vissi að nauðsyn
bar til, að einn þeirra væri ávallt á verði,