Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 46

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 46
Pierre Mille: Járn-María. Saga þýdd af Friðrik J. Rafnar. Ég veit ekki hvort hún hefur nokkurn- tíma átt nokkurt ættarnafn, svona eins og annað fólk, sem annaðhvort ber nafn föður síns, eða þá, ef ekki vill betur til, móður sinnar. En lifnaðarhættir hennar voru talsvert sérkennilegir og rákust nokkuð víða á gildandi lög viðtekins vel- sæmis. Braskarinn, sem flutti hana yfir til Afríku, hafði komið henni af stað með því að telja'henni trú um að ferðin væri ekki nema eins og frá París til Ver- sailles; um sjóferðina þurfti ekki að tala, það þurfti bara að fara yfir ör- mjóan fjörð, og eftir svo sem tvo tínja yrði komið til lands, sem væri alveg eins og Frakkland, nema bara að mennirnir í Afríku væru miklu höfðinglegri í öllum viðskiptum, heldur en heima. Þess vegna var hún búin að standa í marga daga á þilfarinu á öðru farrými, og stara full af eftirvæntingu yfir hafflötinn og leita að húsunum, kaffi-kránum og torgunum á ákvörðunarstaðnum. Hún var samferða tveimur öðrum stúlkum, Pasiphaé, stórri, ljóshærðri stúlku, og Carmen, stúlku frá Vallandi. Eftir þriggja vikna ferð nam skipið loks staðar við ósana á gulleitu fljóti. Það var eins og jafnvel sólarljósið sjálft væri mettað af þéttum raka, og það fyrsta sem María tók eftir, þegar hún kom á land, voru óteljandi krossmörk, sem stungið var niður í blauta jörðina. Þetta var þá bærinn, — fyrsta stöðin í nýtekinni nýlendu, miðdepillinn í fram- tíðarríki, þar sem sigurvegararnir bjuggu ennþá í kofum, sem að mestu voru byggðir úr leir, timbri og hálmi, og bú- ast mátti við að þá og þegar flytu í burtu af blautri jörðinni. En 500 hvítklæddir og einkennisbúnir menn heilsuðu Maríu, Pasiphaé og Carmen með háværum fagn- aðarópum; menn glöddust yfir komu skipsins, sem færði þeim kveðjur að heiman, og yfir hvítu þrælasölunum, sem fluttu þeim konurnar. Carmen og Pasiphaé grétu. »Við deyjum hér«, sögðu þær, »hér deyjum við áreiðanlega«. Þeim var fenginn bústaður, þar sem þær áttu að halda til og selja sig. Það var kofi, byggður um bambusreyr, og veggirnir voi'u þaktir með gömlum aug- lýsingum frá París. Það voru engir gluggar á veggjunum, en myrkrið lá eins og líkklæði yfir rúmfletunum. Nokkrir af ágengustu mönnunum, sem þær ekki þorðu að stjaka út, voru þegar komnir inn úr dyrunum. ‘ »Hér deyjum við, deyjum......« María horfði steinhissa á stúlkurnar, án þess að skilja nokkurn hlut í, hvers vegna þær voru að gráta og við hvað þær vær.u hræddar. Það er oft mikil ógæfa að vita framtíð sína fyrirfram, þegar ekkí má sköpum renna. En María var að upp- lagi svo áhyggjulaus og ætlaði engum illt, að hún gat alls ekki skilið að neitt væri að óttast. I París hafði hún ekki átt sjö dagana sæla og oft lent þar í hætt- um; hún hafði oft orðið að sofa á mis- jöfnum stöðum og snemma kynnzt harð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.