Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 8
102 DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI N. Kv- fullkomnastir eru í listinni. Sé gott efni í hinum unga höfundi, og hafi hann gnægð dugnaðar, finnur hann sinn eigin tón, er hann þroskast betur, og verður sjálfstæð- ur höfundur. Ég vil engum getum að því' leiða, hvaða bókmenntabrunnum Davíð Stefánsson muni helzt hafa bergt af, meðan hann var að mótast sem skáld. Aðeins vil ég benda á hinn þjóðlega grunntón í öllum verkum hans, einkum um mál og form. Hann virð- ist hafa byggt sína skáldborg á bjargi fornbókmenntanna. Miðaldirnar hafa og lagt sinn skerf til skáldsins, svo og þjóð- sögur og þjóðtrú íslendinga, enda er Da- víð systursonur hins þjóðfræga fræði- manns, Ólafs Davíðssonar. Um efnisval er hann hvorki bundinn stund né stað. Hann sækir yrkisefni sín aftur til grárrar fyrnsku, til líðandi stundar og tímans þar á milli. Hann yrkir um Androgeos Kríteyjarprins, sem Aþeningar myrtu, en urðu greipilega að gjalda og um íslenzku smásálina, sem reynir að dylja sína eigin smæð með því að níða aðra. Hann yrkir um Prómeþevs, sem gaf mannkyninu eld- inn og um íslenzka dalabóndann, sem flutzt hefir á mölina, en verður stundum örvinglaður, þegar vorar, og hann minn- ist hinnar gróandi jarðar og fénaðar síns og alls þess, sem hann hafði notið heima í dalnum, en yfirgefið. Og Davíð Stefáns- son yrkir um hina björtu sól og hið villta blóð suðursins, um tröllin hér heima og hann Álfahól, sem fönnin og frostið geta ekki hulið „þó fjúki í fornar slóðir og fenni í gömul skjól“. Hann yrkir um rússneska prestinn, sem vill „uppræta hverja bók, hvert blað, vill binda, en ekki leysa“, og „vill lífga kirkjunnar kvalabál og keisarann vekja frá dauðum“. Og hann yrkir sálma um Jesús frá Nazaret og um sálina hans Jóns míns. Davíð Stefánsson yrkir í fáum orðum sagt um allt milli himins og jarðar og enda fleira, því að hann leggur, sem Dante sjálfur, undir sig himnaríki og helvíti i skáldskap sínum. Hann lætur sér ekkert óviðkomandi. Hið minnsta jarðarfræ og hið ómælanlega og stóra verður honum jafn hugleikið viðfangsefni, jafn hæfur efniviður í listaverk. V. GULLNA HLIÐIÐ. Sjónleikur í fjórum þáttum. Útgefandi Þorsteinn M. Jóns- son. Akureyri 1941. Sólon Islandus, fyrsta skáldsaga Davíðs Stefánssonar, sem út kom í fyrra haust á forlagi Þorsteins M. Jónssonar, vakti sem kunnugt er geysimikla athygli. Fyrsta upplag bókarinnar, sem var all stórt á íslenzkan mælikvarða, seldist upp á svip- stundu, svo að prenta varð bókina öðru sinni. Það er að vísu ekkert furðulegt, þótt margur biði fyrstu skáldsögu vinsæl- asta ljóðskálds landsins með mikilli eftir- væntingu og flýtti sér að eignast hana; hitt var miklu furðulegra, að frumsmíði höfundarins í þessari grein skáldskapar- ins skyldi vera svo snjöll, að almennt er- viðurkennt, að hún jafnist að öllu leyti á við það bezta, sem skrifað hefir verið í ó- bundnu máli á íslenzka tungu. En sagan er enn ekki öll. Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi hefir ekki spilað út síðasta trompi sínu í fyrra með hinni miklu bók sinni Sóloni Islandus. Frá hans hendi er nú nýkominn á prent sjónleikur, er hann nefnir Gullna hliðið, og er þar skemmst frá að segja, að hér er um stór- kostlegan bókmenntaviðburð að ræða. Ég tel, að leikrit þetta, sem er 173 síður prentaðar, sé merkasta verk skáldsins til þessa dags, og jafnframt eitthvert mesta listaverk, sem íslenzkur rithöfundur hef- ir skapað. Sjónleikur þessi er, sem fyrr segir, í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.