Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Síða 9
MATTHÍAS JOCHUMSSON 3 Orti Matthías öll minnin við hátíðahöldin og var þar á meðal lofsöngurinn: Ó, guð vors lands, sem brátt varð á allra vörum. Var hann nú orðinn þjóðskáld í fremstu röð. Um þetta leyti kom út Svanhvít, safn af ljóðum frægra höfunda þýddum af Matt- híasi og Steingrími. Á þessum árum samdi hann einnig nokkur'leikrit t. d. »Vesturfar- ana« og »Hinn sanna þjóðvilja«. Sex ár hafði hann ritstjórn Þjóðólfs á hendi og orti jafnframt ógrynni af kvæðum. Árið 1880 sótti svo Matthías á ný um prestsembætti og var veittur Oddi á Rang- árvöllum. Þangað flutti hann næsta vor og bjó þar til ársins 1887 að hann flutti til Ak- ureyrar. I Odda þýddi hann »Brand« Ibsens og á þeim árum kom út fyrsta kvæðasafn hans 1884. Á Akureyri bjó hann svo þau 33 ár æfi sinnar er eftir voru, fyrst sem þjónandi prestur til aldamóta, en síðan á eftirlaunum og skáldalaunum frá landssjóði. Mörgum sinnum fór hann utan á þessum árum og ritaði og orti ógrynni öll. Meðal annars gaf hann út í tvö ár, 1889—90, blaðið »Lýð«. Hann samdi leikritin »Helgi magri«, »Jón Arason« og ljóðleikinn »Aldamót«. »Grett- isljóð« komu út 1897, »Chicagoför mín« 1893, »Frá Damnörku« 1905, »Sögukaflar af sjálfum mér«, gefnir út eftir dauða skáldsins 1922. Auk þess þýddi hann hinn mikla sagnabálk »Sögur herlæknisins« eftir Z. Topelius, »Gísli Súrsson«, sorgarleik eftir Mrs. Barmby, »Bóndann«, ljóðflokk eftir norska skáldið Hovden. Þá er ótalið hið mikla ljóðasafn hans, er út kom í fimm bindum á árunum 1902—1906 og Davíð Östlund gaf út. Mun ennþá vera óprentað ljóðasafn eftir Matthías, er mundi jafngilda tveimur til þremur álíka bindum í viðbót. Er það naumast vansalaust eða við það un- andi fyrir íslenzka þjóð, að eiga enn ekki greiðan aðgang að röskum þriðjungi af kvæðum þessa listaskálds. Matthías Jochumsson andaðist á Akureyri 18. nóv. 1920, viku síðar en honunr höfðu hlotnast margvíslegar sæmdir á 85 ára af- mæli sínu, elskaður og virtur af öllum lands- lýð. Baráttan hafði oft verið hörð, en hún var giftusamlega til lykta leidd, þar sem hinar umstríddu hugsjónir voru leiddar til öndvegis í hugum og hjörtum þjóðarinnar. Meiri hamingju hefir enginn til brunns að bera, en ef honum hefir hlotnazt að vitka og göfga þjóð sína með fögrum og mann- úðlegum hugsjónum. BRÉFIN. Hér hefur nú verið drepið á mörg helztu ritverk Matthíasar Jochumssonar og fer þó auðvitað fjarri að öll kurl komi til grafar. Þarf eigi neina að minna á allan þann ara- grúa af greinum í blöð og tímarit, er hann reit alla æfi, fyrir utan stólræðurnar, sem vafalaust eru mikið ritverk út af fyrir sig og sennilega allmerkilegt. Enn eru ótalin öll bréf hans. Það sem komið hefir í leitirnar af þeim er geysinhkið safn að vöxtum. Sein sýnishorn af þeim gaf Menningarsjóður ís- lands út þykkt bindi á aldarafmæli skálds- ins. Það er stór bók, um 800 bls., bréf til hér uin bil fimmtíu manna og hefir Stein- grímur Matthíasson annast útgáfu bréfanna og ritað formála. Útgáfan er öll hin prýði- legasta, prýdd mynduin af Matthíasi á ýms- um tímum æfinnar og tveim rithandarsýnis- hornum. Mun þessi bók í framtíðinni verða meginheimild allra þeirra, er um Matthías rita, starf hans og stríð. Hún er merkileg sálarfarslýsing andlegs stórmennis, glamp- andi af viturlegum hugsunum og skáldleg- um tilþrifum. En þeim mun dapurlegra er til þess að hugsa, að skáldið verður oft að slá botninn í miðja samræðu af því að hann skortir ýmist pappír eða fé fyrir burðar- gjaldi undir bréfin. Gildir hér líkt og Bjarni Thorarensen kvað til Jóns Þorlákssonar: »fyrr eg aldregi fátækt reiddist«. Hér verða nú tekin nokkur dæmi úr bréf- 1*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.