Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Page 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Page 34
28 SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS N. Kv. er“, sagði hann brosandi. „En hvað — er- uð þér alein í dag? Hvar er Caryll?“ Díana bauð honum sæti við hliðina á sér og fór svo að borða. „Caryll? Hann reið út með Ahmed. Þeir fóru til Ras Djebel“. „Til Ras Djebel? — Caryll? Það var merkilegt. Jæja. Við skulum þá vona, að þeir fái tækifæri til að kynnast betur á leiðinni. Ég hefi hugsað mikið um Caryll, hvernig við ættum að geta fengið hann til að una sér hér heima hjá foreldrum sínum. En það er ekki auðvelt, þegar maður hefir aldrei vitað neitt af móður sinni“. Díana leit upp. — „Nei. Það er vísí ekki auðvelt. Og það var víst ekki honum að þakka, að þeir fóru báðir saman til Ras Djebel“. „Jæja, það hefir þá verið Ahmed, sem stakk upp á því?“ „Stakk upp á því? Hefirðu nokkurn tíma heyrt Ahmed stinga upp á nokkuru? O-nei, góði. Ég heyrði skilaboðin, sem hann sendi með Gaston. Caryll fór með honum til Ras Djebel, af því að eigi var um neitt að velja. Hann þorði ekki ann- að“. „Jæja, ég held nú samt, að drengurinn hafi aðeins gott af því“. Díana hristi höfuðið. „Heldurðu það? Ég hefi verið að hugsa um þetta í allan dag, og ég hefi komist að þeirri niður- stöðu, að það hefði víst verið okkur öll- um fyrir beztu, að Caryll hefði alls ekki komið. Hann virðist ekki kæra sig neitt um að kynnast okkur. — Ég hefi reynt á allan hátt að hlynna að honum, svo að hann skyldi verða þess var, að hann væri velkominn og ætti hér heima. En ég get ekki sagt, að hann virðist kæra sig um það né kunni að meta það. Aðeins einu sinni, daginn eftir að hann kom hingað, hugsaði ég mér sem snöggvast, að mér myndi takast að vinna hann, svo að hann kæmi til mín og opnaði hjarta sitt fyrir mér. En það brást algerlega, og síðan hef- ir hann forðast mig engu síður en föður sinn, og það særir mig ákaflega. Ég veit vel, að honum var alltaf óljúft að fara hingað, það var auðskilið á bréfum hans. En ég vænti mér svo mikils af komu hans. Og að þegar hann á annað borð væri hingað kominn, myndi hann brátt verða þess var, hve vænt okkur þætti um hann. En nú er víst algerlega útséð um það, þótt við bæði höfum gert okkur allt far um að vinna hann. Og nú er víst þolin- mæði Ahmeds á þrotum, og ég —. Hún þagnaði, og tilfinningar hennar báru hana ofurliði. „Æ, hvers vegna hatar hann okkur svo ákaflega“, sagði hún með grát- staf í kverkunum. „Ekki hefir gamli mað- urinn talið hann til þess, því trúi ég al- drei. En hann hatar okkur núna jafnve'l enn meira, en þá er hann kom hingað. Eri hvers vegna? Raoul, þér þekkið hann, segið mér, er þetta okkur að kenna — eða honum, að þetta gengur svona herfilega öfugt?“ Hún stóð snöggt upp frá borðinu og sneri sér undan til að leyna tárunum, sem hún gat eigi lengur haldið í skefjum. Saint Hubert gekk á eftir henni yfir að dívaninum og stakk höndunum djúpt niður í vasana. Hann var í sterkri geðs- hræringu og átti fullt í fangi með að halda tilfinningum sínum í skefjum. Hin gamla niðurbælda ástríða hans blossaði upp á ný í nærveru hennar, er hún var einmana og hjálparvana. Aldrei hafði honum veitzt erfiðara en nú að bæla nið- ur tilfinningar sínar og dylja ást sína, sem hann hafði borið í brjósti í svo mörg ár. Hann gat varla stillt sig um að taka hana í faðm sér og hugga hana. En honum varð hugsað til Ahmed vinar síns, sem treysti honum, og Díana sjálf taldi hann tryggð- arvin sinn. Hann hleypti í sig kjarki, og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.