Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 35
-Jóhanrt Frímann: Þegar eg var í munkaklaustri. — Brot úr ferðasögu. — Vorið 1926 dvaldi eg mánaðartíma í Benediktínaklaustrinu Saint Maurice í Clervaux suður í Ardenafjöllum. Þótt dvöl mín þar yrði eigi lerigri en þetta, er hún mér fyrir margra hluta sakir einn hinn minnisstæðasti kafli æfi minnar. Eg geri þessa klaustursvist að umræðuefni í stuttri grein. Það er bæði, að eg hef sjálfur gaman af að draga þetta vogrek minninga minna undan sandi, áður en nýir viðburðir og ný gleymska hefur náð að má það gersamlega út, og eins er eg ekki vonlaus um, að einhverjum kunni að þykja dægradvöl nokkur að þessari frá- sögn. Eg tek það skýrt fram þegar í upp- hafi, að eg geri enga tilraun til þess að rita fræðilega grein um klaustur og klausturlifnað, og því síður gefa nokkra guðfræðilega skýringu á þessum merki- legu fyrirbrigðum, né ræða kaþólsk við- horf yfir höfuð. Til þess að slíkt mætti takast, þyrfti sjálfsagt margar greinar á borð við þessa,. og auk þess skortir mikið á, að eg sé nokkur fræðimaður í þessum efnum, því að kynni mín af klaustur- og munkalifnaði eru bæði lítil og yfirborðs- teg, en eg hirði ekki að fljúga með lán- uðum fjöðrum að þessu sinni, með því að tara í sparðatíning úr fræðibókum og heimildarritum um þessa hluti, en kýs heldur að leika að eigin brotasilfri, þótt sundurlaust og ósamstætt sé. Menn mættu ætla, að 19 ára ungling- Ur> sem tékur upp á því að ganga í klaustur, þótt ekki sé nema um stundar- sakir, hljóti að vera óvenjulega trú- hneigður og guðhræddur. Eg vil nú eng- anveginn sverja fyrir alla trúhneigð, en eg er þó hræddur um, að mér kippi að því leyti í kynið til flestra landa minna, að eg sé fremur tómlátur í trúarefnum og alls ólíklegur til þess að Ieggja á mig föstur og pyndingar vegna minnár eilífu velferðar, og því síður vegna kaþólskra dýrlinga og annarra helgra manna. Enda verð eg að játa að örinur atvik — og af allt öðrum toga spunnin — ollu því, að eg Iagði af stað í þetta fremur óvenju- lega ferðalag: Þennan vetur og þann næsta dvaldi eg við nám í Danmörku. Skömmu fyrir hafði faðir Jón Sveinsson, eða »Nonni«, sem flestir íslendingar kannast við, ferðast um og gist þýzk og frönsk klaustur og flutt þar erindi uin ísland og íslendinga. Munkarnir og á- bótinn í Saint Maurice í Clervaux urðu svo hrifnir af þeirri frásögn, að þeir buðu honum að senda til sín nokkra unga íslendinga, er kynnu að hafa hug á að kynnast kaþólskri trú og ldausturlífi suð- ur þar, og skyldu þeir hafa ókeypis dvöl í klaustrinu um lengri eða skemmri tíma. Sökum atvika, er hér skal ekki skýrt frá, skrifaði Jón Sveinsson mér og bauð mér að fara, og ef einhverjir landar mínir og félagar vildu slást í förina, voru þeir og- velkomnir. Af því varð þó ekki, heldur réðist eg einn til suðurgöngu um Þýzka- 11

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.