Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 26
20 NÝJAR kvöldvökij r Hann rétti hinum bréfið, og Kara las það í hljóði. »Vissara að taka marghleypuna með yð- ur«, sagði hann, um leið og hann rétti Lex- man bréfið aftur. John Lexman leit á úrið. »f>að er heil klukkustund eftir ennþá, en ég þarf nærri því tuttugu mínútur til þess að koinast til Eastburn Road«. »Ætlið þér að hitta hann?« spurði Kara hálf hissa. »Vissulega. Ég get ekki látið hann konra hingað heim og gera uppþot, en það er sennilega það, sem hann ætlar sér, þorpar- inn sá arna«. »Ætlið þér að borga honum?« spurði Kara þýðlega. John svaraði ekki. Það voru sennilega 10 pund alls til í húsinu, og ávísun, sem hann átti að fá greidda daginn eftir, nam 30 pundum. Hann leit aftur á bréfið. Það var ritað á pappír af óvenjulegri gerð. Yfir- borðið var hrufótt nærri því eins og þerri- blað, og sumstaðar hafði blekið drepið út í pappírinn. Bréfinu hafði auðsjáanlega verið stungið inn í umslagið í svo miklum flýti, að sendandi hafði ekki tekið eftir þessari óvenjulegu bruðlun með bréfsefnin. »Ég ætla að geynra bréfið«, sagði John. »Ég held það sé alveg rétt af yður. Vas- salaró veit sennilega ekki, að það varðar við lög að skrifa hótunarbréf, og þetta myndi vera rnjög háskalegt vopn í höndum yðar í vissum tilfellum«. 1 einu horni stofunnar var ofurlítill ör- yggisskápur, og John opnaði hann með lykli, sem hann tók upp úr vestisvasa sín- um. Hann opnaði eina af stálskúffunum, tók upp blöðin, sein lágu í henni og lagði bréfið þar í staðinn, ýtti svo skúffunni inn og aflæsti henni. Meðan á þessu stóð, hafði Kara nákvæm- ar gætur á honum, og var eins og að hann hefði meira en venjulegan áhuga á því, sem Lexman hafðist að. Skömmu seinna bjó hann sig til ferðar. »Ég hefði gjarna viljað fara með yður á þetta nýstárlega stefnumót«, sagði hann, »en því tniður hef ég í svo mörgu að snú- ast. Lofið inér að brýna fyrir yður að taka með yður marghleypuna, og undireins og rninn dásamle'gi landi gerir sig líklegan til að ganga nærri lífi yðar, skuluð þér taka hana upp og láta hana klikka einu sinni eða tvisvar. Annað né meira munuð þér ekki þurfa að gera«. Grace reis upp frá píanóinu, er Kara kont inn í litlu dagstofuna, og tautaði nokk- ur algeng orð um, að sér þætti leiðinlegt, hve gesturinn hefði staðið stutt við. Kara vissi svo sem nógu vel, að hér fylgdi ekki hugur nráli. Hann var tnaður gersamlega laus við ímyndunarveiki. Þau spjölluðu saman dálitla stund. »Ég ætla að gá að, hvort bílstjórinn yð- ar er ekki sofnaður«, sagði John Lexnran og gekk út úr stofunni. Það varð ofurlítil þögn, er hann var far- inn. »Ég býst ekki við, að yður sé nein sérleg gleði í því að sjá mig«, mælti Kara. Þessi bersögli hans var all nærgöngul fyrir hana, og hún roðnaði ofurlítið. »Það mun alltaf gleðja mig, mr. Kara, að sjá yður og hvern sem er af vinum mannsins míns«, svaraði hún rólega. Hann laut höfði. »Það er alltaf talsvert að vera vinur mannsins yðar«, mælti hann, og svo var eins og hann allt í einu rankaði við ein- hverju. »Ég þyrfti að fá með mér bók — skyldi maðurinn yðar ekki vilja lána mér hana?« »Ég skal sækja hana handa yður«. »Nei, látið mig ekki ómaka yður«, and- mælti hann. »Ég veit, hvar hún er«. Og án þess að bíða eftir leyfi hennar fór hann út og skildi konuna eftir með þá ó- þægilegu tilfinningu, að hann tæki sér helzt til mikið sjálfræði.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.