Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 18
12 KENNIMAÐUR N. Kv. hafa nokkra hugmynd um, hvað tæki við, .— eða aftur á bak. Hún var of víðsýn og frjálslynd, til þess að geta skorið skoðunum sínum þröngan stakk. í sál hennar gátu í mesta bróðerni rúmazt andstæður, sem öðrum virtust ósamrýmanlegar. Lífsskoðun hennar var ekki háð neinni sérstakri stjórnmála- stefnu, ekki neinni sérstakri trúarstefnu, ekki neinum hefðbundnum venjum. Hún var aðeins sú, að elska allt, sem var fagurt og gott, hafa samúð með öllu, sem átti bágt. Nokkrum sinnum reyndi hún að gagn- rýna það, sem hún gat ekki fellt sig við. Hún gafst þó fljótlega upp, því að hún átti svo erfitt með að finna viðeigandi orð yfir það, sem hún vildi segja. Svo kom maður hennar strax með hundrað rök- semdir á móti hverri einni frá hennar hálfu, sem sönnuðu hans málstað. Hún hálfskammaðist sín fyrir að hafa látið sér detta í hug að efast um réttmæti og sann- leiksgildi þess, sem maðurinn hennar fór með. Hann, sem var svo gáfaður og menntaður. Vitanlega var það hann, sem hafði rétt fyrir sér, en ekki hún, og þó gat hún ekki, svona undir niðri, látið sannfærast til fulls. Þegar hún hafði lítið fyrir stafni og maður hennar sat önnum kafinn við lest- ur eða skriftir, undi hún sér bezt í eld- húsinu hjá Ólöfu. Af henni lærði hún margt, sem henni kom betur að vita skil á, viðvíkjandi sveitalífi og búskap. Ósjálf- rátt hændist hún að þessari rólyndu, góð- lyndu konu, og við hana gat hún talað um allt, sem henni bjó í brjósti. Hún varð strax góður vinur alls heimilisfólksins, þúaði alla og krafðist þess, að allir þúuðu sig, og gekk ekki úr vegi, þó að um smá- glettur væri að ræða. Séra Bjarni var um flest ólíkur konu sinni. Hann umgekkst ekki mótbýlisfólk- ið meira en nauðsyn krafði. Hann þéraði alla, og allir þéruðu hann. Hann var ætíð þægilegur og kurteis, en hann gætti þess stranglega að gefa ekki neinum hið minnsta tilefni til að gerast um of kump- ánlegur við hann. Honum hafði vandlega verið innrætt það frá blautu barnsbeini, að hann væri annað og meira en stritandi vinnulýður. Hann vildi láta líta upp til sín, láta bera virðingu fyrir sér, en til þess var nauðsynlegt að halda sér í hæfi- legum fjarska, því að „fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“. í sannleika sagt líkaði honum það ekki, hvað kona hans var alþýðleg og opinská, jafnvel óhefluð og krakkaleg í framkomu, en hon- um þótti of vænt um hana til þess að geta fengið sig til þess að setja ofan í við hana, þó að ástæða væri til. Raunar var hún barn ennþá, aðeins tuttugu og eins árs gömul. Það er undarlegt, hvað andstæðurnar laðast stundum hver að annarri. Það var eitthvað í fari hennar, sem hafði heillað hann, eitthvað, sem honum sjálfum var varnað, en þráði þó að eiga, án þess þó að vilja kannast við það fyrir sjálfum sér. Svo undarlega er maðurinn stundum gerður. En svo mikið treysti hann yfir- burðum hæfileika sinna, að hann þóttist auðveldlega geta beygt undir 'vilja sinn það, sem honum líkaði miður í fari hennar. Eftir messu buðu þau gjarnan kirkju- gestum inn til kaffidrykkju. Frú Vígdís hafði ánægju af því að gera öðrum gott. Þessu fylgdi að vísu nokkurt umstang og kostnaður, en maður hennar var þess ekki letjandi á neinn hátt, því að það gat haft nokkur áhrif á kirkjusóknina.-Hann gekk um gólf og ræddi við karlana um lands- ins gagn og nauðsynjar á meðan þeir drukku kaffið, sumir hálfvegis utan við sig, vegna þess hve allt var fínt þar inni. Væri þröngt við borðið, bað frúin kon- urnar að koma fram í eldhús og drekka

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.