Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Qupperneq 42
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR legar tilraunir til að láta reka yður«, mælti Sir George. »Það skyldi ekki undra mig«, sagði T. X. »Ég geri jafn hreystilegar tilraunir til að láta hengja hann, — því að gjöf sér æ til gjalda. — Hvað hefur hann annars gert? Heimsótt ráðherra og aðra mektarmenn?« »Hann hefur gert það«, sagði Sir George. »Hann er grasasni«, svaraði T. X. »Ég get skilið allt þetta —« yfirlögreglu- stjórinn sneri sér við — »en ég skil ekkert í, að þér skulið hafa beðið hann afsökunar«. »P>að er riú svo margt, sem þér skiljið ekkert í, Sir George«, mælti T. X. bitandi, »að ég gefst alveg upp við að skrásetja það allt saman«. »Þér eruð kjaftfor og drýldinn snáði«, rumdi í húsbónda hans. »Komið með að borða litlaskatt«. »Hvert ætlið þér að bjóða mér?« spurði T. X. gætilega. »1 klúbbinn minn«. »Mér þykir mjög fyrir«, svaraði T. X. með alveg sérstakri kurteisi. »Ég hef einu sinni áður borðað litlaskatt í klúbbnum yö- ar. —■ Þarf ég að segja meira?« Hann brosti við vinnu sína, eftir að yfir- maður hans var farinn, að endurminning- unni um hina djúptæku undrun Kara og ánægju þá og gleði, sem hann leitaðist við af öllum mætti að láta í ljósi. Kara var hégómlegur maður. Hann var sér mjög vel meðvitandi um fríðleik sinn og auðæfi. Hann hafði komið mjög vel fram, því hann hafði ekki aðeins orðið vel við afsökuninni, heldur einnig gert sitt bezta og látið ekkert ógert til að sýna löng- un og góðan vilja til að þóknast manni þeim, sem hafði hætt hann og móðgað svo gróft og þrálátlega. T. X. hafði þegið boð Kara að dvelja hjá honum um helgi á »litla landsetrinu hans í sveitinnk, og þar hafði verið samankomið allt það, er hjarta manns girntist og gat óskað í samkvæmisátt — háttsettir stjórn- málamenn, sem vel gætu komið metorða- gjörnum lögreglufulltrúa að góðu haldi — fagrar konur til að gleðja hann og skenunta honurn. Kara hafði jafnvel gengið svo langt að leigja leikflokk til að leika »Sweet La- vender«, og í því skyni var hinum mikla danssal að Hever Court breytt í leikhús. Þegar T. X. var að hátta um kvöldið, mundi hann allt í einu eftir því, að hann hafði drepið á það við Kara, að Sweet La- vender væri uppáhaldsleikur sinn, og hon- um var það ljóst, að til þessarar skemmtun- ar var aðallega stofnað hans vegna. Kara hafði á margvíslegan hátt gert sér far um að tryggja og efla þessa vináttu. Hann gaf hinum unga lögreglufulltrúa upp- lýsingar um járnbrautarfélag, sem ræki starfsemi í Litlu-Asíu, og stóðu hlutabréf þess nokkuð undir gangverði. T. X. þakk- aði honum fyrir upplýsingarnar, en notaði sér ekki tækifærið rié sá eftir því, er hluta- bréfin stigu 3 pund á jafnmörgum vikum. T. X. hafði tekið að sér að hafa umsjón með Beston Priory og ráðstöfun þess. Hann hafði flutt húsgögnin til Lundúna og leigt þar hæð í húsi handa Grace Lexman. Hún hafði dálitlar tekjur af eignum sín- um, og í viðbót við þetta komu sívaxandi og síhækkandi ritlaun, er bárust henni sem afleiðingar þess, að fréttirnar af dómsmál- inu bárust út meðal almennings, og eftir- spurnin eftir bókum Lexman’s jókst mjög, svo að hún þurfti alls ekki að kvíða skorti eða neyð á neinn hátt. »Fimmtán ár«, tautaði T. X. við vinnu sína og blístraði. Það hafði verið alveg vonlaust fyrir John Lexman frá upphafi. Hann skuldaði mann- inum, sem hann drap. Saga hans um hótun- arbréfið varð livorki staðfest né tekin trú- anleg. Skammbyssan, sem hann sagði að -sér hefði verið ógnað með, hafði aldrei fundizt. Tvær manneskjur trúðu sögunnl, og velviljaður innanríkisráðherra hafði full- vissað T. X. um það persónulega, að ef

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.