Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 32
78
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
eða D. R. P. (dignus rei publicae), o:
samboðinn ríkinu o. s. frv. Og svo var
bætt við stöfunum 0 V F (oro vos faci-
te), o: gerið svo vel að kjósa. Gesturinn
skilur þetta allt mæta vel, því að hann
hefur séð svo oft þessu líkt í öðrum borg-
um og veit, hvað við er átt. — Hann
staðnæmist öðru hvoru til að horfa á
skildi gullsmiðanna og annara iðnaðar-
manna, því að mörg þeirra eru haglega
gerð, og með viðeigandi lotningu staldrar
hann við, þar sem hann sér mynd eða
altari Venusar, sem er verndargyðja
borgarinnar. Meðan hann er að horfa á
eina slíka mynd, heyrir hann hljóðfæra-
slátt og hófadyn frá einni hliðargötunni,
sem liggur ofan frá torginu, og sér
skrúðgöngu nálgast. Fremst ganga fjórir
menn, sem bera á öxlum sér stóra,
skrautklædda kvenmynd, sitjandi í burð-
arstól. Það er Venus frá Pompeji, sem
verið er að bera um borgina í helgigöngu,
og gesturinn stendur kyrr og starir á
eftir hópnum, þangað til hann hverfur
austur úr.
Nú er að byrja að skyggja og gest-
urinn hugsar til heimferðar í gisti-
húsið, því að skammt er á milli rökkurs
og myrkurs í Suður-Ítalíu. Það er svo
sem enginn vandi að rata eftir Stabiæ-
götunni í hálfdimmunni, því að þótt eng-
in götulýsing sé, þá er kveikt á svo mörg-
um lömpum í verzlunar- og vínsölubúð-
unum, að birtu leggur yfir þvera götuna.
Aftur á móti er dimmt í hliðargötunum,
og bregður þar þó sumstaðar fyrir Ijós-
glætu frá gluggasmugu. Þeir, sem þang-
að eiga erindi í myrkrinu, verða að lýsa
sér með skriðljósi eða blysi. — Gestui'-
inn fer heim og leggst í hvílu sína. Hann
liggur nokkra stund vakandi og hugsar
um það, sem fyrir augu og eyru hefur
boi'ið, en svo lokar hann augunum og
gefur sig svefninum á vald.
IV.
Það var mánudaginn 1. okt. 1934 að-
mig bar að Sjóhliðinu í Pompeji. Það
var kyrrt veður, heiður himinn og glaða.
sólskin, 30 stiga hiti í forsælu. Ég fékk.
leiðsögumann til að sýna mér borgina,
því að ókunnugur maður fær ekki áttað
sig á neinu eða ratað innan urn rústirnar.
Leiðsögumaðurinn var italskur, en talaði
bæði ensku og þýzku; var auðheyrt, að
hann þekkti hvern krók og kima, út-
skýrði allt, sem að sjónum bar og svaraði
hverri fyrirspurn skilmerkilega. Við-
gengum inn um Sjóhliðið í suðvestur-
homi borgarinnar og brugðum okkur
snöggvast inn í safnið, sem þar er á
hægri hönd. Gefur þar að líta fjölda
forngripa, allt frá snyrtiáhöldum kvenna.
niður í bökuð brauð úr ofnum borgar-
manna. — Frá safninu er stuttur spölur
inn að aðaltorginu (foro civile). Má það
óhætt teljast merkasti hluti borgarinnar,
því að þar eru musteri guðanna og flest-
ar opinberar byggingar í einni hvirfingu..
Nú er torgið aðeins svipur hjá sjón við-
það sem áður var, því að ekki er annað
eftir en undirstöður bygginganna og
mismunandi háir bútar af súlunum, sem
þökin hafa hvílt á; þar sem áður hafa
staðið myndastyttur og önnur listaverk,
standa nú auðir stallarnir eftir, og ann-
að fer eftir þessu. En af brotum þeim og
munum, sem fundizt hafa, er þó hægt að
gera sér nokkurn veginn í hugarlund,,
hvernig þar hefur verið umhorfs í forn-
öld. Þegar inn á torgið kemur, er á hægri"
hönd afar stór rúst, sem kölluð er basi-
lika; er hún 55 metra löng og 24 metra
breið. Voru slíkar byggingar dómhallir
og kauphallir borganna fornu. Beint á
móti er musteri Juppiters, en þar fyrir"
innan er aflangt svæði, 142 metra langt'
og 38 metra breitt; er það umlokið þre-
faldri súlnaröð og hefur verið þakið yf-
ir á tveim hæðum, svo að þar hefur verið-'