Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Qupperneq 14
8
KENNIMAÐUR
N. Kv.
Þegar bíllinn staðnæmdist loks á hlað-
inu á Breiðavaði, var komið að venjuleg-
um háttatíma, en þrátt fyrir það var allt
fólk á ferli. Gunnar bóndi og kona hans
tóku hið bezta á móti prestshjónunum.
Var ferðafólkinu borinn hinn bezti greiði.
Vegna þesá, hve áliðið var kvölds, var
ekki hægt að koma fyrir farangri. Prests-
hjónin ætluðu að sofa á mjóum legubekk
yfir nóttina, en Gunnar skaut skjólshúsi
yfir Martein. Jóhannes meðhjálpari ætl-
aði heim til sín, en lofaði að koma
snemma morguninn eftir ,til þess að vera
hjálplegur við að koma búslóðinni fyrir.
Síðan hnipruðu prestshjónin sig saman á
legubekknum, þreytt en sæl, og sofnuðm
fljótt, þó að hvílurúmið væri ekki hið
ákjósanlegasta.
13.
Frú Vigdís vaknaði snemma morguninn
eftir. Það var ekki nema rétt að verða
fullbjart, og maðurinn hennar svaf enn-
þá, en sjálf var hún útsofin og fann ekki
til þreytu. Hana langaði til að vekja hann,
en þegar til kom, tímdi hún því ekki, því
að hann svaf svo vært. Hann var auðvit-
að þreyttur, því að erfiðleikar ferðalags-
ins höfðu lent meira á honum en henni,
og svo var hann að eðlisfari morgunsvæf-
ari en hún. Hún klæddi sig hljóðlega.
Hún gat ekki beðið með að athuga þetta
nýja og ennþá óþekkta umhverfi dálítið
upp á eigin spýtur.
Þegar hún hafði lokið við að klæða sig,
læddist hún út. Veðrið var gott. Sólin var
ókomin upp, en þó var enginn kuldi í loft-
inu. Iiún teygði úr sér, rétti handleggina
upp fyrir höfuðið og dró djúpt andann. í
nokkrum löngum, djúpum sogum teygaði
hún í sig tært morgunloftið og naut þess
að finna blóðið streyma hraðar um allar
æðar, færandi þrótt og líf niður í tær og
fram í fingurgóma.
Svo lagði hún af stað og gekk upp tún-
ið, upp á lambhúshólinn. Þar settist hún
niður, dró að sér fæturna og spennti
greipar fyrir framan þá. Þannig sat hún
góða stund og litaðist um.
Ofan til í vesturhlíðum dalsins var sól-
in farin að skína. Sólskinsbekkurinn þok-
aðist hægt og hægt niður hlíðina. Á flest-
um þeim bæjum, sem hún sá, var reykur-
inn farinn að liðast upp í loftið, og víða
gat hún greint menn á ferli. Þarna var
þéttbýlt, en misjafnir voru bæirnir að út-
liti. Víða voru komin íbúðarhús annað-
hvort úr steini eða timbri, en þó voru
torfbæirnir í meirihluta, lágir, með grasi
gróin þök og blökk þil fram á hlaðið.
Hún horfði heim að bænum — bænum
sínum. Hann var stór og traustlegur.
Hann minnti hana dálítið á bæinn, sem
hún hafði átt heima í, þegar hún var lít-
il, og það eitt var nægilegt, til þess að
henni fór strax að þykja vænt um hann.
í þessum bæ mundi hún kunna vel við
sig. Það var eitthvað leyndardómsfullt
við þessa gömlu, stóru bæi, sem heillaði
hana.
Túnið var stórt og slétt, engið niður við
ána sömuleiðis. Stutt sunnan við bæinn
stóð kirkjan, hvítmáluð timburkirkja,
með snotrum turni á vesturgafli yfir dyr-
um. Kirkjugarðurinn var stór, en van-
hirtur. Sunnan undir bænum var dálítill
blómagarður. í honum voru einnig runn-
ar og tré. Það gladdi hana. Hún h'akkaði
til þess að hirða um hann. Sunnan undir
gamla bænum hennar hafði líka verið
garður, líkur þessum, og henni hafði þótt
svo vænt um hann. Henni fannst, hálft í
hvoru, að hann væri þarna kominn til
hennar.
Hinn græni litur sumarsins var horfinn
af jörðinni. í brekkunum var víðirinn og
birkikjarrið gulflekkótt. Allsstaðar var fé
á beit. Jarmur þess barst að eyrum henn-
ar. Hann var hás og þreytulegur, því að
nýbúið var að taka lömbin undan ánum.