Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Page 25
N. Kv.
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
19
nú fullar sönnur á, þá hefir það verið
mjög snemma í sögu byggðarinnar, því að
þegar gjörður var fyrsti máldagi Möðru-
dalskirkju, Vilkinsmáldagi 1394, þá er þar
aðeins einn bær auk Möðrudals. Sá bær
hét Kjólsstaðir. Aðeins tvö bæjarstæði
önnur eru kunn í grennd Möðrudals, Kjal-
fell og Sólastaðir, en fyrir 1394 hafa þeir
verið komnir í eyði. Sólastaðir voru í
Víðidalnum, ekki alllangt frá því sem
seinna var reistur bærinn, sem nú er í
Víðidal og samnefndur dalnum. Víðidalur
er landfræðilega afmarkaður frá Möðru-
dalshásléttunni, en tilheyrði þó landi
Möðrudals allt til þess er jörðin varð sér-
eign seint á 19. öldinni.
Af örnefnum má ætla, að fleiri bæir hafi
verið í landi Möðrudals. Alllangt suðvest-
ur frá bænum með fram Jökulsá er stórt,
vel gróið landsvæði, sem heitir Bæjar-
lönd. Má ætla, að þar hafi verið bær sam-
nefndur. Þá er einnig í landinu ekki all-
fjarri bænum örnefnin Hof og Blótkelda.
Gæti hafa verið annhvort sérstakur
bær eða blóthof Möðrudalsbóndans.
Enn er það álitið, að byggð hafi verið í
Arnardal, langt suður frá Möðrudal, einn
bær að minnsta kosti, og sér þess enn
merki. Þessi bær hefir verið Dyngja, sem
Þorsteinn Jökull byggði upp, að því er
sagnir herma, í plágunni síðari á 15. öld-
inni. En örðug munu þá hafa verið byggð-
arskilyrði í Arnardal, því að efti'r 2 ár er
sagt, að hann hafi flutt að Netseli við
Ánavatn í Jökuldalsheiðinni, og þaðan
eftir 1 ár að Brú aftur.
Landrými er svo mikið á milli Arnar-
dals og Möðrudals, að vegna landrýmis
hefðu getað verið þar margir bæir, hafi
það land verið vel gróið, sem líklegt er að
verið hafi í upphafi, en nú er það mikið
til blásið og bert.
En þó svo hafi verið, að Möðrudalsslétt-
an öll, eða nær öll, hafi verið vel gróin í
öndverðu og þar hafi verið all-fjölsetin
byggð, þá hefir það land verið viðkvæmt
fyrir uppblæstri; það hefir verið þurrt og
sendið, og því getur byggðin hafa lagzt
mjög fljótt niður og verið öll komin í
auðn í lok 14. aldar nema Kjólsstaðir. Al-
drei er getið annarra bæja í síðari mál-
dögum, fyrr en Víðidalur var byggður, og
þá sem hjáleiga frá Möðrudal.
í útlegðarsögu Grettis Ásmundssonar
er þess getið, að hann hafi eitt sinn hafzt
við á Möðrudalsfjöllum.
LANDAMERKI.
Ekki er kunnugt, hver verið hafa landa-
merki Möðrudals í öndverðu, en vítt á
milli veggja hefir þó eflaust verið land-
nám Möðrudalsbóndans. Eftir elztu landa-
merkjaskrá Möðrudalskirkju frá 1408,
hafa norðurmörkin við Jökulsá verið
norðan við Grímsstaðanúpa, en fyrir aust-
an Dimmafjallgarð við innstu drög Hofs-
árdals. Að austan hafa þau verið nær um
miðja Jökuldalsheiði, að sunnan við Arn-
ardalsá og að mörkum Brúarlands. Mun
Brúarland hafa verið fyrr numið, því að
það tekur allt vestur að Jökulsá fyrir
sunnan Möðrudalsland og allt til jökla
suður. Að vestan hefir ráðið Jökulsá.
Hér fer á eftir gjörningur um máldaga
og landamerki Möðrudals á Fjalli, frá ár-
inu 1408:
„Á Egidius messudag að Breiðabólsstað
í Fljótshlíð voru til staðar að svofelldum
gjörningi á almennri prestastefnu offici-
ales Skálholtsstaða-umdæmis á Austfjörð-
um Þórarinn prestur Jónsson í umboði
Jóns bisk- í Skálh.1), er veitti messudjákn
Ólafi Jónssyni staðinn Möðrudal á Fjalli
með öllum .... skilríkjum .... XXXVIc,
fasta eign Mariukirkju þar og heilags Pét-
urs postula, allt heimaland með gögnum
og gæðum. Hún á allt eggvarp og dún.
*) Það hefir verið Jón biskup danski.
3*