Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 5
N. Kv. DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI 99 menntanna og af fáum talinn meira en annars flokks höfundur. Vinsældir Davíðs Stefánssonar og lesendafjöldi, verða því ekki talin fullgild sönnun fyrir ágæti hans sem skálds. Engu að síður felur þetta at- riði þó í sér eftirtektarverða staðreynd: Aðdáendur Davíðs Stefánssonar virðast ekki veljast úr einni stétt þjóðfélagsins frekar en annarri. Ljóð Davíðs Stefáns- sonar eru jafn dáð í hópi hinna minnst menntuðu og umkomulausustu, sem af hinum hálærðu og bókvísu. Þetta er stað- reynd, og í fljótu bragði virðist hún furðuleg. Skýringin er þó raunar ofur einföld, og hún er sú, að Davíð Stefáns- son er bæði skáld vitsmunanna og til- finninganna, — skáld heilans og hjartans, ef svo mætti segja. Hver einasta lína í bókum hans ber með sér svipmót þessara tveggja eiginleika, og þeir eru saman- stungnir svo haglega, að hvergi kennir misræmis, — að hvergi rýrir annarr áhrif hins eða gildi. Það er á fárra færi að yrkja svo, en Davíð Stefánssyni mistekst það hvergi, og það er af því, að hann er jafn mikill listamaður og hann er mikið skáld. Hann klæðir boðskap sinn, speki og tilfinningar í léttan, ljósan búning. oft sniðinn í líkingu við hinn gamla, sígilda þjóðbúning íslenzkra víkivaka og alþýðu- kvæða. Um leið og lesandinn nýtur þess ferska og frumlega í þessum skáldskap, finnst honum sem gamalkunn lög ómi bak við hvert orð. Þetta veldur því, að lesand- anum finnst hann aldrei standa and- spænis einhverju framandi og óviðkom- andi, honum kemur allt þetta við, það snertir hann allt, það er verið að tala til hans sjálfs á máli, sem hann skilur. — Ég vil tala dálítið nánar um þetta ein- kenni á skáldskap Davíðs Stefánssonar, þar sem sumir hafa misskilið þetta. Það hefir valdið því, að sumir telja Davíð Stefánsson aðeins ljóðrænan söngvara, sem geri gælur við tilfinningar og draum- óra, en komi hins vegar hvergi nærri hin- um raunhæfu og aðkallandi úrlausnarefn- um þjóðfélagsins, svo sem lífsbaráttu fólksins og sókn þess í áttina til bættra kjara. Þessi ályktun er alröng. Hér hefir listform skáldsins villt mönnum sýn. Það er einkum tvennt, sem því veldur, að stórskáld eru stundum misskilin, eða kannske öllu heldur, tefur fyrir réttum skilningi á þeim. í fyrsta lagi getur mál þess og form verið svo tyrfið, að almenn- ingur hafi ekki þrek eða þolinmæði, til þess að brjótast gegnum það og inn í kjarnann á bak við, — að skáldið verði aðeins skáld hinna lærðu og hinna gáfuð- ustu; og í öðru lagi getur mál þess og form verið svo ilmandi og svo áfengt, að það freisti lesandann til þess að njóta þess án fyrirhafnar, — að það freisti hans til þess að nema staðar við yfirborðið og láta berast með hinum kliðandi straumi hátta og hrynjandi án sjálfráðrar viðleitni til þess að kanna undirdjúpin. Slíkur er skáldskapur Davíðs Stefánssonar. Það er hægt að lesa ljóð hans og njóta þeirra í ríkum mæli án fyrirhafnar. Það er hægt að flýja þreyttur á náðir þeirra og fá hjá þeim hvíld, en einungis með því að nema staðar við ytri einkenni þeirra. Á bak við glitrandi rósavef formsins býr hinn mikli skáldskapur þessa margslungna lista- manns. Þar tekur hver fjarvíddin við af annarri, og heimur birtist bak við heim. Hvarvetna finnast setningar, sem rúma heila lífssögu, — örlög heillar æfi, ef til vill heillar kynslóðar. Þess vegna hefir Davíð Stefánsson einnig orðið skád hinna vitru og hinna lærðu. Ég vil nú leyfa mér að vitna í nokkur kvæði skáldsins því til sönnunar, sem ég hefi sagt hér að framan, — koma með nokkur dæmi, sem sýna snilli þess í því að segja mikið í fáum, einföldum orðum: 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.