Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 4
98 DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI N. Kv. ritun. Það er hin andlega iðja okkar, sem lét frelsisdrauminn rætast. Með henni höfum við varðveitt tunguna frá glötun og skapað þá menningu, sem greinir okk- ur frá öðrum þjóðum; þá menningu, sem gefur okkur ómótmælanlegan rétt til þess að lifa sem frjáls þjóð í frjálsu landi. Þennan rétt höfum við auðvitað alltaf haft, en um margar aldir var hann ekki virtur. Allar þær aldir vegnaði íslandi og þjóðinni illa. Hin litla, sérkennilega og frelsiselskandi skáldþjóð var hartnær kyrkt til bana í greip framandi valds, sem skildi ekki eðli hennar, þekkti hvorki sál hennar né sögu og kunni hvorki skil á þeim lögmálum, sem valda hrörnun og dauða, né þeim, sem lífið og þróunin byggist á. En ísland eignaðist sína hermenn, sínai frelsishetjur, og vopn þeirra voru bitur, þó hvorki væru gerð úr stáli né blýi. Vopn þeirra voru máð og gulnuð bókfell, sem meistararnir höfðu skráð. Skáld ís- lands og sagnaritarar höfðu gefið stríðs- hetjum sinnar kúguðu þjóðar sigursverð í hendur. Því fleiri þættir gömlu fjötr- anna, sem höggnir hafa verið í sundur, því örari þróun hefir átt sér stað á öllum sviðum þjóðlífsins. Verklegar fram- kvæmdir hafa hundraðíaldast og almeno velmegun að sama skapi, andlegt, skap- andi líf blómgast, svo vel mætti tala um nýja gullöld á landi hér í bókmenntum og fögrum listum. Hér er ekki rúm til að rekja þá þróunarsögu. Hún er fjölþætt, yfirgripsmikil og glæsileg. Stórhuga menn og hugsjónaríkir komu fram, og menn, sem framkvæma hugsjónirnar. Mikil skáld vaxa upp og fægja ryðið af hinu forna stáli íslenzkrar tungu, rýmka svið hennar og hræra strengi hennar á ótal nýja vegu. Einn þessara manna er Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. II. Davíð Stefánsson er fæddur í Fagra- skógi 21. jan. 1895. Hann tók stúdentspróf 1919, las síðan í eitt ár við háskólann og lauk heimspekiprófi. Eftir það fór hann til útlanda og ferðaðist víða um Evrópu. Eft- ir eitt ár kom hann heim úr þeirri sigl- ingu og gerðist síðar bókavörður við Amts-bókasafnið á Akureyri, en því starfi hefir hann gegnt til þessa. Á undanförn- um árum hefir hann oft ferðast til út- landa og gist mörg lönd álfunnar. Árið 1919 gaf hann út fyrstu bók sína. kvæðabókina Svartar fjaðrir. Næst komu Kvæði, 1922, þá Kveðjur, 1924. 1925 kom leikritið: Munkarnir á Möðruvöllum, Ný kvœði, 1929, Kvœðasafn I.—II., 1930, í byggðum, 1933, Að norðan, 1936, skáld- sagan Sólon Islandus I.—II., 1940, og sjón- leikurinn Gullna hliðið, 1941. III. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að frá því, er Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi sendi frá sér fyrstu bók sína, hefur hann verið vinsælastur allra íslenzkra skálda. Lesendahópur hans hér á landi er fjölmennari en annarra rithöfunda, og í hlutíalli við fólksfjölda á íslandi, þykist ég mega fullyrða, að bækur hans seljist í stærri upplögum en nokkurs höfundar í víðri veröld. Það skal nú þegar tekið fram, að les- endafjöldi og jafnvel vinsældir eru engan veginn áreiðanlegui: mælikvarði til þess að meta gildi þess skáldskapar, sem um er að ræða. Margir úrvalshöfundar hafa, að minnsta kosti í lifenda lífi, aldrei náð hylli alls fjöldans, og verk þeirra aldrei orðið almenningseign, en miðlungsskáld aftur á móti stundum náð þeim árangri 1. bili. Gott dæmi um það er Jack London, sem um eitt skeið var mest lesinn höf- undur í heiminum, en hefir nú orðið að þoka á hinn óæðra bekk í musteri bók-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.