Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 6
100 N. Kv. DAVIÐ STEFANSSON FRA FAGRASKOGI — Sumii’ fara nauðugir, en sigla þó. (Utan frá sjó). — Sumum hvíla þau álög á aldrei fögrum tóni að ná, þó að þeir eigi enga þrá aðra en þá að syngja-------- — (Krummi). — Þó fjúki í íornar slóðir og fenni í gömul skjól, geta ekki fönnin og frostið falið Álfahól. (Álfahóll)! — Margt er þeim að meini. sem eiga það, sem þeir elska mest inni í steini. (Margt er þeim að meini). — í dauðanum er hinn dæmdi einn. (Gamla höllin). — Þeir fixxna til, sem flugu hátt og féllu niður á stein. (En þú varst æfintýr). — Stundum koma gróður grænir geirar undan þykkum snjó. (Þú skalt farmanns kufli klæðast). — Það blika hnífar, það tindra tár í tímanna ölduróti. (Neapel). — íslendingar einskis meta alla, sem þeir geta. (Hrærekur konungur í Kálfskinni). — Þar sem fíílin fara falskar rósir anga. Sleipt er á þeim slóðum, sem slæpingjarnir ganga. (Á vegamótum). — Sumir skrifa í öskuna öll sín beztu ljóð. Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. (Konan, sem kyndir ofnihn minn). — Sumir hafa íorlög fengið að flýja sín eigin spor. (Gestur). — Ytri blekking er innri dauði. (Skriftamál gamla prestsins). — Fúnar fleytur skyldi fjötra heim við naust. (Út við nes og nafir). — Sá berst til sigurs, sem tilbiður aflið og fi'iðinn. (Lofgjörð). — Þeir gieyma, hverjir ráða, sem upp- skeruna erfa. (Einn kemur, þá annar fer). — Því skríllinn tilbiður skuggann sinn. (Til vinar míns). Þessi fáu dæmi, tekin af handahófi úr óteljandi fjölda annarra slíkra, verða að nægja til stuðnings þeirri ályktun minni, að Davíð Stefánsson sé flestum eða öll- um fremri í því að birta mikil sannindi í fáum, látlausum orðum. Á bak við hina vtri merkingu orðanna liggur önnur dýpri, og því dýpri því fastar, sem rýnt er. Skáldskapur Davíðs Stefánssonar er með öðrum orðum jafn djúpur og hann er fágaður og fagur á yfirborðinu. IV. Ég vil nú fara nokkrum orðum um þá lífsstefnu, sem birtist í bókum Davíðs Stefánssonar, þann boðskap, sem hann hefir að flytja, þá trú, sem hann boðar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.