Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 15
MATTHIAS JOCHUMSSON 9 ÁVÖXTUR BARÁTTUNNAR. Það mætti halda lengi áfram að dvelja við andríkið í bréfum sr. Matthíasar, hið unaðslega hugmyndaflug, hina ótrúlega víð- sýnu og fjölþættu skapgerð og hina stór- brotnu trúarhugsjón hans. En það er von- andi, að enginn láti sitja við að lesa þessa stuttu útdrætti, sem hér eru skráðir, heldur nái sér í bréfin og lesi þau margsinnis sér til sálubótar. Þessi bréf eru vitnisburður um baráttu og umbrot stórbrotinnar sálar, sem segja má um að hafi verið of stór fyrir sína tíma, sálar, sem var svo alhliða, að það er eins og hvergi vanti streng: vitið og tilfinn- ingarnar, skopið og alvaran, en þó einkum fjörið, hið takmarkalausa andlega fjör ein- kennir þessi bréf. Og með því að allar sálir verða að heyja hina sömu baráttu til skiln- ings og sjálfsþróunar, er þessi vitnisburður Matthíasar, hins andríka skálds, óviðjafnan- legur, ekki aðeins sem heimild um hann sjálfan, heldur og sem heimild um mann- legt sálarlíf yfirleitt. Þau eru brunnur, sem hægt er að sækja í ótæmandi lærdóma. Matthías kemur eins og hvirfilbylur inn í trúarlegt molluioft hinnar íslenzku þjóð- kirkju. Meðan allt var hér í andlegri deyfð og sinnuleysi, fer rödd hans um landið eins og hvellur stormlúður. Menn hrökkva við og horfa í fyrstunni til hans efandi og tor- tryggnir, fullvissir um það, að hann sé á villigötum. En smám sáman átta menn sig þó á því fleiri og fleiri, að fyrir munn skáldsins Matthíasar, talar einungis hið bezta og viturlegasta, sem til er í vorri kristnu trú — hið andríkasta og háfleyg- asta. Einungis frá voldugri sál getur borizt sú organ-rödd, er í sálmum hans hljómar. Þetta var að lokum viðurkennt af æðstu menntastofnun landsins, Háskólanum, er hann kaus sr. Matthías heiðursdoktor í guð- fræði, skömmu fyrir dauða hans. EINN í GRASGARÐINUM. Það er auðvelt að sjá þetta nú, þegar þær trúarskoðanir sem Matthías barðist fyrir, hafa um þriðjung aldar verið að nú vaxandi ítökum í hugum og hjörtum þjóðarinnar. En tíu árum fyrir aldamót, meðan hann stóð ennþá mitt í baráttunni, skrifar hann sr. Valdimar Briein, þeim vini sínum, sem hann var alla æfi einna samrýmdastur, og sem var andríkt skáld og kennimaður eins og hann: »Mikil sorg er það fyrir mig, hvað þú get- ur lítið fylgzt með hinu langmerkasta deilu- máli vorra tíma, deilunni uin trú og vísindi. Þá væri þó að m. k. einn maður á íslandi, sem sampíndist inér... Að þú samt sampín- ist mér, kemur af þínu göfuglyndi, sem þar fer út fyrir öll rýmileg takmörg. En þó mín dogmatíska trú sé eins og niðurlagsfat, þá ætlaðu ekki að mitt 30 ára stríð láti þann eiginlega kristindóm í páfans og keisarans hendur. Nei, allt sem að verulegu gagni kemur, þvi held ég og því heldur mannkyn- ið til daganna enda«. Svona einmana var hann þá í baráttunni, að jafnvel hans nánasti skólabróðir og sam- verkamaður skildi hann ekki — svona ein- mana var hann, þegar hann orti flest sín dásamlegustu trúarljóð og sína guðdómleg- ustu sálma. Það er eigi að furða, þótt hann hrópi stundum til drottins síns »gegnum myrkrið svarta líkt og út úr ofni æpi stiknað hjarta«, hrópi eins og Goethe og biðji um meira Ijós: »Gef mér dag í dauða dag fyrir allt það myrkur, drottinn lífs míns Ijómi líf og sálar styrkur. Bættu þessa blekking, bættu þennan söknuð — sorglegt væri að sofna, sál, sem rétt er vöknuð! 2

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.