Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 15
lí. Kv. KENNIMAÐUR 109 að leita að hinum hestunum í þessari þoku. Séra Bjarni gat ekki annað en gengið að þessum kostum. Hann gat ekki farið að krefjast þess, að farið væri að gera ef til vill árangurslausa leit að hrossunum hans vegna. Hann bjó sig því til ferðar og reið úr hlaði á Brúnku, sem var fyrir löngu komin af unglingsárunum. Miskunnarleysi lífsins hafði kennt henni margan gullvæg- an sannleika á hennar löngu æfi, svo að hún var ekki eins skyni skroppin og ætla mátti. Undir syfjulegum svip hennar leyndust ennþá leifar af sjálfstæðis- og frelsisþrá æskuáranna, sem hún stundum gat ekki stillt sig um að láta í ljós, þegar henni fannst ofríki og harðýðgi mann- anna ganga úr hófi. Þennan þokufulla dag var hún venju fremur önuglynd. Hún virtist ekki vitund upp með sér af að bera sjálfan prestinn á baki sér. Þegar leggja skyldi úr hlaði, gekk hún aftur á bak, þar til hún lenti á húsveggnum, en eftir að prestur hafði rekið hælana óþyrmi- lega í síður hennar og tekið harkalega í taumana, skildist henni, að öll mótspyrna mundi árangurslaus. En ekki fór hún nema fetið. Nokkrar tilraunir, sem prest- ur gerði til að láta hana fara fram af seinagangi, sannfærðu hann um, að slíkt mundi ekki svara kostnaði. Hann lét því Brúnku ráða ferðinni að mestu leyti. Það var hráslagi í loftinu; þokunni vildi ekki létta. Hún hékk alveg niður á lág- lendið, grá og ólundarleg. Það suddaði úr henni öðru hvoru og suddinn settist á grasið og lyngið og gerði það þrútið af bleytu. — Sláttur var að byrja, en það leit ekki vel út með þurrkinn. Aftur á móti var grasspretta orðin með betra móti, þó að kuldaköst hefðu komið og háð gróðrinum. Séra Bjarni veitti ekki neina athygli því, sem í kringum hann var, og hann var ekki heldur að brjóta heilann um það núna, að skaparanum fórst stjórn veðra- málanna misjafnlega vel úr hendi. Hann sat hokinn á baki hryssunnar og hugsaði um það, hvað hann ætti að segja við ekkjuna, en það var dálítið erfitt, því að hugsun hans var jafnþokukennd og um- hverfið. Það var eins og hann væri að renna saman við þokuna, leysast upp og verða eitthvað ópersónulegt og dularfullt eins og hún sjálf. Hann hrökk upp við hávaða utan úr þokunni. Ósamræmd, tryllingsleg hljóð bárust honum að eyrum, og honum virt- ist jörðin duna við, eins og einhver fer- líki væru þar á ferð. Brúnka reisti einnig hausinn og sperrti eyrun. í augum henn- ar tendraðist gömul, falin glóð. Hún þekkti þessi hljóð. Ennþá megnuðu þau að vekja til lífs gamlar minningar og koma blóðinu til að streyma hraðar um allar æðar. Presti fór ekki að verða um sel, því að þetta nálgaðist óðfluga. Honum duttu í hug eldgamlar, fáránlegar kynjasagnir, þar sem illir andar voru látnir ríða gand- reið um láð og lög. En áður en hann gat myndað sér nokkra ákveðna skoðun um þetta fyrirbæri, geystist út úr þokunni rétt hjá honum tryppastóð mikið. Með alls konar látum hvarf það jafnskjótt út í þokuna aftur, hvíandi og rymjandi og með þvílíku hófasparki, að jörðin skalf við. Bleytan og hráslaginn í loftinu hafði hleypt í þau hrolli og knúið þau til ærsla. Séra Bjarna létti, er hann komst að raun um, að þetta var allt saman náttúrlegt og óskaðlegt. Hann setti hælana í síður hryss- unnar, til þess að halda áfram ferðinni, en nú hafði gállinn hlaupið í þá brúnu, svo að hún neitaði ákveðið að fara feti fram- ar. Aftur á móti gerði hún sig líklega til þess að halda í humátt á eftir hrossa- hópnum. Þetta hafði rifjað upp fyrir henni svipaða, löngu liðna viðburði, sem hún sjálf hafði tekið ósvikinn þátt i. Þarna hafði hið forna, dýrmæta frelsi

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.