Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Síða 33
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ
27
nrjalla að undanskildum þessum lausu
skrúfum. Hann hefur tilkynnt, að hann ætli
sér að dvelja þrjá mánuði ársins á Eng-
landi og níu mánuði erlendis. Hann er mjög
ríkur, á enga ættingja og er nrjög valdafík-
inn«.
»Þá verður hann hengdur«, mælti lög-
reglustjórinn og stóð upp.
»Ég efast urn það«, mælti hinn. »Menn
sem eiga nóga peninga, verða sjaldan
hengdir. Það er aðeins vegna peningaleysis,
að menn verða hengdir«.
»Þá eruð þér í nokkurri hættu, T. X.«,
sagði lögreglustjórinn og brosti, »því sam-
kvæmt reikningum mínum eruð þér alltaf
meira eða minna í klípu«.
»Meistaraleg meiðyrði«, sagði T. X., »en
viðvíkjandi því að vera í klípu, — ég sá
John Lexmann í dag — þér þekkið hann?«
Lögreglustjórinn kinkaði kolli.
»Mig grunar, að hann sé í slærnri pen-
ingaklípu. Hann lenti í þessu rúmenska
gullbraski, og eftir því að dæma hve hann
var niðurdreginn og áhyggjufullur á svip,
eins og þegar nraður er ástfanginn (en það
getur hann ómögulega verið, úr því hann
er giftur) — eða þegar maður er í skuld-
Um, þá er ég smeykur um, að hann þjáist
ennþá undir afleiðingum þessa rósrauða
ævintýris«.
Símabjalla úti í horni herbergisins hringdi
ákaft og sterkt, og T. X. tók heyrnartólið.
Hann hlustaði með ákafri athygli.
»Landssíminn«, sagði hann aftur yfir öxi
ser við lögreglustjórann, sem var að fara.
Það ggeti verið eitthvað mikilvægt«.
Dálítil þögn, svo talaði hás rödd við hann.
»rEuð það þér, T. X.?«
»Það er ég«, svaraði fulltrúinn stutt.
»Það er John Lexman, sem talar«.
»Ég þekkti ekki röddina«, sagði T. X.
»Hvað er að hjá yður, John — getið þér
ekki rakið úr flækjunum yðar?«
»Ég þarf að biðja yður að koma hingað
undir eins«, sagði röddin með ástríðu-
þunga, og jafnvel í símanum skynjaði T. X.
þjáningu og kvíða í röddinni.
»Ég hef skotið mann — til bana!«
T. X. greip andann á lofti.
»Guð minn almáttugur«, sagði hann, »þér
eruð alveg vitlaus!«
III. KAPÍTULI.
í fyrstu aftureldingu sátu nokkrar sorg-
bitnar og niðurdregnar manneskjur í vinnu-
stofunni á Beston Priory. John Lexman föl-
ur í andliti, tekinn til augnanna og afar
þreytulegur sat í legubekknum, og kona
hans við hliðina á horium. Hið nauðsynlega
og nærtæka yfirvald í mynd sveitaþorps
lögregluþjóns var á verði í ganginum fyrir
utan, og T. X. sat við borðið með skrif-
blokk og blýant og skrifaði stuttorða lýs-
ingu og skýrslu um atburðinn.
Rithöfundurinn hafði gefið yfirlit yfir það,
sem fyrir hafði komið urn daginn. Hann
hafði lýst samtalinu við peningamangarann
daginn áður en hann fékk bréfið.
»Þér hafið bréfið?« spurði T. X.
John Lexman kinkaði kolli.
»Mér þykir vænt um það«, sagði T. X.
og varpaði öndinni léttilega. »Það mun fría
yður við mörg og margskonar óþægindi,
veslings gamli vinur. Segið mér nú, hvað
gerðist á eftir«.
»Ég kom til þorpsins«, sagði John Lex-
man, »og gekk gegnum það. Þar var eng-
inn á ferli. Það rigndi framvegis mjög mik-
ið, og ég mætti ekki einni einustu sál allt
kvöldið. Ég var kominn á ákvörðunarstað-
inn fimm mínútum fyrir tímann. Það var
hornið á Eastburn Road stöðvar megin, og
þar beið Vassalaró mín. Ég hálfskammað-
ist mín yfirleitt að hitta hann undir þess-
um kringumstæðum, en ég vildi allt til
vinna, að hann kænri ekki heim til mín, því
ég óttaðist, að það kynni að gera Grace
skelkaða. Það sem gerði allt saman ennþá
vitlausara og hlægilegra var þessi bölvuð
4*