Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Síða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Síða 37
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 31 eins valda manni yðar mikillar kvalar og kvíða. Ég skal gera mitt bezta«. Hann rétti henni hendina, og hún greip hana með báðum sínum, og af einhverjum dularfullum ástæðum fékk T. X. nýtt hug- rekki, nýja trú og sterkari ásetning en áður um að ráða fram úr þessu erfiða leyndar- máli. Hann hitti Mansus, sem beið hans í bíl fyrir utan, og á fáeinum mínútum voru þeir komnir á vettvang sorgarviðburðarins. Of- urlítill einkennilegur hópur áhorfenda hafði íiyrpst þar saman og starði rneð sjúklegri forvitniskenndri hrifni á blettinn, þar sem líkið hafði fundizt. Þar var lögregluþjónn þorpsins á verði, og hafði honum verið fal- ið það óþakkláta verk að halda þorpsbræðr- um sínum í hæfilegri fjarlægð. Svæðið hafði þegar verið rannsakað mjög nákvæm- lega. Tveir vegir skárust þarna nærri því í rétt horn, og í horni krossins, sem þannig myndaðist, var limgirðingin rofin, svo að þar var aðgangur að engi, sem "hafði auð- sjáanlega verið notað fyrir haglendi af mjólkurbúi nokkru skammt þar frá. Síðan hafði einhver klaufinn gert tilraun til að loka þessu »hliði« með gaddavír, en það var auðvelt að komast yfir slaka strengina nærri því fyrirhafnarlaust. — Það var þetta °P í girðingunni, sem T. X. beindi sérstak- lega athygli sinni að. Öll engin höfðu verið rannsökuð nákvæmlega, en árangurslaust. Framræslupípurnar fjórar, sem voru aðal- *ega sambandspípur milli skurðanna á Vegamótunum, höfðu verið sópaðar; það var því aðeins rofna girðingin og runna- flsekjur hennar að aftanverðu, þar sem nú gat komið til mála að leita með nokkrum árangri. »Halló!« sagði Mansus og laut niður og fók eitthvað upp úr grasinu. T. X. tók við því. Það var ekki um að villast, að þetta var skammbyssuskothylki. Hann merkti blettinn rneð því að reka göngustafinn sinn ofan í jörðina og hélt svo áfram leitinni, en ár- angurslaust. »Ég er hræddur um, að við finnurn ekk- ert frekar hérna«, sagði T. X. eftir hálfrar stundar leit. Hann stóð hugsi með hnyklað- ar brýr og hökuna í hendi sér. »Mansus«, sagði hann, »setjum svo, að þeir hafi verið þrír hérna — Lexman, ok- urkarlinn og svo þriðja vitnið. Og setjurn svo, að þriðji maðurinn af einhverjum ó- kunnum ástæðum hafi haft áhuga á því, sem fram fór milli hinna tveggja, en að hann vildi vera sjónarvottur að óséðu. Er þá ekki sennilegt, að ef hann — eins og ég held — hefur stofnað til þessa fundar þeirra, — þá hafi hann valið þennan stað sérstaklega sökum þess, að þessi limgirð- ing bauð honum tækifæri til að vera áhorf- andi án þess að sjást sjálfur«. Mansus hugsaði sig um. »Hann hefði nú allt eins vel getað horft á frá hverri hinna limgirðinganna og með minni hættu á að sjást«, sagði hann eftir langa þögn. T. X. glotti. »Það er þá farið að rofa ofurlítið til í kollinum á þér«, sagði hann með aðdáun. »Ég er þér alveg sammála. Mundu nú það, Mansus, að einu sinni á æfi þinni vildi það til, að T. X. og þú hugsuðu báðir það sama«. Mansus brosti ofurlítið. »Auðvitað, séð frá því sjónarmiði var þetta alversti staðurinn, sem til var. Þess vegna hefur hver sá sem hingað kom, ef þeir á annað borð hafa komið hingað og þeytt skammbyssukúlum í kring um sig, hlotið að kjósa þennan stað sökum þess, að það var auðvelt aðkomu úr annari átt. Það er augljóst, að hann gat ekki kornið eftir veginum og klifrað yfir án þess að vekja eftirtekt Grikkjans, sem var að bíða eftir Mr. Lexman. Við getum því ímyndað okkur, að það sé hlið einhverstaðar með- fram veginum skamint héðan; við getum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.