Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 41
ASKJA 87 og svo úfinn og brunninn, að ekki var viðlit að koma hestum þar yfir. Hefir hraunið runnið niður úr Suðurskörðum, og nokkuð af því fallið suðaustur með Vattsfelli að sunnan, en sumt fram af fjöllunum. Er hægt að komast yfir það niðri í hlíðinni og upp með því að norð- austan, og þá hægt að ríða gegn um skarðið og allt að Öskjuvatni. En nú vorum við komnir í kreppu og skorti kunnugleik til að vita, hvar leita átti á hraunið. Þeir Tómas og Þóroddur gengu því upp á fjallseggina til að litast um. Blasti þá Askja við þeim í allri sinni dýrð. Sömuleiðis höfðu þeir þaðan ágæta sýn til jökulsins. Eftir stutta dvöl á fjallinu komu þeir til baka. Gerðum við þá enn árangurslausa tilraun til að kom- ast yfir hraunið með hestana, en þegar það tókst ekki, gáfum við þeim hey undir hraunkanti nálægt lækjarseyru. Varð Tómas þar eftir hjá þeim til að gæta ’þeirra, en við hinir gengum yfir Suður- skörð, inn í Öskju. Var það um /2 stund- ar ferð frá hestunum. Þegar við komum nokkuð upp í hraun- ið, hætti að rigna og sá til sólar. Var því hið fegursta veður meðan við dvöldum í Öskju. Lögðum við af okkur vosklæðin á skarðinu til þess að létta okkur göng- una. — Skarðið er örstutt, með afarhá- um tindum beggja vegna. Eru grænar skellur efst í tindunum, líklega mosi, annars er hér allt ein grjótauðn. Niður úr skarðinu norðanmegin er dálítil brekka, og við rætur hennar upptök hraunsins, sem rann í nóv. 1922. Geng- um við norður með því að austan, milli hrauns og hlíða, niður að vatninu. Ekki mun hægt að lýsa Öskju svo, að sá, sem ekki hefur komið þar, fái glögga hugmynd um hana, enda hygg ég, að hvergi í víðri veröld sé slíkur töfraheim- "ur. Mættum við íslendingar gjarnan færa yfir á hana oi’ðtæki ítala og segja: »Sjá Öskju og deyja síðan«. Hún er nokkuð, sem einungis verður séð með eigin aug- um, nokkuð sem enginn getur notið nema sá, sem þangað brýst. Einu myndirnar sem af henni verða gerðar eru þær, sem gestirnir fara með í huga sínum; og þær eru og verða einungis þeirra eign. Hversu fegnir sem þeir vilja, geta þeir ekki miðlað öðrum af þeim auði. En sjálfir hafa þeir líka eignazt þar verðmæti, sem þeim endist æfilangt. — En þeim hefur líka verið vakin þrá, sem aldrei deyr, þrá sem er bæði laðandi og sár, sú þrá að sjá Öskju aftur. Þar er allt skrum skáld- anna um þrá elskendanna orðin veruleiki, ef manni leyfist að nota svo hversdags- lega líkingu um slíka perlu, sem Askja er. — 1 hverju er þá öll þessi dýrð fólgin? mun lesandinn spyrja. Því svara ég svo: Farðu sjálfur og sjáðu. — Hafir þú kom- ið inn í stóra dómkirkju, þegar ekki er verið að messa og enginn er þar nema kirkjuvörðurinn, hefur þú kannske lykil að skilningi á því, hver töframáttur Öskju er. Engin orð og enginn pensill geta nokkra úrlausn veitt. — Ég hafði oft brosað og jafnvel hæðzt að mönnuhi, sem með hrópi og handapati létu í ljósi hrifningu sína af fegurð náttúrunnar; en þegar ég kom á brún Suðurskarða og sá það, sem þaðan sést, sagði ég hvað eftir annað: »Þetta er dáscvmlegt, þetta er dásamlegt«. Ég veit ekki hvers vegna ég var að tauta þetta. Ég þurfti ekki að taka það fram vegna félaga minna. Þeir sáu það vel. Það hlýtur hver að sjá, sem þar stendur í slíku veðri sem nú var. Og þó tautaði ég þetta fyrir munni mér. — Fyrir því hef ég hvergi oröið annarstað- ar. — Framundan er botn Öskju eins og útbreitt landabréf. Næst er nýja hraunið, kolsvart með rauðleitum gígum hingað og þangað. Sumstaðar hafa síðari hraun- straumar sópað hálfum gígunum burtu,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.