Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 17
N. Kv. KENNIMAÐUR 11 að útvega matarforða til vetrarins. Fram til þessa dags hafði séra Bjarna að mestu leyti láðst að hugsa fyrir því. Þeir, sem eiga heima langt uppi í sveit, geta ekki skroppið daglega í búðirnar eftir þeim nauðsynjum, sem vantar í það og það skipti. Á haustin verður að byrgja sig upp með matvæli til alls vetrarins, og þá er áríðandi, að ekkert gleymist. Sjálfur stóð hann ráðþrota eins og barn frammi fyrir þessu vandamáli og lét konu sína hafa fyrir því að ráða fram úr því á þann hátt, sem hún taldi réttast. í samráði við Ólöfu gerði hún sér grein fyrir því, hvað þurfa mundi, og skrifaði það allt upp á' lista, sem hann átti að fara með í kaup- staðinn. Það var kvíðavænleg ferð. En til allrar hamingju losnaði hann við að taka á sig þá ábyrgð og erfiðleika, sem því fylgdi, því að Jóhannes meðhjálpari hljóp þar undir bagga eins og fyrri daginn. Hann sagðist þurfa í kaupstaðinn og sig munaði ekkert um að erinda þetta lítil- ræði um leið. Leysti hann þetta vel og skörulega af hendi, sem hans var von og vísa. Mjólk gátu þau fengið eftir þörfum hjá Gunnari bónda, og meðhjálparinn hafði geymt fjóra væna dilka, svo að prestur- inn þyrfti ekki að vera alveg ketlaus. Það er gott að eiga góða að. Þegar búið var að koma öllu þessu í gott horf, gat séra Bjarni farið að draga andann ögn léttara. Honum var ekki sýnt um að sjá fyrir líkamlegum þörfum sínum, og væri þó synd að segja, að hann væri meinlæta- maður í mat og drykk. Þvert á móti var hann mjög gefinn fyrir góðan mat og neytti hans ætíð með óblandinni ánægju. Nú hófust rólegir dagar. Hann fór venjulega á fætur , um tíuleytið á morgn- ana og hélt sig síðan mest við skrifborðið og djúpu stólana, þar til hann háttaði á kvöldin. Hann eyddi miklum tíma í að skrifa ræðurnar, sem hann flutti yfir söfnuðinum á sunnudögum, því að þær áttu að ryðja honum veginn. Kirkjusókn- in var vel viðunandi á meðan tíðin var góð. Hann messaði til skiptis á Breiða- vaði og aukakirkjunni á Bakka. Hin aukakirkjan var því miður ekki í því ásigkomulagi, að um messur í henni væri að ræða fyrst um sinn. Frú Vigdísi fannst allt leika í lyndi. Hún fór snemma á fætur dag hvern og söng í eldhúsinu við verk sín. Raunar hafði hún ekki svo mikið að gera, að hún þyrfti endilega á fætur þess vegna. En fyrst hún á annað borð vaknaði svona snemma, var það miklu ánægjulpgra að vera á fótum en liggja í rúminu við hlið- ina á sofandi manni sínum, því að hann rumskaði aldrei fyrr en kom langt fram á dag. Á morgnana, þegar veðrið var gott, tók hún sér gönguferðir út á víðavangi. Hún varð þess vegna fljótlega miklu kunnugri öllu, bæði úti og inni, en maður hennar. Stundum seinnipart dagsins lét hann til- leiðast að fara út með henni, þó að hann ætti erfitt með að slíta sig frá bókum sín- um og ræðugerðum. Honum fannst þetta rjátl tilgangslaust og óþarft, þó að hann gæti ekki neitað henni um þá ánægju, sem hún hafði af því. Á kvöldin sátu þau inni og hlustuðu á útvarpið, eða hann las upphátt fyrir hana úr einhverri bók eða þá síðustu ræðuna sína. Hún reyndi að hafa áhuga fyrir ræðunum hans, en henni tókst það ekki eins vel og hana langaði til. Þær voru fallega orðaðar með köflum og kjarnyrt- ar, en þó var eitthvað í þeim, sem hún felldi sig ekki við, eitthvað, sem hún vissi ekki, hvað var. Þegar hún hlustaði á þær og hugsaði um þær, fannst henni að hún vera stödd í þröngum farvegi, þar sem erfitt var um andardrátt, og ekkert sást nema beint upp í loftið, og ekkert varð komizt nema beint áfram, án þess þó að 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.