Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 50

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 50
96 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Fyrst mun hann hafa vaknað við það, að Roger læknir viðurkenndi og virti dyggðir þessarar vesalings vændiskonu. Hún gat ekki gleymt deginum þeim, þeg- ar yfirhershöfðinginn heilsaði henni frammi fyrir fánanum og faðmaði hana, eins og hún hefði verið hrein og flekk- laus kona, deginum þegar hermennirnir færðu henni blómin- Og sérstaklega gat hún ekki gleymt hinum löngu, en þó fyrir hana svo dýrmætu vikum, þegar sóttin geysaði, og hún hafði annað að gera, en að stunda hina sorglegu og tilbreytingar- lausu köllun sína. Það var læknirinn, sem hafði gripið hönd hennar og kynnt hana fyrir yfirhershöfðingjanum með þessum orðum: »Þetta er hjúkrunarkonan okk- ar!« Með honum hafði hún unnið dag og nótt og hvað eftir annað lagt líf sitt í hættu yfir fársjúkum mönnum. Honum hafði hún gefið hjarta sitt allt og hún tilbað hann með glóandi, en feiminni og hreinni ástarkennd. Hún hafði aldrei þorað að biðja hann um neitt, nema mynd af honum og litlu dóttur hans, sem var heima í Frakklandi, því hann var giftur. Hann hafði lítil- lækkað sig til þess að verða við þessari beiðni hennar, en þó ekki fyrr en hann var búinn að láta hana lofa sér því, að sýna myndina aldrei neinum. Það loforð hafði María haldið, en myndin var henn- ar dýrasta og helgasta eign. Þegar hún var alein og örugg um að engin sæi til, gleymdi hún sér við að skoða myndina. Henni var einhver gleði að því að lækn- irinn skyldi eiga barn. Það kom fyrir að hún hugsaði um það alla nóttina og dreymdi þá hina fjarstæðustu vöku- drauma. En hin skýra og rökvísa brjóstgreind hennar kom henni til hjálpar- Hún reyndi að vísa öllum hugarórum á bug og ávítaði oft sjálfa sig fyrir að gefa sig á vald þeim draumórum, sem á allan hátt voru ósamræmandi atvinnu hennar. En litlu negrakrakkarnir komust fljót- lega að því, að hjá Maríu áttu þeir at- hvarf og fengu margt. Smástelpurnar. roguðust með dúkkur, sem sumar voru skreyttar með böndum og glerperlum,.. sem voru ómetanlegir fjársjóðir, og með hár, sem var eins gert eins og á fullorðn- um negrastúlkum, sem sé greitt í þykkan vöndul, sem hékk niður á bakið og var svo beygt upp eins og hundsrófa. Þær láu oft allan daginn fyrir utan kofann hennar og léku sér og mökuðu sig í hvít- um sandinum, til þess að líkjast henni, María þvoði þeim svo aftur og gaf þeirn. sykur. Og foreldrar barnanna álitu Maríu einhverja góða og volduga dís. Heiðursmerki þau, sem Maríu höfðu ver- ið sýnd, eftir að sóttin var gengin um garð, höfðu haft mikil áhrif á hina inn- fæddu. Þeir drógu af þeim þá ályktun, að það hefði verið María, sem sigrað hafði pestina. Hún var oft kölluð til negrakvennanna í barnsnauð. Hún hjálpaði þeim ekkert, heldur bara sat kyrrlát og hugsandi með- an þær veinuðu og engdust á hálmfletun- um. En brátt varð sú trú almenn, að með nærveru sinni hræddi hún alla illa anda í burtu og færði ungum konum hjálp og- blessun- (Prh.).. Hún: Hafið þér heyrt að Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið? Hann: Það getur ekki átt sér stað. Ég sá hann í gærkveldi á Hótel Borg og þar var hann að dansa við ljómandi fallega stúlku. Hún: Já, það er rétt, en konan hans- sá hann þar líka.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.