Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 13
N. Kv.
Sigurður Róbertsson:
Kennimaður.
— SAGA. —
(Framhald).
20.
Seinnipart dagsins hvessti af norðri
með rigningu. Séra Bjarni var á leiðinni
framan úr dal. Hann hafði ennþá einu
sinni verið að tala við sóknarbörn sín í
Brúarsókn um kirkjumálið. Raunar hlaut
hverjum skynsamlega hugsandi manni að
vera það ljóst, að mál þetta var dauða-
dæmt eins og sakir stóðu, því að hvergi
var hægt að fá peninga. En með ódrep-
andi þrákelkni hélt séra Bjarni málinu
vakandi. Hann reið á milli bændanna og
talaði við þá um þessa miklu nauðsyn,
stakk upp á margs konar aðferðum til
fjáröflunar, eins og frjálsum samskotum,
samkomum til ágóða fyrir málið, happ-
drætti eða hlutaveltu. Þessi fyrirhöfn
hans var þó orðin með öllu vonlaus, því
að þeir fáu, sem höfðu verið því fylgjandi,
voru algerlega búnir að missa móðinn og
vildu slá öllu á frest um óákveðinn tíma.
— Núna var hann að koma úr einni slíkri
ferð, leiður í skapi yfir skilningsleysi og
dauðyflishætti bændanna, og svo gerði
veðrið sitt til þess að gera honum gramt í
geði.
Hann var kominn út að Ási. Það var
rýrðarkot, túnið lítið, bærinn lélegur og
umhverfið fremur harðhnjóskulegt. Veg-
urinn lá rétt hjá bænum. Hann hitti
bóndann úti; var hann að gera við tún-
girðinguna, þrátt fyrir óveðrið.
Þeir tóku tal saman. Bóndi bauð gestin-
um í bæinn, en séra Bjarni neitaði því.
Bónda þótti prgstur—fremur kuldalega
klæddur og bauð honum olíutreyju, til
þess að verjast því að verða holdvotur.
Varð prestur því boði feginn, því að hann
var farinn að finna til bleytu í gegnum
fötin.
— Ég skila yður treyjunni fljótlega,
sagði hann að skilnaði.
— Hafið þér það bara eftir hentugleik-
um, svaraði bóndi.
Séra Bjarna leið strax betur þegar
hann var kominn í treyjuna, og honum
létti heldur í skapi við hugulsemina. Hann
knúði klárinn sporum og náði farsællega
heim til sín.
Treyjuna hengdi hann inn í gamla
skemmu yzt á hlaðinu. Þar fékk hún að
hanga nokkuð lengi, því að presti var um
margt annað sýnna en að muna eftir ein-
um treyjugarmi, sem þó hafði komið í
góðar þarfir. Veðurfarið breyttist líka til
batnaðar, svo að olíutreyjur voru óþarfa-
klæðnaður.
En svo kólnaði aftur og nokkurn tíma
gekk á með hryssingsveðrum, en svo batn-
aði á ný. Þá var það einn dag, að Páll
„sitt á hvað“ kom í Breiðavað. Var hon-
um orðið tíðförult þangað í seinni tíð, því
að hann hafði oft fréttir að færa, sem séra
Bjarna var hugleikið að heyra. í þetta
sinn hafði hann þau tíðindi að segja, að
Ólafur í Ási læg'i þungt haldinn í
lungnabólgu. Hafði hann orðið að liggja
á greni yfir kuldakastið og ekki verið
sem bezt búinn.
14*