Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Page 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Page 41
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 35 »En góði maður«, mælti Kara og dró á sig glófana, »þér voruð áðan að spyrja mig, hvort ég hefði ekki brennt bréfinu«. »Ég sagði umslaginu«, mælti T. X. og rak upp dálítinn hlátur. »Og þér ætluðuð að segja eitthvað um hitt atriðið?« »Hitt er skammbyssan«, sagði T. X. »Skammbyssa Mr. Lexman’s?« sagði Kara. »Hana höfum við«, svaraði T. X. stutt- ur í spuna. »Það sem okkur vantar, er vopnið, sem Grikkinn notaði, þegar hann ógnaði Mr. Lexinan«. »Ég er hræddur unr, að ég geti ekki hjáipað yður með það«. Kara gekk til dyra, og T. X. fylgdi hon- urn eftir. »Ég held ég vilji tala við frú Lexman«. »Það held ég ekki«, sagði T. X. Kara sneri sér snöggt við með hæðnis- gotti. »Eruð þér líka búinn að taka hana fasta?« »Takið yður nú saman, maður!« sagði T. K. ruddalega. Hann fylgdi Kara út að Limousine-bíln- uni, senr beið hans. »Þér hafið nýjan bílstjóra í kvöld, sé ég«, mælti hann. Kara fnæsti af bræði, en steig samt virðulega inn í bílinn. »Ef þér skylduð skrifa hinum, bið ég að bera honum kæra kveðju mína«, mælti T. •K-> »og sérstaklega að spyrja hlýlega hvernig móður hans líði. Ég bið yður þessa sérstak!ega«. Kara sagði ekki orð, fyrr en bíllinn var kominn úr kallfæri, þá hallaði hann sér aft- Ur á bak í dúnkoddana, sleppti sér alveg og gaf heiftaræði sínu lausan tauminn með gífurlegustu blótsyrðum og formælingum. V. KAPÍTULI. Sex mánuðum seinna var T. X. einn góð- an veðurdag önnum kafinn við að grúska í gömlu heríoringjaráðskorti af Sussex. Voru það sérstaklega nokkrar ógreinilegar línur og stryk á kortinu, er hann beindi athygli sinni að, þegar yfirlögreglustjórann allt í einu bar þar að. Sir George taldi T. X. einhvern starfsam- asta og þroskavænlegasta allra opinberra starfsmanna og sleppti því aldrei tækifæri — að því er hann sagði sjálfur — til að' hitta undirnrann sinn og spjalla við hann. »Hvað eruð þér að fást við þarna«, rumdi hann. »Lexían í dag«, mælti T. X., án þess að líta upp, »er landabréf«. Sir George gekk aftur fyrir hann og leit yfir öxlina á honum. »Þetta er eldgamalt kort, sem þér hafið náð í þarna«, mælti hann. »1876. Það sýnir stefnu heilmargra fróð- legra snrálækja þar' í nágrenninu, senr hafa horfið af einhverjum ástæðum hjá manni þeim, sem hefur gert yfirlitsmælingarnar á seinni árum. Ég er alveg viss um, að við munum finna það, senr við leitum að, í ein- hverjum þessara Iækja«. »Þér hafið þá ekki ennþá gefið upp von- ina um Lexinan?« »Ég gef aldrei upp vonina«, rnælti T. X., »fyrr en ég er dauður, og ef til vill ekki þá heldur«. »Látum okkur sjá — hvaða dóm fékk hann —• fimmtán ár?« »Fimmtán ár«, endurtók T. X., »og var mjög heppinn að sleppa með lífið«. Sir George gekk út að glugganum og horfði hjður á umferðartroðninginn í Whitehall. »Mér er sagt, að þið Kara séuð orðnir beztu vinir aftur«. T. X. gerði sér upp eitthvert hljóð, sem ætla mætti að væri einskonar játning eða samsinni. »Ég býst við, að yður sé kunnugt um, að þessi sómamaður hefur gert mjög hreysti- 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.