Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 16
110
KENNIMAÐUR
N. K\r
brunað fram hjá henni í líki þróttmikilla
tryppa og vakið upp í vitund hennar
óslökkvandi frelsisþrá og uppreisnaranda
gegn ánauð og kúgun. Þess vegna báru til-
raunir prests um að koma henni áfram
engan árangur. Hann fór að hamast um á
baki hennar, lamdi fótastokkinn ákaft,
tók harkalega í taumana og lét svipuna
skella harðar og harðar um lendar henn-
ar. En Brúnka lét samt ekki undan. Hún
setti sig í hnút, tók höggunum með þrá-
kelknislegri fyrirlitningu og þokaði sér
aftur á bak út úr götunni í áttina á eftir
hrossahópnum.
En nú fór að síga alvarlega í séra
Bjarna Símonarson. Hann reiddi svipuna
fastar og fastar, unz hann hafði ekki þrótt
til þess að beita henni betur. En þó að
Brúnka gamla fyndi sárt til undan hverju
höggi, stælti það aðeins í henni mótþró-
ann. Alveg að óvörum lyfti hún snöggt
upp afturendanum, af lítilli kurteisi og
ennþá minni virðingu fyrir því geistlega
valdi, sem á hrygg hennar sat. Þetta upp-
átæki hennar bar þann árangur, að prest-
ur missti jafnvægið og steyptist fram af
hryssunni niður í skorningana. Hruflaði
hann sig ofurlítið í framan og fékk þar að
auki blóðnasir. Fötin hans létu líka dálít-
ið á sjá við að komast í snertingu við
rennvott grasið.
— Helvítis merin, tautaði hann reiður
um leið og hann brölti á fætur og skyrpti
út úr sér blóðdrefjum.
Brúnka hafði ætlað að sæta lagi og gera
sig ósýnilega, en prestur hafði ekki, þrátt
fyrir þetta, misst tökin af beizlistaumun-
um. Sigur Brúnku varð því ekki eins
glæsilegur og hún hafði vonað. Hún varð
að gera sér það að góðu að lúta í lægra
haldi. Ekki fékkst hún samt til þess að
hreyfa sig úr sporunum, þó að prestur
færi á bak. Hann varð að ganga og teyma
góðan spöl, en þá fór henni að skiljast, að
þýðingarlaust mundi vera að þverskallast
lengur, svo að hún sýndi auðsveipni það
sem eftir var ferðarinnar.
Þokan grúfðu ennþá yfir, þegar hann
reið í hlaðið á Ási. Hann hitti tvö börn
ung úti á hlaðinu og gerði boð eftir
mömmu þeirra. Þau hurfu þegar inn í
bæinn, og eftir stutta stund kom konan
út. Hún var rauðeygð og þreytuleg á svip>
og tók kveðju hans fremur tómlátlega.
Á að gizka tólf til þrettán ára drengur
kom út á eftir henni. Hún bað hann að
taka við hrossinu, því að hún gekk ekki
að því gruflandi, að presturinn mundi
ekki vera kominn til þess að snúa strax
við aftur. Án þess eiginlega að segja
nokkuð, bauð hún honum sæti á eina
stólnum, sem sjáanlegur var; sjálf stað-
næmdist hún við litla stafngluggann og
horfði út í myrkgráa þokuna, sem grúfði
yfir öllu dimm og þung eins og sorgin,
sem myrkvaði hennar eigin hugarheim.
— Ég kem til þess að votta yður mína
dýpstu samúð og hluttekningu, byrjaði
séra Bjarni. Ég get vel gert mér það ljóst,
að þetta muni vera þungt áfall fyrir yður.
— Ég þakka yður fyrir, tautaði ekkjan
lágt, án þess að snúa sér við.
Séra Bjarni ræskti sig. Hann hafði ver-
ið búinn að taka saman huggunarríka og
áhrifamikla ræðu, en í bráðina hafði
hann gleymt því, hvernig hann hafði
hugsað sér upphafið, svo að hann varð að
hugsa sig um, áður en hann héldi lengra.
— Þegar sorgin nístir hjarta vort, er eitt
nauðsynlegt til þess að deyfa hinn sára
brodd hennar, byrjaði hann eftir stundar-
þögn. Það er að trúa á algóðan guð og
treysta hans kærleika og forsjá í einu og
öllu. Vegir guðs virðast stundum órann-
sakanlegir mannlegum skilningi, en þrátt
fyrir það sölnar ekki hið minnsta gras til
moldar án hans vilja. Hans vilji er í öllu
og hans kærleikur er einnig í öllu. Skiln-
ingur á því, ásamt fuilu trausti á forsjá
hans og elsku til mannanna, gerir okkur