Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Side 46
40
SVARTA EKKJAN
N. Kv.
vegur dálítið upp á móti kaldri morgun-
golunni, sem næðir í gegnum leðurfötin.
Um hádegisbilið förum við fram hjá
kofa einum. Þar er Indiáni fyrir og söðlar
múldýralest. Hann ætlar einnig suður á
bóginn, segir hann. Við ríðum samsíða.
Nú svíður sólin rykuga sléttuna, vi'ndinn
hefir lægt og fyrir utan hófatakið heyrist
ekki annað en hið hljómmikla hróp Indi-
ánans, þegar hann hottar á hestinn. Hið
erfiða og ei’nmanalega líf virðist hafa gerc
Pablo, Indiánann, málstirðan. Af og til á
leiðinni, ríðum við fram hjá leifum af
mannabeinum.
. „Það er hættulegt hér uppi“, segir
Pablo, þegar við um kvöldið komum að
yfirgefnum kofa. „Ræningjarnir skjóta
marga af okkur, sjáið til“.
„Og lögregluþjónana.......?“
„Hóhó.... haha.... lögregluþjónana?
Þar hittir þú naglann á höfuðið. Held-
urðu, að þeir láti sjá sig hér uppi? Ef til
vill einu sinni fimmta hvert ár, allt og
sumt“.
„Ég hugði, að það hefði aðeins áður fyrr
verið svo slæmt með þessa bófa, Pablo?“
„Já raunar, herra minn, nú er það
miklu betra. En meðan að Jack með fjóra
fingurna lifði, þá var bölvað að ferðast
hér yfir“.
„Þú segir: Jack með fjóra fingurna.
Þekktir þú hann þá?“
„Nei, Senhor, grasias a Dios! En ég hefi
heyrt mikið um hann. Við Indiánarnir
tölum alltaf um hann. Hann var mikill
þorpari.... Þjóðverji skaut hann“.
„Veiztu, hver þessi Þjóðverji' var?“
„Nei, senhor“.
„En ég veit það“.
„Þá.... þá þekkið þér líka Don Firos,
von Reyes liðsforingja.... en.... en....“.
„Það er rétt, Pablo, láttu þér ekki' verða
svo mikið um, að þú dettir af baki. Ég
veit raunar ekkert um þetta auknefni, og
hvað vini mínum, Reyes liðsforingja, við-
víkur, þá hefi ég ekki séð hann í mörg ár.
Ekki síðan, að ég fór til Mexiko“.
„En þá eruð þér maðurinn, sem skýtur
hverju skotinu á fætur öðru, Don Firos?“
„Getur verið. Ég sagði aðeins, að ég
þekkti hann“.
Pablo getur varla stillt sig. Ég rétti
honum eina bjúgu og svo oststykki og
síðan vínflöskuna mína. Pablo tekur við
því, hámar í sig og slokar úr flöskunni, en
það er eins og hann taki ekki eftir því,
hvað hann gerir. Augu hans ljóma af
hrifni'ngu. Nú er hann í essinu sína. Eftir
kvöldverðinn, þegar við hvílum báðir með
höfuðin á hnökkunum og tottum pípurnar
okkar, þá losnar um málbeinið á honum.
Við fætur okkar snarkar þægilega í
eldinum. Ég vef ábreiðunni’ þéttar að
mér. Nú er tími fyrir Pablo að byrja.
„Á morgun, patron“,* tók hann til máls,
„komum við til draugahússins. Það er
hús svörtu ekkjunnar, sem við nefnum
svo. Og hvergi í nágrenninu er hægt að
finna annan náttstað. Við Indíánarnir för-
um með lestir okkar árið um kring yfir
hásléttuna, og við vitum það vel, að það
er reimt þar. Allt fyrir það förum við
þangað, því að það er eina hælið, sem
hægt er að dvelja í yfir nóttina.
Þessi vofa, sem gengur þarna um, gerir
okkur ekkert, af því að við erum kristnir
og berum verndargrip um hálsinn, sem
ver okkur gegn henni' og öðrum illum
öndum.
Hvers vegna sú gamla gengur aftur,
spyrð þú? Hún hefir gert það í mörg ár,
síðan að hún var myrt. Svarta ekkjan
hvarf, en andi hennar reikar um húsið á
hverri nóttu, þar til dagur rennur. Eitt
skipti er það svart svín, annað skipti
svartur hundur. Stundum er það hlébarði
með glóandi augu eða þá svartur og úfinn
* Herra.