Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 20
14
KENNIMAÐUR
N. Kv,
hvað tvisvar, þrisvar án þess að hann
vissi.
Henni kom ekki til hugar, að hann kynni
að vera því mótfallinn að fara með henni
á þessa skemmtun. Sveitaböllin eru ólíkt
saklausari en dansskemmtanir höfuðstað-
arins, þar sem morar af alls konar freist-
ingum og tálsnörum fyrir ungt og fyrir-
hyggjulítið fólk. Sú var að minnsta kosti
skoðun séra Bjarna á þessum málum.
Hún fór inn með kaffið og vakti mann
sinn. Á meðan hann drakk úr bollanum,
sagði hún honum frá skemmtuninni.
— Það kom hér drengur áðan, góði
minn.
— Svo, kom drengur? spurði maður
hennar. Vildi hann finna mig?
— Ekki beinlínis. Hann kom með sam-
komuboð.
— Svo-o, hverskonar samkoma er það?
— Bara almenn skemmtisamkoma. Hún
á að vera núna fyrsta vetrardag.
— í hvaða tilgangi skyldi hún vera
haldin, og hverjir gangast eiginlega fyrir
svona samkomu?
— Ætli hún hafi annan tilgang en þann,
að fólk geti komið saman og skemmt sér.
En það er víst ungmennafélagið, sém
gengst fyrir henni.
— Uh, það mátti svo sem búast við því,
að slíkt og þvílíkt kæmi úr þeirri áttinni.
— Mér finnst þetta bara ágætt hjá þeim,
sagði kona hans. Það er lífsnauðsyn fyrir
ungt fólk að létta sér upp öðru hvoru.
— Ég sé ekki, að þetta komi okkur neitt
við, anzaði maður hennar þurrlega.
— Hvers vegna ekki? spurði frúin. Ég
er strax farin að hlakka ti.1.
— Ég sé ekki neina ástæðu til þess að
við séum að troða ungmennafélaginu um
tær, svaraði maður hennar með nokkrum
þunga. í sumar þóttist það geta komizt af
án mín. Mér finnst því að við getum vel
komizt af án þess.
Frú Vigdísi setti hljóða. Nú rifjaðist
upp fyrir henni það, sem maður hennar
hafði sagt henni um andstöðu þess gagn-
vart honum í kosningunum þá um sum-
arið. Henni varð það strax ljóst, að það
mundi verða við ramman reip að draga
að fá hann til þess að skipta um skoðun.
Tilhlökkunin breyttist í sár vonbrigði, en
hún gætti þess að láta ekki á því bera og
maldaði ögn í móinn.
— Það verða þarna sjálfsagt einhverjir
fleiri en ungmennafélagar. Ég sé ekki að
við séum að sækja neitt til þess, þó að við
förum á þessa samkomu, til þess að
skemmta okkur. Þetta er almenn
skemmtisamkoma.
— Það verður ólíklega mikla skemmt-
un að sækja þangað. Ekkert annað en
dans, eins og hann er skemmtilegur, eða
hitt þó heldur. Við förum ekki fet. Það er
sorglegt, að svona félagsskapur skuli vera
látinn líðast, sem hefir spillandi áhrif á
æskuna.
— Ungmennafélagsskapurinn hefir nú
vissulega látið margt gott af sér leiða,
andmælti frúin.
— Grundvallarhugsjón ungmennafélag-
anna er í sjálfu sér göfug, svaraði maður
hennar. Þess vegna er sorglegt að vita til
þess, að alls konar óhappamenn skuli
hafa þennan félagsskap fyrir skálkaskjól,
til þess að leiða ungt og reynslulítið fólk
á villigötur.
— Þetta er rétt hjá þér, góði minn, sam-
sinnti kona hans, sem skyndilega eygði
nýja von. Er það ekki þitt hlutverk að
berjast gegn allri spillingu, í hvaða mynd,
sem hún birtist?
— Jú, rétt, og þeir skulu sannarlega
komast að raun um, að ég tek ekki með*
neinum vettlingatökum á hlutunum.
— Það getur stundum verið vænlegt til
sigurs að fara alla leið inn í herbúðir
óvinanna, sagði frúin, eins og hún talaði
af þekkingu og lífsreynslu, Ég á við, flýtti
hún sér að bæta við, þegar maður hennar'