Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Page 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Page 29
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 23 glæsilega. Hann hugsaði sig um eitt andar- tak. Svo sneri hann við og gekk hægt inn í vinnustofu sína, dró út skrifborðsskúffuna tók litlu marghleypuna og stakk henni í "vasa sinn. »Ég verð ekki lengi, ástin mín«, sagði hann og kyssti hana og gekk síðan út i myrkrið. Kara hallaði sér makindalega aftur á bak í dúnmjúkt bílsætið og raulaði vísustubb, ‘en bílstjórinn ók hægt og gætilega þennan ókunnuga vegspotta. Það rigndi ennþá, og Kara varð að þurrka móðuna af rúðunni til Þess að sjá hvar hann var. Öðru hvoru leit hann út uin gluggann, eins og að hann byggist við að sjá einhvern, en svo brosti hann allt í einu, er hann rankaði við sér og niundi eftir, að hann hafði breytt hinni upp- haflegu áætlun sinni og ákveðið að biðstof- an á Lewes vegamótum skyldi vera rendez vous (stefnumótsstaður). Hér hitti hann líka lítinn náunga vafinn UPP að eyrum í stóran yfirfrakka. Hann stóð fyrir framan útbrunninn eldinn í bið- stofunni. Maðurinn hrökk við, er Kara kom 11111 °g gaf honum bendingu um að koma með sér út úr stofunni. Hinn ókunni var auðsjáanlega ekki ensk- Ur- Andlit hans var gulbleikt og tekið og kinnfiskasogið, og skeggið ritjulegt og illa hirt. Kara gekk á undan honum alveg út á yzta enda dimma brautarpallsins, áður en hann sagði nokkuð. »Þú hefir framkvæmt skipanir mínar?« spurði hann í byrstum og önugum róm. Hann talaði arabiska tungu og hinn svar- aði á sama máli. »Allt sem þú hefur fyrirskipað, Effendi, hefur verið gert«, svaraði hann auðmjúk- lega. »Þú hefur inarghleypu?« Maðurinn kinkaði kolli og klappaði á ■vasa sinn. »Hlaðna?« »Hágöfgi?« spurði hinn forviða, »hvaða gagn er að marghleypu, ef hún er ekki hlaðin?« »Þú skilur þó, að þú átt ekki að skjóta manninn«, mælti Kara. »Þú átt aðeins að sýna honuin marg- hleypuna. Til þess að vera viss ættirðu helzt að taka úr henni skotin«. Til allrar furðu hlýddi maðurinn þessu og kippti upp lokinu að skotahylkinu. »Ég skal taka við skothylkjunum«, sagði Kara og rétti fram hendina. Hann stakk þessum litíu sívalningum í vasa sinn, og er hann hafði athugað skot- vopnið, rétti hann eigandanum það aftur. »Þú átt að ógna honum«, sagði hann. »Settu marghleypuna fyrir brjóstið á hon- um. Þú þarft ekki að gera neitt annað«. Maðurinn stjáklaði órólega á pallinum. »Ég skal gera allt sem þér segið, Eff- endi«,' mælti hann, »en —« »Það er ekkert ,en’«, svaraði hinn byrst- ur. »Þú átt að framkvæma skipanir mínar athugasemdalaust. Þú munt svo sjá, hvað skeður. Ég verð við hendina. Vertu viss um, að ég hef ástæður fyrir þessum leik«. »En setjum svo, að hann skjóti«, tautaði maðurinn órólegur. »Það gerir hann ekki«, svaraði Kara hressilega. »Auk þess er marghleypan hans ekki hlaðin. Nú geturðu farið. Þú hefur langa göngu fyrir höndum. Þú veizt auð- vitað leiðina?« Maðurinn kinkaði kolli. »Ég er búinn að fara hana áður«, sagði hann öruggur. Kara gekk nú aftur að stóra Limousine- bílnum sínum, sem hafði beðið dálítið frá stöðinni. Hann sagði fáein orð við bílstjór- ann á grísku, og maðurinn bar hendina upp að húfunni. II. KAPÍTULI. Aðstoðar-lögreglufulltrúi T. X. Meredith

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.