Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 12
106
DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI
N, Kv.
lifa meðal okkar enn þann dag í dag. Það
eru margir menn og margar konur stöð-
ugt að hrapa, stöðugt á niðurleið, og engu
síður úr hópi þeirra, sem gullinu safna
eða settir hafa verið til þess að gæta rétt-
ar og laga. Hver eyrir, sem vísvitandi er
illa fenginn, hver dómur, sem vísvitandi
hefir ranglega verið uppkveðinn, orsakar
siðferðilegar slysfarir geranda síns, hrynd-
ir honum niður á við. Nautnaþrællinn fer
sömu leiðina, hræsnarinn og sá, er vitandi
vits afvegaleiðir þreklitla og villugjarna
bræður sína. Allir þessir fjarlægjast hið
gullna hlið, það himnaríki þroska og full-
komnunar, sem mennirnir í eðli sínu þrá,
þeir fjarlægjast það, og ástæðan er sú, að
þeir hafa brotið lögmál náttúrunnar, lög-
mál hjartans eða samvizkunnar, og lifa í
fjandskap við sjálfa sig.
Bóndinn og Helga í þriðja þætti eru
andstæður þessara einstaklinga. Þau eru
börn jarðarinnar, hinnar upprunalegu og
óspilltu náttúru, sem að vísu vegur, — en
vegur blind. Hún er því syndlaus og sjálfri
sér samkvæm, og þeir, sem lifa í sam-
ræmi við hana, hljóta hamingjuuna að
launum. Og náttúran er einnig lífgjafi,
svo að þeir, sem hana elska og henni
þjóna, hljóta að vera í þjónustu lífsins. En
þjónusta við lífið er leið til þroska, leið
til fullkomnunar, eða með öðrum orðum
leiðin til himnaríkis. Þangað hljóta þau
bóndinn og Helga því að ná, enda þótt
þau væru aldrei sérlega kirkjurækin í
jarðlífinu, enda þótt þeim finnist ýmsir
himnabúanna jafnvel guðhræddir og
heilagir um of.
Síðasti þáttur leiksins er ef til vill tor-
skildastur. Hvernig stendur til dæmis á
því, að kerlingin skuli geta gert Jón sinn
sáluhólpinn, enda þótt hann samkvæmt
lögum himnaríkis sé dæmdur til útskúf-
unar? Ef til vill liggur skýringin í orð-
um þeim, sem skáldið leggur postulanum
Páli í munn eftir að kerlingin hefir leik-
ið á Lykla-Pétur og kastað skjóðunni inn
fyrir hliðið: „Kærleikurinn er langlyndur,
trúir öllu, vonar allt, umber allt. Hans er
mátturinn og dýrðin“. En Jón hefir einnig
sínar málsbætur. Hann er hreinn og beinn
og hræsnislaus, og lestir hans eru ekki
sjálfskapaðir, heldur eru þeir samfélaginu
og lífskjörunum að kenna. Hann hefir
drýgt yfirsjónir sínar í sjálfsvörn, ef svo
mætti segja. Þótt hann hljóti þrátt fyrir
það að verða dæmdur samkvæmt bókstaf
hinna himnesku laga, má sýkna hann
samkvæmt anda þeirra. í múrvegg þeirra
finnst smuga, sem hægt er að komast í
gegnum, og verðirnir vita það. Röggsemi
þeirra slævist. Þeir gefa andstæðingnum
færi á að koma fram vilja sínum. Og hann
notar sér það. Allt skal í sölurnar leggja
fyrir ástvininn, jafnvel sáluhjálp sína, ef
nauðsyn krefur. Slík ást er að vísu ekkert
nýtt fyrirbrigði í bókmenntunum, enda er
sjónleikur Davíðs Stefánssonar ekki fyrst
og fremst byggður á þeim grunni. Hann
fjallar um mannssálirnar í öllum þeirra
margbreytileika, um óskir þeirra og ástríð-
ur, um fegurð þeirra og herfileika, um
baráttu þeirra, ófarir og sigra.
Ég tel, að með bók þessari hafi Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi áunnið sér sæti
meðal fremstu leikritaskálda á heimsbók-
menntalegan mælikvarða, og mun nú ís-
lenzka þjóðin óska honum hjartanlega til
hamingju með sinn nýja, stóra bókmennta-
sigur.