Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Side 31
N. Kv.
E. M. Hull:
Synir arabahöfðingjans.
Helgi Valtýsson þýddi.
(Framhald).
Hann rétti fram höndina, og Röst tók í
hana. — „Ég verð auðvitað að sætta mig
við þetta, svaraði hann. „Þú hefir ráð
okkar í hendi þér, af því að það ert þú,
sem hefir ráðið fylgdarmennina. — Að
vísu fyrir annarra fé, sem verja átti á
annan hátt“.
Von Lepel hló. — „Mínir peningar....
Nei, auðvitað ekki. Herforingi hefir ekki
úr svo miklu að moða. En þetta skal nú
verða endurgreitt á einhvern hátt, þegar
við komum aftur til mannabyggða, ef þú
ert of samvizkusamur til að færa það á
„ýmisleg gjöld“.
„Þegar við komum aftur til manna-
byggða, hvenær ætli það verði?“ Það var
einhver óvenjulegur örvæntingarhreimur
í rödd Carls Röst, svo að von Lepel varð
að líta á hann.
„Hvað er nú að þér, Röst. Ertu tekinn
að verða taugaveiklaður?“
„Nei, ég er ekki að hugsa um sjálfan
mig, heldur um starf okkar!“
„Skollinn hafi starf þitt! Heldurðu, að
mér komi til hugar að gera nokkuð, sem
orðið geti starfi okkar til meins? Hefirðu
nokkurn tíma þekkt mig að því? En ein
skissa hefir okkur orðið á, og það var að
drepa ekki son höfðingjans, þegar við
höfðum náð í hann“.
„í því get ég verið þér sammála11, svar-
aði Röst. „En að þú skulir ekki geta skil-
ið, hvílík brjálsemi það er að fara nú að
elta þau“,
„Nei, við erum aðeins eina dagleið á
eftir þeim, og þeir hafa stúlkuna með, svo
að það seinkar för þeirra. Ég býst við, að
við náum þeim, áður en þau verða komin
inn yfir landamæri höfðingjans. Stráks-
hvolpinn grunar heldur ekki, að við séum
á hælunum á honum. Og hann veit held-
ur ekki, að menn þeir, sem hann mútaði
í Touggourt, tóku einnig við gulli af mér
og sögðu mér allt, sem þeir vissu! Hér
veltur allt á því, hver bezt borgar. — Ég
býzt við, að pilturinn verði ekki alveg
eins drembinn og hnarreistur, og hann
var í Touggourt, þegar ég verð búinn að
handfjalla hann ofurlítið innan skamms“.
Von Lepel glotti drýgindalega.
Carl Röst leit rólega á hann og sagði:
„Nei, það getur vel verið. En ég vil ekki
tala frekar um þetta í kvöld. Ég hefi sagt
þér mína skoðun, en þú hefir haldið þínu
fram. Að lokum ætla eg aðeins að segja
þér þetta: Verði þessi bölvaður krókur
okkar til einhvers tjóns eða tafar í starfi
voru, þá þarftu ekki að búast við, að ég
kosti þig heim aftur til Þýzkalands. Þú
skalt ekki búast við neinni miskunn af
mér, skal ég segja þér. Og enn eitt:
Hafðu nánar gætur á Máranum þarna. Ég,
treysti honum ekki“.
Von Lepel starði undrandi á Carl Röst.
Svo rak hann upp kuldahlátur og gekk á.
brott.
4