Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 44

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 44
Bókmenntir. Íslenzkar þjvðsögur. Safnað hefur Ólafur Daviðsson. I. bindi. Otgef- andi Þorsteinn M. Jónsson. Akur- eyri 1935. Þjóðsögurnar fyrnast aldrei. Þær fylgja öllum þjóðum frá vögg'u til grafar. Frumstæðum þjóðum sem menningar- þjóðum. Þær spretta upp úr hugarheimi og sálarhræringum alþýðunnar. Þær eru ándardráttur lífsins, er tekur svipbreyt- ingum og stakkaskiptum eftir ástæðum: árstíðum, lífskjörum, umhverfi o. s. frv. Frásagnarblær, stíll og málfar fer þá eftir þroskastigi þjóðarinnar. Þjóðsagan er því ætíð sköpuð í þjóðarinnar eigin mynd. Skilgetið afkvæmi hennar. Efni þjóðsagnanna er ætíð lífið sjálft, í frumstæðum, einföldum en stórskorn- um dráttum. Draumur og vaka saman- tvinnað. Hversdagslegir viðburðir, sem lífið er hlaðið úr, tengdir saman með sál- rænum hræringum: ugg, geig, ótta og kvíða og ofurhræðslu, eftirvænting og þrá, sorg og gleði, hatri og ást — og ó- dauðlegri leit mánnsandans eftir úrlausn allra fyrirbrigða lífsins, þótt á lágu stigi sé. — Þannig myndast þjóðsögur. Spretta upp úr lífi alþýðunnar eins og gróður úr jörðu. HuldufóIkssögunuðr t. d. hafa ef- laust upprunalega sprottið upp draum- bjartar, sólskyggðar sumarnætur úr huga þeirra, sem vökt-u á mörkum tveggja heima, og líkamnast í mýralæðu og skuggaskiptum næturinnar, þegar mannshugurinn var svefnlj úfur, sálnæm- ur og draumþrunginn, með öll sálræn skilvit opin og hlustandi, — og skyggni út yfir hinn skammsæja hring hversdags- lífsins. Dranigasögurnar rísa upp úr ömurleik kvíða og sálarsorta skammdegisins og vetrarnæturinnar. Tröllasögitrnar úi; hauststormum og heljarleik hrikalegrar náttúru og hamrafjalla. Útilegurrumna- sögior úr öræfaþoku, eftirleitum og hausthríðum. Þess vegna eiga þjóðsögur svo mikil og sterk ítök í oss, að þær eru hluti af oss sjálfum. Hræringar huga og sálar, óljósar og ósjálfráðar — oft aðeins grun- ur eða geigur, eru eins og lítið örstutt stef, raulað í rökkri, sem alþýðan síðan semur heilt lag utan um, þannig að stef- ið gengur gegnum allt lagið. — Eða þá ujjpistaöa, sem einstaklingar og ættir síðan vefa í, oft og tíðum fáránlegustu liti og gerð, svo að voðin að lokum getur orðið efni í furðulegustu flíkur. — Þann- ig myndast þjóðsögur smátt og smátt á löngum tíma í ótal útgáfum og mynd- breytingum, unz sagan, fullkomnuð og föst liggur fyrir og verður skráð og skjalfest. Höfundur »fyrirfinnst enginn«. Það er þjóðin sjálf. — Þareð þjóösagan er svo lengi að mynd- ast og mótast, tekur hún smásaman á sig svip tíma og tíðaranda og menningarstigs þess, er þjóðin stendur á. Má lesa margt út úr þeim dulrúnum. Enda er það við- fangsefni sérmenntaðra vísindamanna, »folklorista« eða þjóðfræðinga — að rekja þær slóðir aftur á bak, — stundum gegnum lönd og álfur, t. d. þroskaferil ævintýranna, sem rakinn er til suðrænna sóllanda og alla leið austur á Indland. Af þeim ástæðum skera ævintýrin sig svo oft úr meðal annara þjóðsagna. Það er oft svo bjart yfir þeim. — Hér hjá oss myndast fegurstu ævintýrin oft í sóldraumum barnslegra sálna. — Jæja! — Þetta eru nú bara hugsanir,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.