Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Side 35
N. Kv.
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS
29
honum tókst að stilla sig og vinna bug á
tilfinningum sínum.
„Það er sennilega kringumstæðurnar,
sem hafa skilið ykkur Caryll að“, sagði
hann stillilega. „Uppeldi hans í öðru
landi. Og svo þessir erfiðleikar og vanda-
mál, sem bárust að höndum, um leið og
hann kom hingað. Síðustu fjórir dagar
hafa verið okkur öllum erfiðir11.
„En á hvern hátt hafa þeir erfiðleikar
snert Caryll?“ Díana leit upp, hálf-for-
viða, gegnum tárin. „Hann er utan við
það allt saman, og einnig það, sem bróðir
hans hefir lent í. Og hann hefir ekki nefnt
bróður sinn á nafn né spurt hann um neitt
þessu viðvíkjandi. Hann sýnir honum
sama kæringarleysið og okkur hinum. Og
ég sem hefi beðið þess svo heitt og
dreymt um, að þeir yrðu góðir vinir“.
Saint Hubert yppti aðeins öxlum. Hann
vissi það, sem henni var dulið. „Hann er
einkennilegur náungi“, sagði hann hæg-
látlega, „óvenju hlédrægur og á erfitt
með að venjast siðum og staðháttum hér.
Hann finnur ef til vill til þess, að hann
hefir komið hingað á óhentugum tíma, og
hikar því við að vera of nærgöngull við
okkur. Þegar úr þessu rætist, jafnar þetta
sig vonandi allt saman“.
„Já, ef að það gæti orðið!“ Díana hróp-
aði þetta hátt í sárum kvíða. „Æ, Raoul,
hvernig lýkur þessu öllu saman!“
Raoul varð svarafátt á ný. „Það má
Guð vita“, sagði hann aðeins. Og síðan
varð stundarþögn. Díana lá á milli svæfl-
anna á dívaninum og starði út í bláinn og
var að velta fyrir sér, hvernig hún ætti
að koma orðum að því, sem henni bjó í
huga. Og hvort Raoul myndi setja sig á
móti því, að hún færi þángað? Ætti hún
að minnast á þessa ferð við hann? Yrði
það ekki ofraun vináttu hans, þar eð hon-
um var kunnugt, að Ahmed hafði lagt
þverrt bann við þessu. Og hún mat mikils
vináttu hans. — Hún sneri sér snöggt að
honum og sagði innilega: „Ætli tvær
manneskjur hafi nokkuru sinni átt eins
góðan vin sameiginlega, eins og við hjónin
eigum í yður Raoul? Þér vitið sjálfur,
hve þér eruð Ahmed ómetanlegur, en ég
held ekki, að þér hafið hugmynd um alla
þá aðstoð og hjálp, sem þér hafið veitt
mér síðan við kynntumst fyrst. Og eg get
ekki talið það allt upp núna. Þér getið
aðeins treyst því, sem ég segi. Ég er yður
takmarkalaust þakklát, Raoul!“
Þakklæti. Það var allt og sumt, sem
hann gat nokkuru sinni vænst hjá henni.
Hann hrökk við og kreppti hnefana. Svo
laut h ann áfram og sló með fingrinum
öskuna af vindlingi sínum, svo að Díana
skyldi ekki sjá framan í hann.
„En ég þá! Hefi ég ekki líka ástæðu til
að vera þakklátur?“ svaraði hann, en
rödd hans var hljómlaus. „Hafið þér
hugsað út í, hvers virði vinátta yðar' —
og Ahmeds hefir verið einmana manni?“
Hún hló lágt og hlýtt og hristi höfuðið.
í andmælaskyni. „Hvað eruð þér að segja?
Þér eigið ekki að vera svona lítillátur.
Þér eigið miklu fleiri vini, en yður grun-
ar.“ En svo beindist hugur hennar í aðra
átt, og hún varð aftur alvarleg.
„Þér fóruð óvenju snemma til El-Hassi
í dag. Ahmed spurði eftir yður, áður en
hann lagði af stað, en Gaston sagði, að þér
væruð þegar farinn“.
„Nei, ég held ekki, að það hafi verið
neitt áríðandi“, bætti hún við, er hann leit
spyrjandi á hana. „Það var víst aðeins
eitthvað um varðsveitirnar norðurfrá.
Hann hefir nú loks kallað þær heim aft-
ur. Þær voru aðeins sendar þangað sökum
þess, að ég var alein heima. Þegar Ah-
med er sjálfur heima, þarf þeirra ekki
með. Þær komu hingað í gærkvöld og
urðu honum svo samferða til Ras Djebel
í morgun.
Þetta eru flest allt giftir menn, og kon-
ur þeirra eiga þar heima“. Hún þagði