Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 42
88 NÝJAR KVÖLDVÖKUR svo þeir standa eftir eins og brotinn baugur. Þegar að hraunröndinni kemur, sést að það er eins og hrúgald af hraun- grýti og svo brunnið, að það molnar und- an fæti. Má það heita ófært hverju kvik- indi ófleygu. Vestan og norðan við þetta braun, sem í sjálfu sér er ekki stórt, er hraunbreiðan mikla og forna, sem þekur allan botn Öskju, ein samfeld dökk eða grábleik flatneskja, ein ógnar auðn. En austur með Þorvaldstindi að norðan ligg- ur Öskjuvatn, um 4 km. frá austri til vesturs og máske helmingur þess á breidd eða vel það. Enginn vindblær gár- aði vatnsflötinn, engin bára gjálfraði við vikurröstina í fjörunni. Ekkert hljóð heyrðist. Slík heljarþögn er einungis á innstu öræfum landsins. Klettar, nokkrir tugir metra á hæð, eru að vatninu vestan og norðan, en að sunnan og austan ganga fjöllin sjálf þverhnýpt fram að vatninu 300—400 m. há. — Við setjumst á kletta- brúnina við suðvesturhorn vatnsins og lítum yfir skolgrænan vatnsflötinn. Aldrei höfum við séð vatn með líkum lit. Það er undarlegt að hugsa sér að þetta mikla vatn skuli ekki vera fullra 60 ára gamalt og fyrst fyrir fáum árum vera búið að ná fullum vexti. Nú er það talið 200 m. á dýpt og flötur þess liggur álíka hátt yfir sjávarmál og hæstu tindar Kinnarfjalla. Leirgulir froðukúfar sýn- ast fljóta á vatninu. Við vitum að það er vikur. Austarlega í vatninu sunnanverðu er einmanaleg eyja, gígur sem nýlega hefur myndazt. Uppi í hlíðinni sunnan við vatnið eru reykjarmekkir. Þar eru brennisteinshverir. Langt í fjarska við norðausturhorn vatnsins, sér fyrir stór- um gíg. Það er gígurinn Víti, sem hellti vikri og ösku yfir Austurland á annan í páskum 1875. Þaðan barst þá askan til Noregs og Svíþjóðar, svo vitað er með vissu, og að öllum líkindum miklu lengra. t hlíðinni austan við vatnið sjást þrír ný- legir hraunstraumar, sem runnið hafa niður í vatnið. Hafa þau hraun öll mynd- azt eftir 1920. —- Og þarna í vatninu eru leifar Þjóðverjanna, sem drukknuðu þar 10. júlí 1907. — Hér er margs að minn- ast, þótt tiltölulega sjaldan hafi verið hingað komið. En tíminn er alltof naum- ur. Hér vildi ég mega dvelja heila vikui — Við stöndum upp og klöngrumst nið- ur að vatninu. Eg tek vatn upp í lófa minn og sýp á því. Ég má til með að bragða þetta merkilega vatn. En bragðið- er vont eins og af öðru vatni hér, en ó— gleymanlegt eins og annað í Öskju. Við klifrum upp aftur og horfum enn yfir vatnið af bakkanum. Við höfum enga hugmynd um að við erum ekki einu mennirnir i öskju þenna dag. En annar hópur ferðamanna, sem komið hefir inn um Öskjuop með Pétur í Reykjahlíð í fararbroddi, er einmitt nú við norðaust- urhorn vatnsins. Það fréttum við síðar. Við höldum aftr til baka upp í skarð- ið, en förum hægt og lítum annað slagið til baka. Það er svo erfitt að slíta sig- frá þessu öllu og fá aldrei að sjá það aftur. — Langt í norðvestri þykjumst við sjá Jónsskarö, og allur fjallahringurinn kring um Öskju blasir við. Mér ógnar að ekki skuli vera hér vetrarlegra en er, einungis einn og einn snjódíll í fjöllun- um. En ekki er hér mikið um líf. Enga plöntu sáum við nema skófir, og ekkert dýr nema eina mýflugu, sem líklega hef- ur fengið frítt far með einhverjum okk- ar neðan úr Suðurárbotnum. Þokan er farin að saínast á tindana, og því verð- um við að hætta við að ganga á Vattsfell. Við stönzum í skarðinu, í-ennum augun- um í síðasta sinni yfir Öskju, og höldum svo suðaustur af. Þegar við komum til Tómasar var hann búinn að vatna hestunum og þeir búnir að éta lyst sína. Við bundum þá. því saman og settumst að snæðingi, lyst-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.