Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Page 48
42
WÝJAR KVÖLDVÖKUR
framstæð. í þessu andliti, sem virðist hvíla
í fullkominni ró, eru augun það eina, sem
virðist lifandi, leifturskær, tinnudökk,
gneistandi. Það eru konungsaugu. Ég hef
séð þau tjá hyldjúpan leik, djúpa íhugun og
nístandi háð, brennandi reiði. Hirðmenn
hans þekkja vel þetta augnaráð, og eru
fljótir að hverfa þegar óveður býr undir
brúnum hans, sem birtist fyrst eins og fjar-
ræn dul og síðan sem tindrandi harka. Og
stundum verða augu hans mild og ástúðleg,
jafnvel einlæg. Er þetta sjálfráður galdur
þessa manns. Ef til vill og þó ekki að öllu,
því þessi maður, sem engum hefur nokkru
sinni leyft að þekkja hugrenningar sínar,
sem hefur algert vaid yfir sjálfum sér, kem-
ur stundum upp um sig með augunum,
eða lítur fram hálfluktum augum.
Keisarinn talar alltaf í lágum og þýðum
róm. Hann talar frönsku hægt, en villulaust.
Hann skilur allt, sem sagt er við hann, en í
viðtali við útlendinga notar hann oft túlk.
Hann er að ölluin jafni mjög látlaust bú-
inn, hvítar nærskornar buxur og abyssinsk
skikkja, hnésíð. Þar utan yfir hvít kápa
með bróderuðunr kraga. Linur hattur og
stafur, evrópiskir skór. Það eru forréttindi
keisarans að ganga á slíkum skóm. Hirð-
menn hans tóku nýlega að apa það eftir
honum, en þá gaf hann út tilskipun, sem
bannar öllum mönnum að nota skó i návist
keisarans. Undanþegnir eru þeir einir, sem
með læknisvottorði geta sannað, að þeir
megi til með að nota skó.
Keisarinn er heilsuveill maður. Hann
þjáist af taugaslappleik og langvarandi of-
þreytu. Hann hangir uppi svo að segja á
viljaþreki sínu einu. Ég hef oft furðað mig
á því, hvílík óhemju viljaorka býr í svo
veikbyggðum líkama, og hvílíkt hugrekki.
Þá er hann flestum löndum sítium langtum
fremri í því, að hann hefur mjög takmark-
aða trú á meðölum og læknaráðum. Þó hef-
ur hann jafnan inarga lækna, og spyr þá
oft ráðs, ber ráð þeirra sarnan og velur
sjálfur og hafnar. Einstöku sinnum leitar
hann til særingamanna og galdrameistara,
en er líka vantrúaður á straum og skjálfta.
í einkalífi sínu lifir keisarinn mjög óbrot-
ið. Hann ver aðeins fáum mínútum til mál-
tíða. Frá því eldsnemma og langt fram á
nætur, ýmist vinnur hann látlaust eða er á
bæn. Einkahíbýli hans eru mjög óaðlaðandi
:— lítið í þau borið og smekkvísi ráðgjaf-
anna vafasöm á Norðurálfumælikvarða.
Til þess að spara tíma, er keisarinn mjög
tregur á að veita viðtöl, og hefur þau jafn-
an stutt. Hann hlustar þó á mál manna af
mikilli alúð, spyr greindarlega, segir lítið.
Við hlið hans situr jafnan yngri sonur hans
grafkyrr, steinþegjandi. Hann er að læra
þetta vandasama hlutverk, að vera konung-
ur. Tvisvar, þrisvar á ári heldur konungur
þó veizlur fyrir æðstu embættismenn sína
og tigna Evrópumenn. Tvö gríðarstór
skeifulöguð borð eru sett upp í hinn stærsta
hallarsal. Inni í sporöskjunni er lítið borð.
Þar situr keisarinn ásamt tignustu gestun-
um. Siðirnir eru afar þunglamalegir og ná-
kvæmlega fylgt, borðhaldið tekur 3 til
4 stundir. Það er mikil þrekraun. Og oft
ber það við, að Evrópukona hlýtur sæti milli
tveggja innfæddra höfðingja, sem vegna
þess að hvorugur kann mál hennar mæla
ekki orð allan tímann. Langt er á milli rétta
og drungalegt yfir samkvæminu. Á bak við
vegg er ósýnilegt hljómsveit, sem leikur ab-
byssinsk lög, Keisarasálminn um leið og
máltíðin hefst og Tafarimarsinn um leið og
borðhaldi er lokið. Tvisvar sinnum á ári
tekur keisarinn á móti gestum , það tekur
aðeins fáar mínútur. Þeir æðstu fá að taka
í hönd hans. Hinir ganga framhjá og hylla
hann í hópum. Hann situr hreyfingarlaus,
en augun gneistra lífi.
Keisarafjölskyldan er mjög einangruð, og
heldur sig ofar og fjarri öllum mönnum.
Drottningin virðist aldrei hugsa neitt um
opinber mál. Hún er fálát, ónáðar keisarann
sjaldan, biður um fátt, og fær, sennilega