Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Page 33
N. Kv. SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS 27 um það. „Ég myndi ekki þekkja þann grasasna aftur, þótt ég sæi hann“. En Sa- int Hubert hafði samt lesið sannleikann út úr eldrauðu andliti hans og reiðileiftr- inu í augum hans. Þannig liðu nokkrir dagar — langir dagar, þrungnir angist og eftirvæntingu, og þá sérstaklega fyrir Díönu. Henni hefði líka orðið þetta óbærilegir dagar, hefði eigi höfðinginn sýnt henni enn meiri ást og nærgætni en nokkru sinni áður. Það var aðeins í nærveru hennar, að áhyggjusvip þeim, er hvílt hafði yfir andliti hans síðan kvöld það, er „dreng- urinn“ kom heim aftur, létti lítið eitt, og birti yfir honum. Og aðeins þá opnaðist henni ofurlítil innsýn í baráttu hans og hugarástand. Þrátt fyrir fullyrðingar Sa- int Huberts var hann enn í efa m. a. sök- um þess, að hann óskaði þess innilega, að þessi píslarvottur sonar hans væri ekki Isabeau de Chailles. En þótt svo kynni að reynast, gæti hann þá neytt „drenginn“ til að veita henni þá uppreisn, er hann skuldaði henni, eins og hann sjálfur hafði gert við konu þá, sem hann hafði syndgað á móti? Það var ástin, sem hafði bjargað þeim, en hér var aftur á móti óvíst, hvort um ást væri að ræða eða ekki. — Allt þetta virtist svo flókið og vonlaust, að hann sá enga leið út úr vandræðunum. Og fyrst og fremst bárust böndin að hon- um sjálfum. Syndir feðranna! Synd hans sjálfs — og nú „drengsins!“ Hann var bugaður af sífelldu sam- vizkubiti og ásakaði sjálfan sig þunglega. Díana sá þetta greinilega á honum og reyndi af öllum mætti að telja um fyrir honum. Hún smeygði sér inn í faðm hans á kvöldin, er þau voru orðin ein, hvíslaði að honum ástarorðum og reyndi með blíðuatlotum sínum að dreifa áhyggjum hans og sorgum. Hvers vegna var hann að rifja upp löngu liðna tíma? Hafði hún nokkru sinni ásakað hann? Hvað hefði líf hennar orðið án hans og ástar hans? Gæti hann ekki skilið það? Tómt og gleðisnautt hefði það orðið, tilgangslaust á allan hátt. — Þannig reyndi hún að telja um fyrir honum og sannfæra hann eins og svo oft áður, er hann fékk þessi þunglyndisköst sín. Hún var eina manneskjan, sem þekkti hann frá þessari hlið. Hjá henni var hann svo lítilmótlegur og auðmjúkur, að hún kenndi í brjósti um hann. En hann vildi aldrei heyra nefnt, að hún fengi að fara til El-Hassi. Þar var hann algerlega óbifandi. Og er hún var alein, datt henni oft í hug að fara í leyfisleysi, án þess að hann vissi af. Því að löngun hennar til að sjá ungu stúlk- una varð sterkari með degi hverjum. En orð eiginmanns hennar, boð hans og bann, voru henni lögmál, og hún hafði aldrei þrjózkast við þeim né brotið þau. En nú virtist henni samt, að hún yrði að gera það. Hún vissi, að ekki var til neins að biðja hann oftar um leyfi. Og hún átti í harðri baráttu um þetta við sjálfa sig. Hún lá andvaka á nóttunum og velti þessu fyrir sér. Og loksins komst hún að þeirri niðurstöðu, að hún yrði að hlýða samvizku sinni og fara þessa ferð. Höfðinginn og Caryll höfðu báðir farið til eins af útverum þeim, er lágu fyrir norðan El-Hassi. Skyldi geta hugsast, að þeir kæmu heim fyrr en seint um kvöld- ið? Hún varð gagntekin af skjálfta við tilhugsunina. En- hún varð samt að hætta á þetta. Ahmed skyldi fá að vita allt sam- an, þegar hann kæmi heim aftur. Hún varð að gera þetta, og þá var ekki um að ræða, hvort það væri leyfilegt eða ekki. Hún fór inn og klæddi sig í reiðfötinr og er hún kom út aftur, var morgunverð- urinn tilbúinn, og Saint Hubert kom rétt á eftir. „Fyrirgefið, ég er seinn eins og vant, 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.