Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 27
N. Kv. SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI 21 svo að komnir séu talsverðir hestahagar, Alla tíð síðan hefir verið þar hestaganga á vetrum á mellandi og það svo góð, að hestar ganga þar margoft úti allan vetur- inn, ef ekki tekur fyrir beitina fyrir jarð- bönn. Jón A. Stefánsson bóndi í Möðrudal seg- ir, að allan síðara hluta 19. aldarinnar hafi' gróðurlendið í Möðrudal verið allmjög eyðileggingu háð, af völdum sandfoks og uppblásturs, og hafi verið og sé að taka sífelldum breytingum. Mýrar og flóar hafi breytzt í mellönd og þau svo aftur í flóa, en sumstaðar orðið örfoka. Smám saman grær svo upp aftur hið örfokna land. LANDKOSTIR. Höfuðgrundvöllur byggðarinnar í Möðru- dal hefir alla tíð verið frábærir landkost- ir til málnytu1) og beitar. Talið hefir ver- ið, að ær mjólkuðu þar mörk í mál að meðaltali fyrst eftir fráfærur, og væru þó til frálags að hausti eins og geldar ær víð- ast annarstaðar. — Háfjallagróðurinn og sandgróðurinn er mestur kjarngróður. Vegna hæðar frá sjávarmáli eru tún- ræktarskilyrði eðlilega ekki góð. — Engi er í flóum og svo mel- og laufengi. Beitarsæld er tíðast mikil, vegna lítillar úrkomu, er landið liggur svo langt frá sjó. Hafa löngum verið í Möðrudal, það sem til þekkist, fjárbú stór og margt hrossa, en fáir nautgripir. Vetur eru kaldir, en sumur furðu hlý. Meðalhiti ársins er þó talinn vera fyrir neðan frostmark (-í- 0,3). HÖFUÐBÓL. Þrátt fyrir hina miklu hæð yfir sjávar- wál og hina miklu fjarlægð frá sjó, hefir Þ. Thoroddsen getur þess, að það sé mál manna um búsæld á Fjöllum, að rjóminn á trogunum beri uppi skaflaskeifu. Möðrudalur frá öndverðu verið á meðal höfuðbóla í íslenzkri byggðasögu, blóthof og höfðingssetur 1 heiðnum sið og kirkju- staður og prestsetur lengst af í kristnum sið. Hefir þar einnig alla tíð verið áfanga- og gististaður langferðamanna. Á byggð- inni í Möðrudal hefir löngum verið eins konar æfintýrablær í hugum landsmanna. Veldur því bæði lega bæjarins og frábær náttúrufegurð. ÚTSÝN OG NÁTTÚRUFEGURÐ. Bærin'n í Möðrudal stendur ekki 1 dal, eins og nafnið bendir til, en samnefndur dalur er í fjallgörðunum austur frá bæn- um. Frá bænum er afar víðáttumikil yfir- sýn yfir hásléttuna. Til norðurs er þó stutt sýn til Víðidalsfjalla, sem eru upptyppt, fagurmynduð skriðufjöll. Til austurs er einnig stutt sýn til aðalfjallgarðsins, en til suðurs og suðvesturs er afar víðáttumikil yfirsýn allt suður til Vatnajökuls; rísa Kverkfjöll hæst í jökulröndinni. Til suð- vesturs blasir við fjalldrottningin Herðu- breið, en í baksýn Dyngjufjöll í Ódáða- hrauni. Upp úr sléttunni til suðurs rís röð keilumyndaðra smáhnúka í beinni röð frá suðvestri til norðausturs og renna þar saman við fjallgarðinn. Útsýnin frá Möðrudal er allt í senn, mikil, fögur, stórfengleg og tignarleg. Hin mikla öræfavíðátta og myndgnótt fær vald á huga og geðblæ. Öræfanna andi á hér sannarlega ríki og völd, — ekki harð- stjórnarvöld, heldur mild og töfrandi. Mesta prýði útsýnisins er Herðubreið (1660 m.). — Gömul vísa lýsir töfrum Möðrudals og Herðubreiðar á þessa leið: Frjálst er hér í fjallasal, fagurt er í Möðrudal: Gnæfir hátt við himintjald Herðubreið með hvítan fald.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.