Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Síða 46
40
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Hver ágæt draumsýn mun endurheimt,
þá alúð og snilli mætast.
Því hamingju íslands það ha.pp er geymt
að hugsjón og draumar rætast.
Loks eru þarna prýðisgóðar þýðingar eft-
ir Longfellow og eftirmæli eftir nokkra
menn. Get eg þess að þessi ferskeytla verði
langlíf með öðrum ósviknum:
Öllum kemur elli í kné.
Auður er feigs manns hylur
Falls er von af fornu tré
fari um skóginn bylur.
Fyrir áramótin komu út á Akureyri Glæð-
ur II, eftir Gunnar S. Hafdal. Fyrra hefti
þessarar ljóðabókar koin út 1934 og munu
þau kvæði hafa verið meir frá yngri árum
höf., enda er seinni hlutinn veigameiri. Höf-
undurinn ræðst ekki í stórfelld yrkisefni, en
það er lyrisk æð í honum og hann er hag-
orður vel. Gerir hann upp reikning ráðs-
mennsku sinnar í kvæðinu Skáldin, á þessa
leið:
Ljóð mín öll eg yrki
við æfidaga-stritið.
Hjaðningavíg- heyja
höndin, störfin, vitið.
Sál og hagar hendur
hafa æ starfi að sinna.
Engum skatta auka
alþýðuskáld, sem vinna.
Hvergi í víðri veröld munu að tiltölu jafn
inargir erfiðismenn og á íslandi gera sér
það að leik, að fremja jafnframt andlegar í-
þróttir, og fer því svo fjarri að við þessu
beri að amast að ]Dað er einmitt einn
gleggsti votturinn um menning þjóðárinnar
og ódrepandi andlega elju. Við hinu er aft-
ur ekki að búast, nerna þar sem um nrjög
ríka frumgáfu er að ræða, að ljóðagerð
þeirra manna, sem ekki hafa nema fáar og
stopular stundir til að fórna söngdísinni,
geti orðið jafn fáguð, djúpúðug eða stór-
brotin. Venjulegast eru það geðbrigði
augnabliksins, senr falla í stuðla, eða inni-
byrgð andvörp sem leita útrásar á öldum
hljóðfallsins. Til þessa verður ferskeytlan
alltaf handhæg um leið og rétt er úr sér
upp frá stritinu. Þessi er um vinnuna:
Dagleg störf eg' löngum læt
lyfta hug og geði.
Alltaf vinnan er mér mæt
móðir auðs og gleði.
í sveit að nrorgni:
Morgungeislar glæsa fold.
Glitra perlur daggar.
Skarta blóm við móðurmold
mildur blær þeim vaggar.
Þessi er ort við Skjálfandafljót:
Hrímþurs reiður Köldukinn
kreistir í loppu styrkri.
hylur skýjum himininn,
heiminn fyllir myrkri.
Mjög þokkalegum lýsingum bregður fyrir
t. d. í kvæðinu Æskan:
Hrynja ljósra lokka bárur,
Hvassra brúna bjartur funi
leiftrar undir enni fögru.
eða í kvæðinu Vögguljóð:
Húmar í dölum, hljóðnar bær —
Blámóðu kvöldið á byggðir slær.
— Nú er að koma nóttin vær.
Fögur og draumblíð friðaivöld
vængi breiða á vöggutjöld. —
Blundaðu ljúfa barn í kvöld, o. s. frv.
Höfundurinn er yfirleitt bjartsýnn og
ljóssækinn og eru kvæði hans enginn böl-
nróður, heldur saklaus óður hins óspillta
náttúrubarns til lífsins.
B. K.